Nýtt land-frjáls þjóð - 21.05.1971, Side 3
NYTT LAND
3
t
NÝTT LAND
FRJÁLS ÞJÓÐ
Útgefandi: Huginn hf., Reykjavík
Ritstjóri: Guðmundur Sæmundsson (ábm.)
Ritnefnd: Einar Hannesson, Ingólfur Þor-
kelsson, SigurSur Elíasson, Sig-
urðui Guðmundsson, Sigurveig
Sigurðardóttir, Þorvaldur G.
Jónsson.
Ritstjórn, afgr., anglýsingar: ingólfsstræti 8. símar 19215 og
19985.
Askriftargjald kr. 600 árlega. — í lausasölu kr. 15 eint.
Prentsmiðjan Edda hf.
Peningalýðræði
Hvað veldur því, að um 40% þjóðarinnar skuli fylgja Sjáif-
stæðisflokknum að málum? Til þess liggja vafalaust margar
ástæður aðrar en málefnin ein. Ein er sú, að meginþorrf ís-
lendinga virðast fæðast inn í ákveðinn stjórnmálaflokk og
fylgja honum frá vöggu til grafar. Menn, sem slíkt gera,
mega segjast vera skoðunarlausir með öllu. Er þetta án efa
afar slæmt fyrir stjórnmálalífið í landinu og lýðræðið al-
mennt, því að fiokkum er þá í raun og veru hvorki umbunað
fyrir gott starf né refsað fyrir skyssur. Þetta hefur leitt til
þess, að flokkakerfið hefur staðnað, sömu menn fara með
völd kosningar eftir kosningar, litlu máli skiptir, hvernig
unnið er, og aimenningur er orðinn leiður á stjórnmálum
og stjórnmálamönnum.
En samfara þessum doða og stöðnun í íslenzku stjórnmála-
lífi hefur risið upp nýtt afl, sem leggur alla áherzlu á að
viðhalda óbreyttu valdajafnvægi í þjóðfélaginu: Hér er átt
við fjármagnið. Sjálfstæðisflokkurinn er í sérflokki. Hann
nýtur að sjálfsögðu, þótt ótrúlegt megi virðast, fylgis úr öll-
4
um stéttum þjóðfélagsins, en ráðamenn hans eru fyrst og
fremst kaupmenn og stóratvinnurekendur í Reykjavík. Hjá
þeim liggur fjármagnið. Má ætla, að Sjálfstæðisflokkurinn
safni tugum milljóna f kosningasjóði með ýmsum ráðum.
Sumir láta fé af hendi rakna af fúsum vilja, aðrir gera það
hálfnauðugir eða beinlínis kúgaðir til þess. Eru til örugg
dæmi, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur óbeint kúgað fé út
úr mönnum í skjóli þess, að þeir hafa átt undir Reykjavík-
urborg að sækja með ýmsa fyrirgreiðslu. Jafnframt tekst
þessuln gefendum að bókfæra þetta fé á þann hátt, að þið
verði frádráttarbært frá skatti. Má því segja, að hér sé beitt
skattsvikum í þágu Sjálfstæðisflokksins eða fé stolið úr
landssjóði.
Morgunblaðið er, eins og kunnugt er, útbreiddasta og vold-
ugasta blað landsins, kemur inn á flest heimili, og er um leið
málgagn Sjálfstæðisflokksins. Fer ekki á miiii mála, að
áhrifamáttur þess er gífurlegur. Þegar svona er málum kom-
ið, er skiljanlegt, hvernig Sjálfstæðisflokknum tekst að halda
40% atkvæðamagns þjóðarinnar kosningar eftir kosningar.
í raun og veru er tæpast lengur um frjálsa skoðanamyndun
að ræða, og lýðræðið er að verða nánast nafnið tómt. Þetta
kemur ekki sízt í ljós, þegar Samtök frjálslyndra og vinstri
manna eru tekin til samanburðar. Þar er allt starf unnið
af sjálfboðaliðum, og fé er nánast ekkert. Og hvernig geta
þá Samtökin keppt við Sjálfstæðisflokkinn að koma skoð-
unum sínum á framfæri? Því miður er þannig komið hjá
okkur íslendingum, að málefnin ráða alltof litlu um kosn-
ingaúrslit, en f jármagnið allt of miklu. Þetta felst í orðinu
peningalýðræði.
