Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Síða 92
GEISLAVARNIR RÍKISINS
Einn þáttur starfsemi Geislavarna ríkisins er eftirlit með geislaskömmtum
starfsfólks, sem vinnur við geislatæki, er gefa frá sér jónandi geisla,
svo sem röntgengeisla og geislavirk efni. Eftirlitinu er þannig háttað,
að hver starfsmaður ber mælifilmu frá Geislavörnum. Skipt er um filmu mán-
aðarlega og hún framkölluð. Sverta filmunnar segir til um hversu mikil
geislun hefur fallið á hana. Samkvæmt reglum Alþjóða-geislavarnaráðsins
(ICRP) eru efri mörk þeirrar geislunar, sem starfsfólk má verða fyrir við
störf sín, 4,0 mSv. mánaðarlega, og skal þess gætt á hverjum vinnustað, að
geislun starfsfólks sé eins lítil og framast er unnt með tilliti til aðstæðna.
Sem dæmi má nefna, að gert er ráð fyrir að meðalgeislaskammtur á sjúkrahús-
um sé undir 0,1 mSv. hvern mánuð. Þó má gera ráð fyrir, að þeir sem vinna
við skyggningu fái oft geislaskammt, er nemur 0,5 -1,0 mSv. mánaðarlega.
Hærri geislaskammtar eiga að öllu jöfnu aðeins að koma fyrir í sérstökum
tilfellum.
Á meðfylgjandi töflu sést dreifing geislaskammta á stóru sjúkrahúsunum í
Reykjavík á árinu.
Tafla 1
Landspítal i
Borgarspítali Landakot
Minna en 0,1 mSv 321 268
0,1 - 1,5 mSv 138 82
O’5 - 1jo - 34 9
1!o - 2!o - 16 3
2.0 - 4.0 - 3
Athygli vekur hversu oft geislaskammtar yfir 1,0 mSv. mældust hjá starfs-
fólki á Landspítala miðað við hin sjúkrahúsin.
90
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980