Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Qupperneq 134
1971
132 —
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Keykjavíkur, kveðnum upp 10; desember 1973,
voru stefndu, B. J-son og Hagtrygging h. f., dæmd in solidum til að greiða stefn-
anda kr. 330.000,00 með 7% ársvöxtum frá 10. júlí 1971 til 16. maí 1973 og 9% árs-
vöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 76.120,00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefndu.
3/1973.
Magnús Thoroddsen, borgardómari í Reykjavík, hefur með bréfi,
dags. 11. september 1973, skv. úrskurði, kveðnum upp í sjó- og verslun-
ardómi Reykjavíkur s. d., leitað umsagnar læknaráðs í málinu nr.
80/1972: S. K-son gegn Hafnarmálastofnun ríkisins.
Málsatvik eru þessi:
1 apríl 1970 var stefnandi máls þessa, S. K-son.....Reykjavík, að
vinna um borð í dýpkunarskipinu Gretti í Sundahöfn í Reykjavík. Þá
vildi það óhapp til, að G. P-son, Reykjavík, datt úr stiga og slóst
utan í stefnanda í fallinu. Engin rannsókn fór fram á slysinu.
Stefnandi kveðst ekki hafa farið til læknis fyrr en 21. júlí 1970, aðhann
leitaði til Jóhanns Guðmundssonar, héraðslæknis á Flateyri, vegna
djúpmars í teres og infraspinalvöðvum, tognunar og stífnunar. Læknir-
inn ráðlagði nudd, hita og tbl. carisoprodati.
1 málinu liggur fyrir læknisvottorð ...., sérfræðings í gigtlækn-
ingum, dags. 18. júní 1973, svohljóðandi:
„Hr. S. K-son, f....... 1920, var hjá mér til lækninga 4. 8.—
8. 9.1970 incl. vegna meiðsla, er hann hlaut í apríl 1970, en þá féll maður
ofan á hann, og skellti honum á hliðina. Síðan slæmur í h. öxl.
27. 7. 1970 rtg. mynd h. öxl: „Ekki sést nein fractura í h. axlarregio,
en nokkuð vottar fyrir smá kalkblettum við liðinn í mjúkum pörtum.
Liðbilið er eðlilegt og liðlínur sléttar. Skoðunin virðist benda á peri-
arthrosis humeroscapularis dext.“ [undirskr. röntgenlæknis]. Ekki er
hægt að segja með vissu, hvort nefndir kalkblettir í mjúkum pörtum h.
axlarsvæðis stafi af nefndum áverka.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðst er svars við eftirfarandi spurningu:
Telur læknaráð veikindi stefnda S. K-sonar tímabilið 23. júlí 1970 til
9. september s. á. vera sennilega afleiðingu þess óhapps, er G. P-son féll
úr stiga um borð í d/s Gretti í Sundahöfn vorið 1970 og slóst utan í
stefnanda í fallinu, svo sem fram kemur í yfirheyrslum í málinu?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Samkvæmt gögnum þeim, sem fyrir liggja, telur læknaráð, að veik-
indi stefnanda á tímabilinu 23. júlí 1970 til 9. september sama ár geti