Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 93
— 91 —
1971
Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar um
landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson, augn-
læknir í Reykjavík, um Vesturland, Úlfar Þórðarson, augnlæknir í
Reykjavík, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykja-
vík, um Austfirði og Hörður Þorleifsson, augnlæknir í Reykjavík, um
Suðurland.
1. Kristján Sveinsson.
Eins og á undanförnum árum byrjaði ég ferðalagið á Akranesi og
endaði á ísafirði. Skipting eftir stöðum og helstu sjúkdómum er sem
hér segir:
Glaucoma Cataracta Macula - degeneratio 1 Opticus- atrofia Ablatio retinae Keratitis Strabismus Dacryo- cystitis y> •C t—t Retinitis pigmentosa Sjúklingar samtals
Akranes 4 2 í 25
Borgarnes 4 6 3 _ í í - - - - 30
Ólafsvík 2 4 1 31
Grundarfjörður .... 6 1 1 - - - - - - - 27
Stykkishólmur 10 3 2 - - - í - - - 60
Búðardalur 6 2 1 25
Bjarkarlundur 2 1 10
Patreksfjörður 4 3 1 - - - í - 1 í 80
Bíldudalur 7 _ 1 27
Þingeyri — 1 2 - - - - í - - 33
Plateyri 1 - 2 - - - í í - - 40
Suðureyri 2 1 2 26
Bolungarvík 2 3 2 - - í - - - - 31
ísafjörður 15 13 4 í í í 5 - - - 181
Samtals 65 40 23 í 2 3 8 2 1 í 626
Á ferðalögum þessum leitar til manns fólk á öllum aldri, þó sérstak-
lega gamalt fólk og börn. Fann í þetta skipti 4 nýja glákusjúklinga, og
51 áður þekktir sjúklingar með þennan sjúkdóm komu til eftirlits. Tel
ég það ekki hið þýðingarminnsta við ferðalög þessi að leita að nýjum
og hafa eftirlit með áður þekktum glákusjúklingum. Ferðalög þessi
eru líka fólki til mikils hagræðis og sparnaðar, þó að samgöngur séu
nú orðið greiðari en áður var. Væri æskilegt, að í fleiri greinum læknis-
fræðinnar væru farnar svona ferðir út á landið og helst oftar en einu
sinni á ári.