Það hlýtur að teljast eðlilegt, að allir stjórnmálaflokkar
standi jafnt að vígi f járhagslega við lýðræðislegar kosning-
ar og málefnin látin skera úr um gengi flokka. Þess vegna
er það skýlaus krafa SFV, að sett verði lög um starfsemi
stjórnmálaflokka, þannig að lýðræðið fái að þróast með
eðlilegum hætti, en vcrði ekki til sölu á markaðstorgnm.
iiiiiiiiiiiimiiiimiiiii ii iiiuiimiimiiiiiiiiiiimiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 111111111111111111 tmn iii iimiiiimiiiiimimrmitmiiiiifiiiiiiiimtmiiiimiiiiiiii iii iiimiiiiiciliiiiiiiiiiiii
KRD55GÚTUM
í síðustu viku var haldin
mikil ráðstefna í Reykja-
vík. Það var ráðherrafund-
ur EFTA samtakanna. ís-
lenzka ríkisstjórnin bauð
til þessarar ráðstefnu og
er ekki gott að segja hvað
hefur komið henni til þess,
því að þessir fundir hafa
alltaf verið haldnir í aðal-
stöðvum samtakanna, í
Genf.
Kannski hefur þetta ver-
ið eina ráðið til þess að fá
meðlimaríkin til að taka
eftir þessum nýliða í sam-
tökunum; kannski er Gylfi
orðinn leiður á þessum sí-
felldu flugferðum; kannski
er hann að vekja athygli
þjóðar sinnar á því, að ráð-
herrar hinna landanna,
sumra a.m.k., ferðist í
einkaþotum og mál sé til
komið að íslendingar taki
upp siðaðra manna háttu í
þeim efnum.
En án gamans. Þetta til-
tæki hafði að sjálfsögðu
enga p .aktiska þýðingu fyr
ir íslendinga aðra en þá að
eyða fé. Helztu tíðindin,
sem fréttust af þessari ráð
stefnu voru þau, að innan
skamms minnkaði 100 milj
óna markaöurinn,sem marg
ir höfðu bundnar miklar
vonir við, ofan í 40 milljón
ir.
Nýtt þorskastríð!
Brezki markaðsmálaráð-
herrann flutti þessi tíðindi
til Reykjavíkur og Morgun
blaðsmenn áttu auðvitað
viðtal við þennan flokks-
bróður sinn, íhaldsráðherr
ann Ribbon, sem lét vel af
þessum málalokum fyrir
Breta.
Nú mun þrengjast fyrir
Bretum um fiskveiðar við
strendur sínar, þegar meg-
inlands togskipin fara að
skafa fiskimið þeirra og
lengi munu þau ekki una
þar, eftir að þeim hefur
verið eytt.
Morgunbl.merm spurðu
flokksbróður sinn, hvernig
Bretar myndu taka útvíkk-
un landhelginnar og kvað
ráðherrann miklar líkur á
nýju þorskastríði, þ. e. að
Bretar sendi flotann til að
vernda brezka togara fyrir
íslenzkum varðskipum, að
góðum og gömlum sið.
Er nú komið í ljós, hvað
íslenzki forsætisráðherr-
ann á við, þegar hann tal-
ar um „vináttu og skiln-
ing“ í Bretlandi og Vestur-
Þýzkalandi á málstað okk-
ar í landhelgismálinu. Hon
um ætti að vera um þetta
kunnugt, enda hefur hann
látið drýgindalega yfir því
í sjónvarpinu, að við ætt-
um „vinum‘"að fagna hjá
brezkum ráðamönnum,
enda eru þeir flokksbræður
hans og skoðana.
En eigum við ekki að
reyna að gera hlut Jó-
hans örlítið betri en þetta.
Kannski er ástæðan fyrir
því, að hann vill fresta á-
kvörðun í landhelgismál-
inu um óákveðinn tíma, sú,
að hann vilji bíða eftir því,
að flokksbræður hans fari
frá völdum í Bretlandi og
jafnaðarmenn taki við!
Þessi mál leysast áreið-
anlega ekki á friðsamlegan
og viðunandi hátt fyrr en
íhaldsmenn, bæði í Bret-
landi og á íslandi eru farn-
ir frá völdum.
„Hvar á ég að sofa . . . .?“
Allir kannast við hús-
ganginn um orðaskipti
prestsins og konu hans, er
gest bar að garði og mad-
dömunni leyst betur til
fylgilags en bónda sinn.
