Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Side 130
1971
— 128 —
hann sér ekki að fara á fætur. Eftir að ég hafði heimsótt hann í nokkur
skifti og gefið honum anti-depressiv lyf, komst hann á fætur og varð
vinnufær eftir hálfan mánuð, og sagðist hann þá vera orðinn alheill."
4. Vottorð Kjartans R. Guðmundssonar yfirlæknis, dags. 16. febrúar
1973, svohljóðandi:
„Ég veit ekki, hvort aneurysma hjá þessum sjúklingi er traumatiskur
eða meðfæddur, og ég hef aldrei fullyrt neitt um það.“
Auk þess liggur fyrir bréf frá Rikshospitalet, nevrokirurgusk av-
deling, Oslo, dags. 23. október 1970, til Bergs Bjarnasonar hrl. Bréf
þetta er efnislega samhljóða tilgreindu læknisvottorði frá Rikshospitalet.
Vottorðið og bréfið liggja fyrir í löggiltri þýðingu.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá lei'ö,
að beiðst er umsagnar um, hvort samband kunni að vera milli lömunar
E. H-sonar og höfuðhöggs þess, sem hann hlaut í róðri, nokkrum dögum
áður en hann veiktist.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Já.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 20. júlí
1973, staðfest af forseta og ritara 17. október s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit eru enn óorðin.
2/1973.
Magnús Thoroddsen, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi,
dags. 2. apríl 1973, skv. úrskurði, kveðnum upp á bæjarþingi Reykja-
víkur s. d., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr. 3138/1972: Á A-
dóttir gegn B. J-syni og Hagtryggingu h.f.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 10. júlí 1971, um kl. 18,00, varð stefnandi máls þessa, Á. A-
dóttir, ... ., Reykjavík, f... 1924, fyrir slysi, er bifreiðin R ....,
sem hún var farþegi í, lenti út af veginum á Norðurbraut í námunda
við Hvammstanga í Vestur-Húnavatnssýslu. Eigandi og ökumaður var
stefndi í máli þessu, B. J-son, eiginmaður stefnanda, til heimilis að .....
Reykjavík. Bifreiðin var ábyrgðartryggð hjá stefnda Hagtryggingu h.f.
1 málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð: