Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Side 87
— 85 —
1971
Skýrsla berklayfirlæknis.
Á árinu voru framkvæmdar berklarannsóknir, aðallega röntgenrann-
sóknir, í 11 læknishéruðum. Alls voru rannsakaðir 14625 manns, á 6
heilsuverndarstöðvum 14101 einstaklingar, aðallega úr 8 læknishéruð-
um, sbr. bls. 110 (berklarannsóknir í Hafnarfirði og Kópavogi eru eins og
fyrr framkvæmdar af Heilsuverndarstöð Reykjavíkur), en með ferða-
röntgentækjum 435 úr 5 læknishéruðum. Fjöldi rannsókna er hinsvegar
nokkru meiri, þar sem margir koma oftar en einu sinni til rannsókn-
ar. Nam hann alls 15556. Eins og fyrr eru þeir, sem rannsakaðir eru
með berklaprófi einu saman, ekki taldir hér með í fjölda einstaklinga
eða einstaklings rannsókna. Með ferðaröntgentækjum var engin hóp-
eða heildarrannsókn gerð á árinu, heldur eingöngu rannsakaðir skóla-
nemendur og starfsfólk í skólum eins og áður. Við þessar rannsóknir
fannst að þessu sinni enginn með virka berklaveiki. Á berklavarnastöð
Reykjavíkur voru 180 manns berkla-(BCG)bólusettir. Annarsstaðar
á landinu er þessarar bólusetningar eigi getið.
3. fgulmygla (actinomycosis).
1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971
Sjukl. 2 1,,,, ,, „ ,, 1 „ „
Danir „ „ ,, ,, „ „ „ „ „ „
4. Holdsveiki (lepra).
Skráning á holdsveiki er felld niður, þar sem enginn er lengur með
virka holdsveiki.
5. Sullaveiki (echinococcosis).
1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971
Danir 2 1 1 ,, „ „ „ » „ „
Enn eru á lífi fáein gamalmenni með gamla óvirka sulli. Framtal
á þessu fólki er nokkuð á reiki frá ári til árs, m. a. vegna tíðra lækna-
skipta í héruðum. Með því að ekki er hægt að kalla, að um raunverulega
sullaveiki sé að ræða, er ekki birt yfirlit héraðslækna yfir þetta fólk.
6. Kláði (scdbies).
Töflur V, VI og VII, 5.
1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971
40 28 77 344 389 338 314 274 452 707
Sjúkl.