Á prestsetrinu hefur
maddaman greinilega bæði
verið bóndinn og húsfreyj-
an og svo hefur það einnig
verið í ríkisstjórninni, og
Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur ráðið bæði borði og
sæng.
Helztu ráðamenn Sjálf-
stæðisflokksins búa sig nú
undir að taka á móti nýj-
um gesti, að vísu ekki alls-
endis ókunnum. Maddam-
an á því heimili hefur sæng
að með honum fyrr.
Nú hefur Alþýðuflokkur-
inn, eða nánar tiltekið
helztu foringjar hans á-
hyggjur af því, hvar þeir
eigi að sofa, eftir að gest
hefur borið að garði. Lykil-
aðstaða Alþýðuflokksins í
íslenzkum stjórnmálum er
nú í hættu — stórhættu.
Missi flokkurinn sinn lyk
il að stjórnarráðinu, mun
honum verða vísað út í fjós,
þar sem hann bíta bæði
flær og lýs og ef hann
kvartar yfir illri meðferð
eftir langt og farsælt hjóna
band, mun svarið verða líkt
og hjá prestsmaddömunni!
Haldi flokkurinn hinsveg
lyklinum, mun maddaman
kynbæta óveruna þegar,
svo að hún valdi ekki meiri
óþægindum; með öðrum
orðum afnema alla tilburði
þessa brúðguma síns til að
láta á sér kræla í sænginni.
Það er því ekki annað að
sjá, en að Alþýðuflokkur-
inn berjist nú gegn þeim
örlögum prestsins í fyrr-
greindum húsgangi.
Pop-listinn.
Húmor hefur aldrei ver-
ið sterk hlið á íslending-
um. Sé húmorinn ekki gróf
ur, rætinn eða klæminn,
þykir ekkert bragð að hon
um.
Nú hefur þó brugðið
út af. Þeir, sem ekki hafa
sjálfir verið á kafi í hinni
svonefndu pólitík, hafa vel
fundið hve íslenzk stjórn-
mál hafa verið grútleiðin-
leg undanfarna áratugi.
Flestir íslenzkir stjórnmála
menn taka sig svo hátíð-
lega, að það er grátbros-
legt; og það sem verra er,
að þeir ætlast til að aðrir
geri það líka!
Gömlu flokkarnir hafa
haslað sér völl Iíkt og belj-
ur bása í fjósi, en eins og
þeir vita, er til þekkja, vilja
þær halda sínum bás fyrir
lífstið.
Jatan er þeirra heimur
og út fyrir hana nær hug-
ur þeirra ckki.
Þeir bregðast ókvæða
við nýjum gesti, sem hugs-
anlega gæti hrakið þá af
básunum, því að þeir, sem
ráða fjármagninu, mjólka
flokkana og gefa þeim í
jötuna.
Heyjanna er aflað í túni
þjóðarinnar, en afrakstur-
inn úr flórnum er ekki nægi
legur til að viðhalda sprett
unni.
Þessa spaugilegu mynd
hafa nokkrir ungir menn í
Háskólanum séð í réttu
ljósi og gera nú stólpa grín
að öllu saman með því að
bjóða fram lista við næstu
Alþingiskosningar í þrem
af fjölmennustu kjördæm-
unum og innsiglahúmorinn
með því að nefna listann
„núll-Iista; aðrir liefna
hann Pop-lista.
Þessir akademísku grín-
istar munu upphaflega
hafa ætlað sér að draga
framboðin til baka daginn
fyrir kjördag, en nú hefur
komið fram svo mikill ótti
við þennan lista hjá gömlu
flokkunum, og þá einkum
fínu listunum Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðubanda-
lagsins, að ungu grínistarn
ir hafa ástæðu til 'að ætla.
að þeir eignuðust þingflokk
á atkvæðum frá þessum
flokkum, sem hafa akadem
íska borgara í meirihluta
á listum sínum.
Vonandi halda þeir fram
boði sínu til streitu og geta
kjósendur bá valið um
Pop-Iista, Blýhólk og Vlnar
brauðslengju íhaldsins.
R G.
11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÞ
IHHIIIHIIMII»lll«lll*lllllll»lllllllllllllllllllllll«l*l*l*»,,*»M,,,*,,,,,Mn,á,,,t,< . Jiimiiiiiiiiii :