Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 98
1971
— 96 —
B. Meðferð ungbarna.
Ljósmæður geta þess í skýrslum sínum (sbr. töflu XIII), hvernig
4058 börn, sem skýrslurnar ná til að þessu leyti, voru nærð eftir fæð-
inguna. Eru hundraðstölur sem hér segir:
Brjóst fengu......................... 83,83%
Brjóst og pela fengu............. 12,64—
Pela fengu....................... 3,52—
I Reykjavík líta samsvarandi tölur þannig út:
Brjóst fengu......................... 92,52%
Brjóst og pela fengu............. 3,78—
Pela fengu ...................... 3,70—
Sjá ennfremur skýrslu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur, bls.
109—111.
Stykkishólms. Bæði þorpin í héraðinu hafa skipulegt ungbarnaeftirlit.
Konur koma undantekningarlaust í eftirlit reglulega allan seinni hluta
meðgöngutímans.
Austur-Egilsstaða. Ungbarnaeftirlit framkvæmt af héraðslækni í
tengslum við ónæmisaðgerðir.
Selfoss. Ungbarnaeftirlit hefur verið starfandi allt árið í Selfoss-
hreppi og síðan Heilsuverndarstöð Selfoss tók til starfa í öllu héraðinu.
Fer annað tveggja ljósmóðir eða hjúkrunarkona í heimsókn til móður
og barns, 2-3svar sinnum fyrstu 2-3 mánuðina, en eftir 3 mán. aldur
kemur barnið reglulega á stöðina til ónæmisaðgerða og eftirlits.
YII. Slysfarir.
A. Slys.
Slysfaradauði og sjálfsmorð síðasta áratug teljast sem hér segir:
1962 1963 1964 1965 1966 1967 1968 1969 1970 1971
Slysadauði 86 112 104 109 100 99 100 97 127 151
Sjálfsmorð 17 15 18 22 37 30 15 20 27 11
Rvík. Á slysavarðstofu Borgarspítalans komu á þessu ári til fyrstu
aðgerðar 24372 sjúklingar. Hefur aðsókn sjúklinga aukist um 20,6%
frá árinu 1968. Sjálfsmorð voru 3. Banaslys urðu alls 46 á árinu. Um-
ferðarbanaslys urðu 14.
Álafoss. Ekkert dauðaslys innan héraðs á árinu.