Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Blaðsíða 142
1971
— 140 —
tímabært að meta nú þá tímabundnu og varanlegu örorku, sem slasaði
telst hafa hlotið af völdum þessa slyss, en hún þykir hæfilega metin sem
nú greinir, og er þá tímabundna örorkan óbreytt frá fyrra mati, en sú
varanlega nokkru meiri en áður var talið:
Frá 21. desember 1968 til 13. janúar 1969 50%
Frá 14. janúar 1969 í 2 vikur 100%
Eftir það til 24. júní 1969 50%
Eftir það í 1 mánuð 100%
Eftir það í 5 mánuði 50%
Eftir það í 6 mánuði 25%
Eftir það varanlega 15%.“
4. Vottorð sama læknis, dags. 20. marz 1973, svohljóðandi:
„Eg vísa til örorkumats míns, dags. 21. 6. 1972.
Slasaði kom til mín þann 19. 3. 1973. Hann kveður ástand sitt vegna
afleiðinga slyssins í desember 1968 ekki betra en það var, er matið
var gert í júní 1972.
Hann var, að sögn, í orkulækningum hjá .... [fyrmefndum nudd]-
lækni eftir það til nóvemberloka það ár, og á ný frá 5. 2. til 1. 3. 1973.
Hann kvartar um þrálát óþægindi í báðum fótlimum.
Ekki telst ástæði til breytinga á örorkumatinu frá 21. 6. 1972.“
5......, [fyrrnefndur] starfandi læknir í Hafnarfirði, segir í vott-
orði, dags. 20. júní 1969, að stefnandi sé „óvinnufær vegna þrauta í
baki og ganglimum."
6. Sami læknir segir í vottorði, dags. 24. júní 1969, að stefnandi hafi
„ekki verið fullfær við alla vinnu síðan (þ. e. í desember 1968) og
horfur á, að svo verði enn um sinn.“
7...... [fyrr nefndur], sérfræðingur í nuddlækningum, segir í
vottorði, dags. 8. febrúar 1969, að stefnandi hafi orðið að hlífa sér
við allri erfiðisvinnu, síðan slysið varð.
8. Sami læknir segir svo í vottorði, dags. 2. júlí 1970:
„S. I-son,....hefur verið hjá mér vegna afleiðinga eftir meiðsli í
mjóbaki 1969 frá 5. 11. — 28. 12. og aftur 1970 frá 3. 3.—15. 5. Var
hann að mestu einkennafrí, þegar hann hætti. Fékk aftur svipuð ein-
kenni í bak og hann hafði áður, er hann fór að reyna á sig.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðst er svars við eftirfarandi spurningum:
1. Fellst læknaráð á, að réttmætt sé að hækka hundraðstölu varan-
legrar örorku með hliðsjón af gögnum málsins úr 10% skv. örorkumati
tryggingayfirlæknis þ. 14. 8. 1970, í 15% skv. örorkumati hins sama
þ. 21. 6. 1972?