Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Síða 124
1971
_ 122 —
Á töflu I sést, að 19 mjólkurstöðvar eru starfandi í landinu, en
mjólkurmagn fer vaxandi og hefur vaxið um 4,67% frá 1970. Fyrir
utan þetta mjólkurmagn er að sjálfsögðu það, sem neytt er á heimilum.
Nokkur brögð eru að því, að mjólkur sé neytt beint úr fjósi, og er reynt
að sporna við slíku, þegar um er að ræða sölu til skóla eða annarra
slíkra stofnana. Þegar litið er yfir töfluna, vekur ennfremur athygli,
hve misjöfn gæðaflokkunin er í hinum ýmsu stöðvum. T. d. er í 1. flokki
allt frá 78,67% mjólkurmagns upp í 98,42%, en talan 99,75% verður
að teljast óraunhæf. 1 2. flokki er allt frá 1,15% upp í 20,75%. I 3. flokki
er frá 0,05% upp í 5,11%. 14. flokki er mest 0,5%, en sums staðar 0,0%,
og eru slíkar tölur grunsamlegar. Við flokkunina er notað svokallað
litpróf (reduktase), sem byggist á áætlun gerlafjölda í mjólkinni, en
ekki á beinni gerlatalningu. Smám saman er verið að leggja niður hina
gömlu mjólkurbrúsaflutninga, en taka upp í staðinn svokallaða raf-
kælingu í sérstökum geymum (tankvæðingu), og er það mikil framför,
einkum í sambandi við flutninga og ýmislegt fleira, en henni fylgja
líka hættur, þar sem búið er að blanda saman við tankmjólkina, áður
en að er gætt, lélegri mjólk, svo og volgri mjólk, spenvolgri saman við
kalda mjólk, en slíkt á ekki að eiga sér stað. Annar ókostur við tank-
væðingu er sá, að hið einfalda „reduktase" próf gildir þar ekki lengur,
vegna þess að gerlarnir lenda í losti við hina miklu skyndikælingu.
5) Haldið hefur verið áfram neysluvatnsrannsóknum víðsvegar um
landið, sbr. töflu II, og er víða pottur brotinn í því efni, en áfram-
haldandi rannsóknir verða grundvöllur undir endurbætur, sem eru
nú víða í gangi.
6) Sýnitaka vegna gerlarannsókna matvæla fer nú vaxandi úti um land
með bættum samgöngum og auknum áhuga. 1 því sambandi hefur
Tafla II.
Gerlarannsóknir. Gott Fjöldi sýna. Slæmt Ónothæft Samtals
Mjólkurvörur 34 22 3 59
Önnur matvæli 11 6 14 31
Neysluvatn 63 17 83 163
Baðvatn 8 2 11 21
Uppþvottavatn 5 6 11
Vatn eða sjór til fiskverkunar 3 3
Skólp (Rannsóknastofnun iðnaðarins) 7
Efnagr. matvæla (Rannsóknastofnun iðnaðarins) 1
Skordýr (Rannsóknastofnun landbúnaðarins) 5
Sýni alls
301