Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 74
ingsprófi og samanburði á magni mótefna £ fyrra og seinna sýni. Að senda
eitt sýni í þessar rannsóknir er tilgangslaust. Niðurstöður þessarra
rannsókna urðu eftirfarandi:
Fyrstu 3 mánuði ársins var óvenjulítið um veirusýkingar í öndunarvegum.
í apríl greindist inflúensa af B-stofni í sýnum frá sjúklingum af Landa-
kotsspítala í Reykjavík og síðar af Borgarspítala. í maí bárust fleiri
jákvæði sýni úr Reykjavík og B-stofn inflúensu greindist á Akureyri, á
Blönduósi og í Hveragerði. 1 júní komu enn jákvæð sýni frá sömu stöðum.
1 júní komu jákvæð sýni fyrir A-stofni inflúensu austan af Fáskrúðsfirði.
Voru það einu sýnin, sem reyndust jákvæð fyrir A-stofni á árinu. Para-
inflúensu af ætt 3 varð vart á Akureyri í júní og júlí. í október greind-
ist RS (Respiratory Syncitical veira) úr sýnum frá Húsavík. 1 sama mánuði
komu einnig frá Húsavík sýni úr sjúklingi með jákvæð komplementbindipróf
fyrir psittacosis.
Talsvert bar á mycoplasma pneumoniae-sýkingum allt árið, þó sérstaklega
seinni hluta ársins. Bárust jákvæð sýni úr mörgum héruðum og öllum lands-
hlutum. Virtist mycoplasma pneumoniae algengasti öndunarfærasýkillinn
sem olli lungnabólgu á árinu.
Augns ýkingar
Augnlæknar leita aðstoðar veirurannsóknadeildar í vaxandi mæli við sjúk-
dómsgreiningar sínar. Adenoveira var orsök augnsýkinga, sem urðu að
faraldri í Reykjavík á árinu. Herpesveirur ræktuðust úr allmörgum augn-
strokum, sem send voru á árinu. Þær greinast úr fólki án þess að faraldrai
séu á gangi.
Veirusýkingar í þörmum
Lítið fannst í þeim saursýnum, sem send voru í veiruræktanir á árinu.
Einn sjúklingur á Akranesi hafði Coxsackie B4~sýkingu í janúar. Þeirrar
sýkingar hafði orðið vart á Akranesi í árslok 1979. Síðsumars bárust
nokkur saursýni sem voru jákvæð, en ekki tókst að sanna hvaða veira var
þarna á ferðinni. Helst leit út fyrir að þetta væru adenoveirur. Engar
mænusóttarveirur ræktuðust á árinu.
Hettusótt og herpesveirur
Hettusótt greindist fyrri hluta ársins. Herpesveirur eru alltaf virkar,
bæði herpes simplex og herpes zoster og greindust báðar á árinu.
72
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980