Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1971, Page 143
— 141
1971
2. Ef svo er, telur læknaráð, að stefnandi eigi rétt á meiri hækkun
hundraðstölu varanlegrar örorku en nemur 15%, sbr. örorkumatið frá
21. 6. 1972, með hliðsjón af ástandi hans, eins og því er lýst í vottorði
tryggingayfirlæknis þ. 20. 3. 1973?
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktur læknaráðs:
Ad 1) Já.
Ad 2) Nei.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 27. desember
1973, staðfest af forseta og ritara 31. desember s. á. sem álitsgerð og
úrskurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæ.jarþings Reykjavíkur, kveðnum upp 7. júní 1974, var
stefndi, borgarstjórinn í Reykjavík f. h. borgarsjóðs Reykjavíkur, sýlcnaður af kröf-
um stefnanda og málskostnaður látinn falla niður.
Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, var dæmdur til að greiða stefnanda,
S. I-syni, kr. 975.000,00 með 7% ársvöxtum frá 21. desember 1968 til 16. maí 1973
og 9% ársvöxtum frá þeim degi til greiðsludags og kr. 190.000,00 í málskostnað.
Fébótaábyrgð var lögð óskipt á stefnda, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs.