Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 131
— 129 —
1971
1. Vottorð háls- nef- og eyrnadeildar Borgarspítalans í Reykjavík,
dags. 26. október 1971, undirritað af .... lækni, svohljóðandi:
„Það vottast hér með, að Á. A-dóttir, ...., Reykjavík, f.. 1924,
leitaði til undirritaðs þ. 30. 8. '71.
Sjúklingur kveðst hafa lent í bílslysi fyrr í sumar og fengið heila-
hristing. Kveður heyrnina hafa versnað í sambandi við þetta slys og
finnur til smávegis svima öðru hverju. Við skoðun er ekkert athuga-
vert við eyru, nef eða háls, en heyrnarmæling sýnir skerta heyrn fyrir
háu tónana á báðum eyrum.
Mjög erfitt er að segja til um, hvort þessi heymarskerðing er af
völdum þessa bílslyss eða ekki, en ekki er það útilokað.“
2. Örorkumat ...., sérfræðings í húðsjúkdómum, Reykjavík, dags.
25. apríl 1972, svohljóðandi:
„Slasaða kveðst hafa verið farþegi í bifreið, er eiginmaður hennar
ók, og voru þau hjónin á leið til Akureyrar. I Húnavatnssýslu valt bíll-
inn út af veginum. Hún sat í framsæti og hafði um sig öryggisbelti.
Slasaði telur sig hafa misst meðvitund, að minnsta kosti man hún ekkert
eftir sér, frá því slysið varð, fyrr en hún sat úti í móa. Lögreglan á
Blönduósi flutti Á. til læknis á Hvammstanga, en hann mun ekki hafa
fundið neitt athugavert. Þau hjónin fóru síðan aftur til Reykjavíkur,
og tveim dögum eftir slysið fór Á. á Slysavarðstofu Borgarspítalans, og
svohljóðandi vottorð liggur fyrir frá ...., lækni á Slysadeild Borgar-
spítalans, dags. 27.9. 1971:
„Þann 12. 7. 1971, kl. 14.45, kom Á. A-dóttir, til heimilis ...., Reykja-
vík, hingað á Slysadeild Borgarspítalans til rannsóknar vegna meiðsla,
er hún varð fyrir í bílslysi tveim dögum áður. Kvaðst Á. hafa verið far-
þegi í bíl á leið til Akureyrar, sat í framsæti og hafði um sig öryggis-
belti. I Húnavatnssýslu valt bíllinn út af, og telur Á. orsökina vera, að
þau mættu bíl, sem ók of innarlega á veginum, svo bíllinn, sem hún
var í, var þvingaður út á lausan vegarkantinn. Á kvaðst muna allt, sem
fyrir bar, þar til slysið skeði, en man ekkert, hvað fyrir kom, fyrst eftir
að slysið varð, og telur, að um ca. 5 mínútur sé að ræða. Ekki man hún,
hvernig hún komst út úr bílnum, en heldur, að maðurinn sinn hafi
stutt sig út. Hún mundi það fyrst, að hún rankaði við sér úti í móum,
sitjandi.
Aðalkvartanir voru minnisleysi, og segir, að „það sé eins og veggur
fyrir sér.“ Sömuleiðis hefur hún svimatilfinningu og eins og allt snúist
fyrir henni, þegar hún setur upp gleraugun sín, sem hún venjulega
gengur með. Eins finnst henni, að hún sé alltaf að detta til hliðanna,
þegar hún gengur óstudd. Hefur verið óglatt allt frá slysinu. Hefur
átt erfitt með svefn þessar nætur, síðan hún slasaðist, en á að jafnaði gott
með svefn. Á. kvartaði líka um, að heyrn hefði versnað, heyrir hún
helzt ekkert, ef margir tala í einu eða of mikill hávaði er. Rekur hún
þetta til slyssins. Daginn áður kvaðst hún hafa fengið óþægilega „dillu“,
17