Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 139
— 137
1971
engin atrophi. Lasegue er negativur. Á mjóbaki neðanverðu h. megin
eru mikil eymsli. Það er ekki mikill verkur, ef hann beygir sig til hlið-
anna, og virðist sú hreyfing vera eðlil., en hann getur ekki beygt sig
fullkomlega niður, þannig að hendur nái gólfi, og vantar á ca. 20—30
cm, og kemur þá verkur í bakið. Allir reflexar eru líflegir, jafnir,
einkum eru hælreflexar jafnir og ilreflexar eðlil. Húðskyn er allsstaðar
eðlil. einkum á fótum. Sj. segist ekki vera óstyrkur á taugum hvorki
nú né fyrr.
Álit: Sj. hefur fengið mikið högg á sacrum h. megin, og evt. hefur
hann fibrotiskar breytingar í bandvef af þeim orsökum og evt. peri-
ostiska reaktion, en ekkert finnst, sem bendir á neurologiska skemmd.
Það er dál. erfitt að segja um prognosuna, en ekki finnst mér ólíklegt, að
þetta lagist. Sennilega er sj. viðkvæmur fyrir áverka vegna þess að
hann hefur talsverða spondylarthrosis í lumbalhrygg og sacralliðum."
Einnig liggur fyrir vottorð .... [fyrrnefnds nuddjlæknis, Reykja-
vík, dags. 22. 7. 1970, svohljóðandi:
[Samhljóða vottorði, dags. 1. 10. 1969, bls. 134—5 hér að framan.]
Slasaði kom til Páls Sigurðssonar tryggingayfirlæknis, sérfræðings
í ortopedi, til skoðunar, og liggur fyrir umsögn hans, dags. 6. 7. 1970,
svohljóðandi:
„Kom til viðtals. Heilsufarsástand hefur verið svipað og áður. Hefur
ekki þolað neina áreynsluvinnu eða átök vegna óþæginda í baki. Hefur
unnið lögreglustörf, en verið hlíft við áreynslu að mestu. Var í maí í
skoðun hjá Kjartani R. Guðmundssyni, yfirlækni, sem ekki fann nein
neurologisk einkenni, en taldi, að um væri að ræða fibrotiskar breyt-
ingar í bandvef og e. t. v. periostiska reaktion.
Maðurinn lýsir nú óþægindum sínum þannig, að hann sé aldrei óþæg-
indalaus, en fái við allt bogur og áreynslu verki, einkum hægra megin
í baki og niður í hægri fót. Hann kveðst hafa verið að vinna í garðvinnu
lítilsháttar í sumarfríi og var þá rúmliggjandi á eftir í viku.
Skoðun: Almennt ástand eðlilegt. Feitlaginn. Það er greinilegur
stirðleiki í mjóbaki, vantar um 30 cm til að ná gólfi við beygju fram á
við. Hliðarhreyfingar betri. Lasegue er greinilega positivur hægra
megin við 70°. Að öðru leyti eru hreyfingar, sensibilitet, reflexar og
kraftur í ganglimum eðlilegur. Rétt þykir að gera nýja röntgenskoðun.“
Umsögn um rtg.-skoðun í Landspítala, dags. 15. 7. ’70, er svohljóð-
andi:
„Pelvis, sacro-iliaca liðir og col. lumbo-sacralis: Alveg eðlilegar mynd-
ir af pelvis og sacro-iliaca [liðir] eru vel opnir beggja megin. — 5 lend-
arliðir með greinilegri þrengingu milli L I og L II og dál. öldóttri liðlínu
þar á milli. Auk þess sjást osteoarthrotiskar breytingar á öllum lendar-
liðum. önnur liðbil eru eðlileg að sjá. Þessi þrenging á liðbilinu milli L I
og L II gæti vel verið á osteochondritiskum basis.
NB: þrengingunni í liðbilinu LI — L II er áður lýst við skoðun 1969.“
18