Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 118
1971
— 116 —
XII. Ýmis heilbrigðismál.
Störf heilbrigðisnefnda.
Rvík. Framkvæmdanefnd heilbrigðiseftirlitsins hélt 16 fundi. Alls
voru tekin fyrir 240 mál. Umsóknir skiptust eftir starfsemi, sem hér
segir:
Mjólkur- og brauðverslanir 0 umsóknir, þar af samþykktar 0
Mjólkur- og rjómaísframleiðendur .... 1 — - - — 0
Brauðgerðarhús 6 — - - — 3
Kjöt- og nýlenduvöruverslanir 20 — - - — 14
Kjötvinnslur 2 — - - — 2
Fiskverslanir 15 — - - — 11
Fiskiðjuver 10 — - - — 5
Sælgætisverslanir 38 — - - — 29
Matvælaverksmiðjur 4 — - - — 2
Veitingarekstur 36 — - - — 21
Gistihús 4 — - - — 2
Snyrtistofur o. þ. h 14 — - - — 12
Skólar og heilbrigðisstofnanir 8 — - - — 7
Breytingar á húsnæði og rekstri 60 — - - — 52
Ýmis iðnaður 6 — - - — 4
Ýmsar aðrar umsóknir 9 — - - — 7
Samtals 233 umsóknir, þar af samþykktar 171
Nefndin gaf 6 sinnum fyrirmæli um endurbætur á húsnæði eða rekstri,
oftast að viðlagðri lokun, sem kom til framkvæmda hjá 1 fyrirtæki.
Eitt skip var stöðvað vegna óþrifnaðar á snyrtiherbergi.
Álafoss. Þetta ár hefur heilbrigðisfulltrúi starfað á vegum Mosfells-
hrepps hluta úr starfi.
Akureyrar. 1 skýrslu heilbrigðisfulltrúa segir: Árið 1971 voru
farnar 586 bókaðar eftirlitsferðir um bæinn. Voru þær farnar í versl-
anir, iðnfyrirtæki, verkstæði og til eftirlits með umgengni utanhúss
o. fl. Tekin voru 48 sýni af matvælum til gerlarannsóknar. Auk þess
tóku matvælaframleiðendur sjálfir oft sýni af matvælum til gerla-
rannsókna. Gerlarannsóknir á neysluvatni eru oft gerðar. Síðastliðið
sumar fóru fram byrjunarrannsóknir á mengun í Akureyrarpolli og
einnig rétt norðan við Oddeyrartanga. Tekin voru alls 24 sýni úr sjó
til gerlarannsóknar og efnagreiningar og auk þess nokkur sýni úr
botni. Við þetta má bæta, að breytt var um frágang á sorpi á sorp-
haugum bæjarins. Var ekki kveikt í sorpinu, en jarðvegi ýtt yfir það
sem næst jafnóðum. Gaf þetta góða raun. Miklu þrifalegra var um-
horfs á haugunum, og rottur hurfu af þeim. Sorphirðing innan bæjar
og akstur með sorp á haugana er enn með harla frumstæðum hætti.