Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1980, Blaðsíða 128
Skráð lekandatilfelli á 100,000 íbúa.
Tafla II. Skrád kynsjúkdóma- og pvagrásarbólgutil-
felli á Heilsuverndarstöd Reykjavíkur 1980 eftir
starfsstöduflokkum frá Hagstofu íslands.
Flokkar Lekandi (gonorrhoea) fj. % þvagrás- arbólga (urethritis non. gon.) fj. %
17. Allir námsmenn 73 32,6 74 37,6
13. Annað verkafólk 42 18,8 39 19,8
19. Óupplýst 33 14,7 17 8,6
07. Verslunar- og skrifstofufólk 23 10,3 10 5,1
02. Togara- bátasjómenn 14 6,3 18 9,1
09. Iðnlært fólk 12 5,4 16 8,1
06. Starfsmenn op. og hálfopinberra aðila ... 10 4,5 14 7,1
10. Verksmiðju- og verk- stæðisfólk, óiðnlært .. 6 2,7 3 1,5
11. Bílstjórar 4 1,8 3 1,5
15. Heimilisstörf 4 1.8 — —
05. Eig. og stjórnendur fyrirtækja 1 0,4 1 0,5
14. Þjónustustörf 1 0,4 — —
16. Atvinnustörf ótalin annars staðar 1 0,4
04. Flugáhafnir - - 2 1,0
224 100,1 197 99,9
Mikil aukning er á skráðum tilfellum, en
ekki er með öllu víst, að aukningin sé jafnmikil
og tölur gefa til kynna. Ýmislegt bendir til
pess, að skráningin hafi batnað m.a. vegna þess
að mun fleiri koma nú til Heilsuverndarstöðva-
rinnar í Reykjavík en áður. Líklegt er, að
áður fyrr hafi tiltölulega fleiri farið til heimilis-
lækna og er mögulegt, að þá hafi ekki öll
tilfelli verið skráð. Samfara bættri rannsóknar-
stofuaðstöðu eru fleiri sýni send til ræktunar.
Pessi mál hafa verið rædd mun frjálslegar
en áður og athygli hefur verið vakin á
sjúkdómnum. Þetta hefur e.t.v. verið hvati á
fólk til þess að leita sér lækninga.
Fleiri tilfelli eru greind en fyrr m.a. vegna
bættra ræktunarmöguleika (2).
Líklegt er, að fólk lifi frjálsara kynlífi en
áður, og að þetta stuðli að útbreiðslu sjúk-
dómsins.
Tafla III. Kynsjúkdómar.
Reykjavík Landið Samtals
Tilfelli á Tilfelli á Tilfelli á
105íbúa 105íbúa 105íbúa
1973 193 229 77 60 270 126
1977 373 445 158 114 531 239
126
HEILBRIGÐISSKÝRSLUR 1980