Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 100
1971
— 98 —
Búða, Djúpavogs, Kirkjubæjar og Hveragerðis. Skýrslur um barnaskóla
taka til 27755 bama, og gengu 20679 þeirra undir aðalskólaskoðun.
Tilsvarandi tölur í unglinga-, mið- og gagnfræðaskólum eru 14037 og
10979 og í menntaskólunum 4, Kennaraháskóla Islands og Verslunar-
skóla Islands 3111 og 2509.
Rvík. Skólahúsnæði tekið í notkun haustið 1971: 1 Árbæjarskóla,
íþrótta- og samkomusalur, 6218 m1 2 3 4 5. 1 Breiðholtsskóla, III. áfangi fyrir
unglinga, 6 almennar stofur, 7 sérstofur, bókasafn og samkomusalur,
11288 m3. 1 Vogaskóla, íþróttasalur o. fl. 5500 m3. I Fossvogsskóla,
I. áfangi, 7 kennslustofur, 4097 m3. Viðauki 27103 m3.
Álafoss. Haustskoðun í öllum skólum héraðsins eins og venjulega.
Kláða varð í fyrsta sinn vart meðal nemenda í gagnfræðaskólanum.
Stykkishólms. Skólahúsnæði er ófullnægjandi að rúmmáli til bæði
í Grundarfirði og Stykkishólmi, einkum þó á síðari staðnum. 1 bygg-
ingu er viðbót við skólahúsið í Grundarfirði. I Stykkishólmi er undir-
búningur undir viðbótarbyggingu við skólann á frumstigi.
Blönduós. Haustskoðun að venju. Viðbyggingu við Barna- og Mið-
skólann á Blönduósi lauk á árinu, og var hið nýja skólahús tekið í
notkun 1. okt. Aðstaða til skólahalds hér á Blönduósi er nú orðin allgóð,
og mun næsta skref í menntamálum vera að byggja íbúðir fyrir fasta
kennara.
Akureyrar. Nýr skóli tók til starfa í héraðinu á árinu: Unglinga-
skólinn að Hrafnagili. Hann starfar í nýjum húsakynnum, sem þó eru
ekki öll risin. Verið er að byggja kennslustofur.
Breiðumýrar. Að Stóru-Tjörnum í Ljósavatnshreppi hefur verið í
byggingu stór heimavistarskóli fyrir skyldunámsstig.
Húsavikur. Gagnfræðaskólabygging í Húsavík var í smíðum á árinu.
Haldið var áfram byggingu stórs heimavistarskóla að Hafralæk í Aðal-
dal.
IX. Heilbrigðislöggjöf.
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talist (þar
með taldar auglýsingar birtar í A-deild Stjórnartíðinda):
1. Lög nr. 69 16. mars, um breytingu á lyfsölulögum, nr. 30 29. apríl
1963.
2. Lög nr. 55 15. apríl, um fiskvinnsluskóla.
3. Lög nr. 47 16. apríl, um náttúruvernd.
4. Lög nr. 64 16. apríl, um tæknimenntaðar heilbrigðisstéttir.
5. Lög nr. 65 16. apríl, um breyting á lögum nr. 53 22. apríl 1967,
um fávitastofnanir.