Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Page 80
HEILSUVERND
Heilsuvernd í Reykjavík
Eftirlit með börnum
Á stöðvarnar við Barónsstíg, í Langhotsskóla, Asparfell og Árbæ komu alls
6296 börn úr Reykjavík og af Seltjarnarnesi. Skoðanir voru 13814. Börn-
in voru bólusett gegn barnaveiki, kikhósta, ginklofa, mænusótt og misling-
um. ónæmisaðgerðir voru 12930. Hjúkrunarfræðingar fóru í 7519 vitjanir
til ungbarna.
Mæðraeftirlit
Til skoðunar komu 1214 konur. Tala skoðana var 9280. Konum úr Reykjavík
á aldrinum 16 - 40 ára var gefinn kostur á mælingu á mótefni gegn rauðum
hundum og síðan á bólusetningu, ef mótefni fundust ekki. Aðsókn var treg.
8640 konum voru send bréf, en aðeins 2780 blóðsýni voru tekin. Bólusettar
voru 226 konur .
Foreldrafræðsla
Haldin voru 7 námskeið í foreldrafræðslu og tóku að meðaltali 45 konur þátt
í hverju námskeiði.
Kynlífsfræðsla
Fræðsla þessi var með svipuðu sniði og síðastliðið ár.
1. Kynlífsfræðsla almenns eðlis. Veittar ráðleggingar varðandi getnaðar-
varnir, læknisskoðun og sala á getnaðarverjum. Heimsóknir voru 1052
eða 22 færri en á árinu áður. Einstaklingar 16 ára og yngri mættu 124
sinnum.
2. Ráðleggingar við kynlífsvandamálum. Til deildarinnar komu 49 einstakl-
ingar, sem skiptast í 14 pör, 10 konur og 11 karla. Algengustu vanda-
málin voru of fljótt sáðlát (15) og erfiðleikar við útrás konunnar (16)
Áfengisvarnir
Starfsemi deildarinnar var í Lágmúla 9, en þar er rekin sameiginleg fræðslu
og leiðbeiningarstöðu SÁÁ og áfengisvarnardeildar. Deildarstjóri átti sæti
78
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980