Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 126
Viðbætir.
Lælmar áðsúrskurðir 1973.
1/1973.
Emil Ágústsson, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi, dags.
12. apríl 1973, skv. úrskurði, kveðnum upp í sjó- og verzlunardómi
Reykjavíkur s. d., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 57/1971:
V. H-dóttir f. h. eiginmanns síns E. H-sonar gegn Ó. S-syni, K. H-syni
og M. Á-syni in solidum og Samvinnutryggingum g. t. til réttargæslu
Málsatvik eru þessi:
I stefnu, útg. 1. mars 1971, er málsatvikum lýst á þessa leið:
„Hinn 13. mars 1970 var m. b. G. Þ-son RE .... á netaveiðum á
miðunum út af Grindavík. E. H-son háseti á bátnum var við vinnu á
framdekki. Vildi þá svo til, að jámhurð, sem er á dekkinu, skall á öxl
og höfuð E. með þeim afleiðingum, að við höggið kastaðist hann niður
á netahrúgu, sem var á dekkinu. E. vann á skipinu áfram þennan dag,
þ. e. 13. mars 1970, en kvartaði yfir höfuðverk og ógleði. Næstu daga
vann E. störf sín, en hinn 17. mars um hádegisbil skeði það, að E.
hneig skyndilega niður, og var fluttur þegar í stað á sjúkrahúsið í
Keflavík. Þar lá hann meðvitundarlítill í tvo daga, þ. e. til hádegis hinn
19. mars, en var þá fluttur á taugadeild Landspítalans í Reykjavík.
Eftir athugun lækna á Landspítalanum var E. síðan sendur að morgni
hins 21. mars 1970 á Ríkisspítalann í Osló, eftir að það var fullkomlega
ljóst, að blætt hafði inn á heila Einars."
1 málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð:
1. örorkumat Stefáns Guðnasonar, yfirlæknis Tryggingastofnunar
ríkisins, dags. 13. september 1971, svohljóðandi:
„E. H-son, f....1941, ....,......
Sjóvinnuslys 13. mars 1970.
Samkvæmt gögnum, framlögðum í Sjó- og verzlunardómi Reykjavík-
ur, varð slasaði fyrir höfuðhöggi af járnhurð. Hann vann þó til 17. 3., er
hann skyndilega hné niður og var fluttur á Sjúkrahús Keflavíkur, þar
sem hann lá til 19. 3., er hann var fluttur í Landspítala og þaðan í
Rikshospitalet í Osló.
1 bréfi .... læknis, Landspítala, dags. 3. 4. 1970, til yfirlæknis