Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 125
— 123 —
1971
Reyk.javík sérstöðu, þar sem Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, sem
hefur þessi mál með höndum, er á staðnum, og kemur það að sjálf-
sögðu fram í skýrslum um sýnitöku í borginni.
7) Hin nýja matvælarannsóknaraðstaða, sem sett hefur verið upp í
Raunvísindastofnun Háskólans skapar nýja möguleika til þess ekki
aðeins að fylgjast með því, hvort matvæli eru menguð eða eitruð,
heldur einnig með næringargildi þeirra.
8) Frárennsli og sorpmál eru víðast hvar í ólestri hér á landi. Þó má
benda á samtök þorpa á Suðurlandsundirlendi, þar sem gert var
sameiginlegt átak í sorphirðingarmálum. Leiðbeiningar í þessum
hreinlætismálum, ásamt með verksmiðj ueftirliti og atvinnusjúk-
dómavörnum, verða tæplega sómasamlega af hendi leystar nema
með aðstoð tæknilega menntaðs heilbrigðisráðunauts (sanitary engi-
neer). Þess ber ennfremur að gæta í sambandi við sorpmál, að sorp-
brennsla er oft eina leiðin til að losna við sorp á þeim smáu stöðum,
sem ekki geta komið sorpi í jörð allan veturinn og tæplega að
sumrinu vegna tækjaskorts. En þar sem hægt er að hafa í gangi
allt árið stórvirk tæki til þjöppunar og götvunar á úrgangi, verður
ekki betri lausn á því máli fundin, þar sem nóg landrými er til.