Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 136
1971
— 134 —
fleiri við og fylltist téð bifreið brátt af handteknum mönnum. Lögreglu-
maður nr. 37 var við dyrnar aftan á bifreið þessari og gætti þess, að
þeir handteknu færu ekki út úr henni. Hann varð fyrir höggum og sparki
frá L. J-syni, sem vildi komast út úr bifreiðinni. Síðastnefndur Lög-
reglumaður hlaut það þungt spark í bakið frá nefndum L., að hann
ber eftir eymsli mikil.“
Ég er sá lögreglumaður, nr. 37, sem varð fyrir áverkum af hálfu
L. J-sonar.
í málinu liggja fyrir þessi læknisvottorð:
1. Örorkumat Stefáns Guðnasonar, yfirlæknis Tryggingastofnunar
ríkisins, dags. 15. október 1969, svohljóðandi:
„Áverkaslys við lögreglustörf 21. 12. 1968.
Slasaði, sem er lögreglumaður, var að gæta handtekinna manna í lög-
reglubifreið, er einn mannanna sparkaði í hann, svo að hann hlaut
meiðsl í baki.
Hann leitaði læknis, ... . í Hafnarfirði 28. 12. 1968, sem segir um
meiðslin í vottorði dags 13. 1. ’69:
„Fékk spark í spjaldhrygginn 21. 12. 1968 og þarf að fá læknismeð-
ferð um tíma og verður því frá vinnu í ca. 2 vikur.“
Og í öðru vottorði, dags. 30. 9. 1969, segir sami læknir um þetta:
„Það vottast hér með, að S. I-son, . ..., Garðahreppi, kom til mín 28.
des. 1968 vegna meiðslis, er hann hafði hlotið nokkrum dögum áður.
Við skoðun fannst djúpt mar h. megin á spjaldhrygg og allmikil
eymsli og stirðleiki við gang og hreyfingar."
I umsögn um röntgenmyndir, teknar í Landspítala 19. 3. 1969, segir
svo:
„Reg. col. lumbo-sacralis, pelvis.
Pelvis: Negativar myndir af pelvis.
„Col lumbo-sacralis:
I lumbal-hrygg eru talsverðar osteoarthrotiskar breytingar og meiri
ofantil en neðantil og allstórir osteophytar á liðbrúnum aðallega að
framan. Liðbilið L I — L II er þrengt og liðfletir þess liðbils ójafnir,
þar er vafalítið um afleiðingar af osteochondritis columnae að ræða“.
Fyrir liggur vottorð .... [nudd] læknis, Reykjavík, dags. 1. 10. 1969,
svohljóðandi:
„S. I-son, lögreglumaður, ...., slasaðist þ. 21 12. 1968, sparkað var
í bak slasaða, og kom höggið rétt ofan við spjaldhrygg h. megin við
lumbal-hryggsúlu. Sárir verkir komu á staðinn, og mátti slasaði sig vart
beygja framyfir vegna sársauka og verkja.
Slasaði kom til mín þ. 14. 1. 1969 vegna afleiðinga þess áverka, voru
þá eymsli við þuklun á áður nefndu svæði, mar sást undir húð á ca. lófa-
stóru svæði, og sársauki var við allar hreyfingar neðst í mjóhrygg. Rtg.-
mynd+ (eftir minni).