Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 119
— 117 —
1971
Austur-Egilsstaöa. Heilbrigðisnefndir störfuðu ekki á árinu. Heil-
brigðiseftirlit ekki eins virkt og skyldi. Virðist óhugsandi, að störf
heilbrigðisnefnda og heilbrigðiseftirlit komist í viðunandi horf, nema
ráðinn verði sérmenntaður heilbrigðisfulltrúi.
Selfoss. Héraðslæknir hefur beitt sér fyrir því, að ráðinn yrði heil-
brigðisfulltrúi samkvæmt lögum um heilbrigðiseftirlit. Ekki hefur
ennþá fengist formlegt svar við þessari málaleitan.
Húsakynni og þrifnaður. Meindýr.
Rvík. Gefin voru út vottorð um ástand 399 íbúða, vegna umsókna
um íbúðir eða lóðir, í sambandi við niðurrif íbúða og af öðrum ástæðum.
Rifnar voru 42 íbúðir. Á skrá heilbrigðiseftirlitsins voru í árslok 3479
skoðaðar íbúðir, sem yfirleitt teljast til hinna lakari í borginni að öllu
ástandi og eru að mestu leyti í kjöllurum, skúrum og rishæðum eða
þar sem sérstaklega þótti ástæða til skoðunar. 2634 íbúðir teljast að
einu eða öllu leyti ófullnægjandi. í þessum íbúðum bjuggu samtals
3479 börn. Aukning íbúðarhúsnæðis á árinu, nýbyggingar og viðaukar,
nam 195479 m3. Eru þetta samtals 530 íbúðir, sem skiptast þannig eftir
herbergjafjölda: 1 herbergi 3, 2 herbergi 103, 3 herbergi 115, 4 her-
bergi 155, 5 herbergi 81, 6 herbergi 52, 7 herbergi 15, 8 herbergi 3, 9
herbergi 3. Meðalstærð nýbyggðra íbúða var á árinu 372 m3. Lokið var
byggingu skóla, félagsheimila og sjúkrahúsa að rúmmáli 70609 m3,
verslunar-, skrifstofu- og iðnaðarhúsa 81157 m3, iðnaðar- og vöru-
geymsluhúsa 101995 m3 og bílskúra og geymsluhúsa 30762 m3.
Eftir efni skiptust húsin þannig:
Úr steini .................................... 453694 m3
— timbri ................................... 20285 —
— stáli ..................................... 6023 —
Samtals 480002 m3
Heilbrigðiseftirlitið tekur reglulega sýni af neysluvatni borgarbúa.
Tekin voru 114 sýni, og voru 4 af þeim aðfinnsluverð. Starfsfólk
hreinsunardeildar borgarinnar var að jafnaði 178 manns á árinu,
ennfremur störfuðu 40 unglingar úr vinnuskóla Reykjavíkurborgar í
3 mánuði við hreinsun á borgarlandinu og fjörum í nágrenni borgar-
innar. Vélsópar hreinsuðu og fluttu brott ca. 4670 m3 afsóp. Af götun-
um voru fluttir brott 1260 bílfarmar og 11400 pokar af afsópi. Ca.
600 m3 af snjó var ekið brott af götunum. Ekið var í sorpeyðingar-
stöðina 1680 bílförmum af sorpi, ca. 69512 m3. Fjarlægðir voru 9
dúfnakofar og rifin 142 önnur mannvirki. Hreinsaðar voru 618 lóðir.
Ekið var á brott 568 bílförmum af rusli og 870 bílhræjum. 4 menn með 2
bíla vinna að holræsahreinsun. Alls bárust 1450 kvartanir um rottu- og