Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Síða 115
— 118 —
1971
mánaðar, flestir hluta úr degi. Aðstoðarstúlkur voru 26, sem flestar
unnu hluta úr degi. Fjórar þeirra leiðbeindu nemendum í skólunum við
tannhirðingu og tannburstun með flúor. Við upphaf starfstímabils
voru 11 tannlækningatæki í notkun, þrjú ný voru keypt á árinu, eitt tekið
úr notkun og stofu í Heilsuverndarstöðinni breytt í röntgenmyndatöku-
stofu, svo að í lok starfstímans voru tannlækningatækin 13. Á starfs-
tímanum var skoðað 9431 barn, og af þeim voru 6224 með meira eða
minna skemmdar fullorðinstennur. Fylltar voru um 27200 holur, rót-
fylltar 470 tennur, dregnar 1882 barnatennur og 282 fullorðinstennur.
Auk þess, sem hér er upp talið, smíðuðu skólatannlæknar 165 plast-
og stálkrónur. Burstun úr flúorupplausn var gerð í 36496 skipti og
sérstök áhersla lögð á að leiðbeina yngstu börnunum um tannhirðingu.
Börn í leikskólum borgarinnar (2—5 ára) fengu flúortöflur eins og
áður, en öruggt er, að það styrkir tennurnar og minnkar tannskemmdir.
Selfoss. Opnuð heilsuverndarstöð á Selfossi 1. maí. Hefur hún starf-
að síðan við mikla og síaukna aðsókn. Stóð Selfosslæknishérað að stofn-
un stöðvarinnar, en hún mun nú þjóna í allmiklum mæli nágrannahér-
uðunum. Eins fer fram krabbameinsleit í legi kvenna á stöðinni.
Mæðra- og ungbarnaeftirlit á heilsuverndarstöðvum utan Reykja-
víkur.
Barnsh. konur Börn Heimsóknir hjúkrunark. til ungbarna Aldur
Ein- stakl. Sko ðanir Einstakl. Skoðanir Einstakl. Skoðanir barna (ár)
Akranes 133 755 298 582 118 447 0-6
Isafjörður 66 308 98 303 - - 0-8
Akureyri 433 1825 260 1205 248 1368 0-2
Nes 50 208 101 278 - - 0-7
Hafnarfj 147 681 ? 2044 - - ?
Kópavogur 52 249 1015 2090 296 1591 3 mán- 6 ára
Dvalar- og dagheimili fyrir börn og unglinga.
Rvík.
Dagheimili 14, dvalardagar 157770.
Leikskólar 10, dvalardagar 150568.
Vistheimili 7, dvalardagar 22832.
Rauði Kross Islands tók á móti 161 barni að Laugarási í Biskups-
tungum-. 1 sumarheimili Hjálpræðishersins í Elliðakotslandi í Mosfells-
sveit dvöldust 30 börn. Hrafnista hefur sumardvalarheimili að Hrauni
í Grímsnesi fyrir 55—60 börn.
15