Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Qupperneq 92
1971
90 —
vegna vímuáhrifa af meðhöndlun rjúkandi málningarefna fengu ábend-
ingu um að bæta loftræstingu. 2 konur úr efnalaugum reyndust hafa
ofnæmi fyrir hreinsivökvum.
Með aðstoð heyrnardeildar Heilsuverndarstöðvarinnar var mæld
heyrn hjá fólki í 6 fyrirtækjum. Mældir voru 150.
Álafoss. Engir alvarlegir svo mér sé kunnugt um. Þó ber alltaf nokk-
uð á heymæði meðal bænda.
Borgarnes. Aðeins einn er skráður með atvinnusjúkdóm, en í raun
munu þeir vera miklu fleiri, og má þar geta um heymæði hjá bændum
og fyrrverandi bændum, og væri rannsókn á raunverulegri tíðni þessa
sjúkdóms á íslandi mjög tímabær.
Breiðumýrar. Fylgst er með starfsmönnum Kísiliðjunnar í Mývatns-
sveit með árlegum röntgenmyndatökum af lungum. Ekki hafa komið
fram merki um röntgenlogiskar breytingar í lungum.
Selfoss. „Poppmúsik“ þykir mjög hávaðasöm, og var gerð akustisk
mæling á einum slíkum dansleik, og fór hljóðstyrkurinn í verstu hvið-
unum í 120 db. Kom fram kvörtun frá Kvenfélagasambandi Suður-
lands, og voru allir læknar fjórðungsins beðnir að beita sér fyrir, að
„hávaði“ þessi yrði lækkaður. Héraðslæknirinn á Selfossi reit grein
um málið í Suðurland, og eins gerði heilbrigðisnefnd Selfoss ályktun í
málinu. Var hljómsveitin beðin um að gæta hófs í þessum „hávaða“.
Eins var málið rætt við heilbrigðiseftirlit ríkisins, sem gat lítið ráð-
lagt. Það mun mjög erfitt að taka föstum tökum á þessu máli, þar sem
heilsuskaðleg mörk eru nokkuð á reiki, enda kemur tímalengd hávaðans
mjög inn í dæmið. Þyrfti að rannsaka þetta nánar, og væri eðlilegt, að
heilbrigðiseftirlit ríkisins hefði forystu í þessu máli, þar sem „popp-
músik“ er engan vegin sérmál Selfosslæknishéraðs.
F. Fötlun.
Töflur XV, XVI.
1. Fávitar. 2. Málhaltir. 3. Heyrnskertir. 4. Blindir.
Fávitar eru taldir 591, málhaltir 29 (vantar úr Reykjavík), heyrn-
skertir 404 og blindir 239. 1 Heyrnleysingjaskólanum í Reykjavík voru
60 nemendur skólaárið 1970—1971.
G. Ýmsir sjúkdómar.
Hér verður aðeins birt skýrsla um augnlækningaferðalög og augn-
sjúkdóma, er augnlæknar fundu á ferðum sínum.