Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 44

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 44
GREINING FÓSTURGALLA Á MEÐGÖNGUTÍMA Legástungur (amniocentesis) til að greina sjúkdóma og vanskapnað hjá fóstri þegar í meðgöngu hafa verið gerðar hér á landi síðan á árinu 1972. Við ástunguna fæst legvatn sem hægt er að rannsaka með tilliti til vissra fósturgalla. Þeir gallar, sem hér um ræðir, eru fyrst og fremst litninga- gallar, klofningsgallar í hrygg og miðtaugakerfi (anencephalus, spina bifida) og vissir sjaldgæfir efnaskiptagallar (enzyme defects). Fyrst í stað voru öll sýni send erlendis til rannsókna en síðan 1978 hafa lltninga- rannsóknir farið fram hér á landi á vegum Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Frá árinu 1977 hafa rannsóknir vegna klofningsgalla, mælingar á alfa fósturpróteini (AFP), verið gerðar á rannsóknastofu Landspítalans. ástungan sjálf er gerð í 16. viku meðgöngu og fer fram á Kvennadeild Land- spítalans. Staðsetning fylgju og fósturs er fyrst ákveðin með sónarskoðun og síðan er nál stungið gegnum kviðvegg og inn í legið. Dregnir eru út nokkrir ml af legvatni, sem inniheldur bæði efnasambönd og lifandi frumur, sem nota má til rannsóknanna. ástungan er lítil aðgerð en þó ekki alveg hættulaus því að í u.þ.b. 0,5 til 1% tllfella getur orðið fósturlát af völdum hennar. Af þessum sökum er rétt að takmarka ástungur og legvatnsrannsóknir við konur sem eiga sér- staklega á hættu að fæða börn með þá galla, sem rannsóknirnar geta greint. ábendingar (indications), sem notaðar eru hér á landi, eru mjög svipaðar þeim sem tíðkast í öðrum löndum. Stærsti áhættuhópurinn eru konur 35 ára og eldri, en það er vegna mongólisma (þrístæðu 21) sem fer vaxandi með aldri móður, einkum um og eftir 40 ára aldurinn. Eftirfarandi ábendingar eru nú notaðar á Kvennadeild Landspítalans: 1. Þungaðar konur 35 ára og eldri. 2. Þunguð kona, maki hennar eða fyrra barn með staðfestan litningagalla. 3. Þunguð kona, maki hennar eða fyrra barn með klofningsgalla af tegund- inni spina bifida eða anencephalus. 4. Þunguð kona eða maki hennar arfberi vissra efnaskiptagalla (enzyme defects) . 5. Þunguð kona arfberi kyntengds (X-linked) erfðasjúkdóms. Nauðsynlegt er að veita verðandi foreldrum upplýsingar um eðli meðfæddra galla, áhættur og réttmæti sérstakra rannsókna til að greina þá. Slík ráðgjöf fer nú fram í göngudeild Kvennadeildar Landspítalans. Þegar þetta er ritað hafa verið gerðar yfir 1000 legástungur hér á landi til að greina fósturgalla, en uppgjör um árangur úr fyrstu 500 ástungunum hefur þegar verið birt (Læknablaðið, fylgirit 13, bls. 82, maí 1982). 1 þeim hópi reyndist fósturlátshætta vegna ástungunnar vera um 1%, en gölluð fóstur var hægt að greina með legvatnsrannsóknum í 2,2% tilvika. 1 þeim tilvikum öllum var gerð fóstureyðing. Aðrir gallar, sem ekki hefði verið hægt að greina með legvatnsrannsókn, fundust hjá börnum eftir fæðingu x 1,8% tilvika. 42 HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.