Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Qupperneq 141
— 139 —
1971
lumbal segment. Hreyfingar í col. lumb. eru allgóðar, sjúklingur fix-
erar ekki í col. lumb. við hreyfingar.
Við lateral flexion til vinstri fær sjúklingur verk í hægri síðu. Við
skoðun á ganglimum finnast engin neurologisk brottfallseinkenni.
Lasegue próf neg. bilat.
Röntgenmyndir, teknar 25. 5. 1972, sýna talsverðar osteoarthrotiskar
breytingar í hrygg einkum osteophytmyndanir á liðbrúnum L II—L III
og L IV. Discdegenerationir hins vegar óverulegar.
Við samanburð við röntgenmyndir, teknar 15. 7. 1970, sést, að rönt-
genologiskt ástand er mjög svipað, engar verulegar breytingar hafa
orðið á þessu tímabili.
Álit: Sjúklingur verður fyrir áverka á hrygg eða bak árið 1968.
Röntgenmyndir af col. lumbsacr., teknar iy2 ári síðar, sýna töluverðar
osteoarthrotiskar breytingar, eins og áður er lýst. Mjög er ólíklegt, að
áverki sá, er sjúklingur varð fyrir, eigi nokkurn þátt í þeim arthrotisku
breytingum, er sjást í hrygg sjúklings. Hins vegar er sennilegt, að
áverkinn hafi getað valdið því, að arthrotisk einkenni komu fram í
arthrotiskum hrygg, sem áður hafði verið einkennalaus eða einkenna-
lítill. Áverkinn, er sjúklingur varð fyrir, kann að hafa valdið sköddun
á mjúkum vef hægra megin við hrygg. Þetta kann síðan að hafa veikt
hrygginn og gert hann varnarminni gegn hnjaski. Við skoðun á
sjúklingi finnst hins vegar lítið athugavert, eins og raunar oft hjá
sjúklingum með bakóþægindi, og hefur maður því fyrst og fremst orð
sjúklings fyrir því, hversu mikil óþægindi hans eru“.
Ályktun:
Um er að ræða 45 ára gamlan lögreglumann, sem hlaut bakáverka við
lögreglustörf fyrir 3y2 ári. Hann er talinn hafa hlotið mar á mjó-
hryggj arsvæðinu.
Slasaði hefur fengið æfingameðferð og nuddlækningar hjá nudd-
lækni öðru hverju undanfarin ár án verulegs árangurs.
Starfsgeta hefur verið stopul allt frá slysdegi, í misjafnlega miklum
mæli, stundum hefur hann verið óvinnufær að sögn í nokkrar vikur,
starfsgetan verið verulega skert svo vikum og mánuðum skiptir, eftir
það nokkuð skert mánuðum saman, og loks verður að telja vinnugetu
varanlega skerta.
Síðan síðasta örorkumat var gert, hefur að áliti slasaða ekki verið
um neina framför að ræða á líðan og heilsufari, sem þó var vonazt eftir.
Sjúklegar breytingar í hrygg, sem voru til staðar fyrir slysið, virðast
hafa komið fyrr og meira í ljós en ella hefði e. t. v. orðið, og sennilegt
er talið, að rekja megi hin þrálátu bakeinkenni til afleiðinga slyssins.
Þær varanlegu afleiðingar þessa slyss, sem hér um ræðir, eru mjög þrá-
látir bakverkir, stirðleiki, getuleysi til átaka, lyftinga og burðar.
Tæpast er að vænta frekari bata en þegar er fenginn, og þykir því