Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Síða 132
1971
130 —
þegar hún settist upp í bíl, en þá sá hún koma reyk upp úr fólkinu sem
þar sat.
SkoSun: Blþr. 120/80. P. 88/mín. Ekki meðtekin, en sljó og þreytu-
leg. Starir af og til fram fyrir sig fjarrænum, hálfluktum augum. All-
mikill titringur er á hægri handlegg. Að öðru leyti er ekkert óeðlilegt að
finna við neurolog. skoðun. Enga ytri áverka var að sjá á höfði, en
þrýstingseymsli voru á hnakka. Augnskoðun var eðlileg. Skoðun á hálsi,
brjóstholi og kviðarholi leiddi ekkert óeðlilegt í ljós. Eymsli voru á
hægri öxl, en ytri áverka var ekki að sjá, og hreyfingar voru óhindraðar.
Kraftar og tonus voru eðlilegir í báðum handlimum. Marblettur var
framantil á hægra hné, en ekkert annað athugavert að finna við gang-
limi.
Teknar voru röntgenmyndir af höfuðkúpu, en sjúklegar breytingar
greindust ekki í þeim.
Að rannsókn lokinni fékk Á. að fara heim til sín, en var ráðlagt að
hvíla sig. Hún kom til eftirlits þ. 14. 7. Var ástand þá svipað og þegar
hún kom fyrst. En einkum voru einkenni frá „taugurn", svo sem titr-
ingur og skjálfti. Nýir áverkar höfðu ekki komið fram. Voru Á. gefin
meðul til að hjálpa við taugunum. Á kom næst þ. 27. 7. Var hún ennþá
miður sín, og taldi eiginmaður hennar, að hún væri „í rusli hvað taug-
arnar snerti“ ennþá. Á. kom næst til eftirlits þ. 19. 8. Kvaðst hún hafa
óþægindi, sem erfitt væri að lýsa. Var taugaóstyrk, kom litlu í verk og
átti erfitt með að einbeita sér. Hún taldi, að heym hefði bilað við slysið
og væri ennþá verulega skert. Gerð var hjá henni neurolog. skoðun, sem
var alveg eðlileg. Var fenginn tími fyrir Á. hjá sérfræðingi í eyma-
sjúkdómum til rannsóknar á heyminni. Hef ég ekki aðgang að niður-
stöðu þeirrar rannsóknar. Við rannsókn þ. 7. 9. var Á. þung í höfði og
„taugarnar siappar“. Ekki laus við svima. Ekkert nýtt kom fram við
skoðun.
Síðast kom Á. til eftirlits þ. 21. 9. s. 1. Fannst henni ástandið að
flestu leyti betra. Þó voru áfram þyngsli í höfði, einkum staðsett í
enni, en ekki beinlínis höfuðverkur. Heymin var ekki eins og áður.
Kvaðst fá mikinn taugatitring annað slagið. Á oft erfitt með svefn, en
það hafði hún ekki fyrir slysið.
Á var alveg óvinnufær fyrstu 2 vikumar eftir slysið, og var þá við
rúmið. Síðan hefur hún sinnt heimilisstörfum. Aftur hefur hún ekki
treyst sér til að vinna úti, en fyrir slysið vann hún við saumaskap.“
Svohljóðandi vottorð liggur fyrir frá .... sérfræðingi í heyrnarfræði,
dags. 3. 12. 1971:
„Það vottast hér með, að ofanskráður sjúklingur hefur verið til rann-
sóknar hjá undirrituðum vegna heymardeyfu. Venjuleg ortorhino-
laryngologisk skoðun er eðlileg. Tónaudiometri sýnir miðlæga, sjnn-
metriska heymardeyfu á báðum eyrum fyrir tíðni 1024 og þar yfir.
Þessi miðlæga heyrnardeyfa getur stafað af höfuðáverka, sem sjúkling-