Nýtt land-frjáls þjóð - 21.05.1971, Page 4
Smáílát úr plasti
Fjölbreytni í framleiðslu smáíláta úr plasti eykst sífellt.
Frá lyfsölu hefur notkun þeirra breiðzt ört út
í matvælaiðnaðinum.
Kaupmenn og framleiðendur finna hjá okkur ílátin sem
þá vanhagar um.
VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI
AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit - Sími 91-66200
SKRIFSTOFA í REYKJAVÍK, BræSraborgarstíg 9 - Sími 22150
REYKJALUNDUR
t'-T
NYTT LAND
Nú er það svo, að í Fríverzl-
unarbandalaginu eru frænd-
þjóðir okkar, og úrsagnafrest-
ur er aðeins eitt ár. Einnig
hlýtur að vera hagur að virkj-
un Þjórsár og horfa'til fram-
fara í landinu, jafnvel þótt
illa hafi verið haldið á ýmsum
málum, svo sem söluverði raf-
magns til álverksmiðjunnar.
Það furðulega er, að Alþýðu-
bandalagið, sem leggur ofur-
kapp á að teljast róttækur
flokkur er í aðra röndina
íhaldsflokkur. Þrátt fyrir alla
alþjóðahyggju, er hann í raun
og veru flokkur einangrunar,
sem notar þjóðernishugtakið
að hætti afturhaldsflokka.
Hefur brugðizt
rkalýðnum
Alþýðubandalagið telur sig
helzta málsvara verkalýðs og
launþega, og verður því ekki
neitað, að innan raða þess
eru margir einlægir baráttu-
menn. Allir vita, að Alþýðu-
flokkurinn er ekki lengur
verkalýðsflokkur, en því mið-
ur verður ekki sagt, aö Al-
þýðubandalagið hafi fyllt
skarð hans. Þvert á móti hef-
ur það stórum misnotað verka
lýðsbaráttuna sér til fram-
dráttar og á mikla sök á því,
hversu illa er komið fyrir
verkalýðshreyfingunni. Það
hefur alið á sundrung í henni
í pólitískum tilgangi,- og stefn
an er sú, að verkalýðshreyfing
in eigi að vera ambátt flokks-
ins, þjóna honum. Hagsmun-
ir verkalýðsins eru látnir
víkja fyrir hagsmunum flokks
Alþýðubandalagið
lenzkur fræðimaðuf- annast
hér þjóðfélagsrannsóknir
styrktur með fé úr bandarísk-
um vísindasjóði, hrópar Þjóð-
viljinn: njósnir, njósnir.
Þessi blöð &ru haldin sömu
móðursýkinni, sömu öfgunum.
Af þessu hefur leitt, að Al-
þýðubandalagið hefur orðið
óvirkt í utanríkismálum. Og
varla er til neitt óheppilegra
góðum málsstað en það komi
þar við sögu, og er skemmst að
minnast, hvernig fór fyrir bar
áttunni gegn her í landi.
Strax og þessi flokkur þóttist
vera málsvari allra hernáms-
andstæðinga, varð baráttan
vonlaus. Afskipti flokksins
bar með sér sjálfa feigðina.
Róttækni — íhald
Því skal sízt neitað, að
stundum gustar hressilega frá
Alþýðubandalaginu, þegar
lognmollan hvílir yfir öðr-
um flokkum, en oft efast mað-
ur um heilindin. Dómgreind-
in virðist svo sljó, að róttækri
in verður stundum að íhalds-
semi. Flokkurinn talar jafnan
mikið um íslenzkt þjóðerni og
íslenzka menningu, og skal
það ekki lastað í sjálfu sér, en
þetta veröur hvimleitt, þegar
músarholusjónarmið ráða.
Flokkurinn lagðist af alefli
gegn inngöngu í Efta og virkj-
un Þjórsár og taldi íslenzkt
þjóðerni í hættu, ef að yrði.
Framhald af bls. 1
flokkur eða ekki. Orðið sóslal-
isti tala þeir sjaldan um. Og
orðið jafnaðarmannaflokkur
forðast þeir eins og heitan
eldinn, að því er kratabragð.
En í vígstöðvum Þjóðviljans
þykir betra að ákalla skratt-
ann þrisvar en nefna krata
einu sinni. Alþýðubandalagið
er komið á það pólitíska
þroskastig, að engan má
styggja. Það hefur enga grund
vallarhugsjón. Þeir, sem bezt
þekkja, telja, að flokkurinn
sé svo sem ekki neitt.
Tvíburar í öfgunum
Þjóðviljinn og Morgunblað-
ið mega heita tvíburar í öfg-
unum. Annað blaðið sleikir
skósóla kommúnistaríkja í ut-
anríkismálum, hitt auðvalds-
ríkjanna. Verður ekki séð,
hvort blaðanna hefur betur.
Á þessum tveimur sannleiks-
bæjum eru aðeins til vondir
menn eða góðir og litir ein-
ungis tveir: svart og hvítt. Er
von, að flestir skynibornir
menn hafi skömm á slíkum
málflutningi.
Morgunblaðið ærist, þegar
rússneskir togarar sjást í
nánd við íslandsstrendur:
njósnir, njósnir. Qg þegar ís-
ins. Þetta hefur leitt m.a. til
þess, að í verkalýðshreyfing-
unni ríkir valdajafnvægi að-
gerðaleysisins. Og nú er svo
komið, að Alþýðubandalagið
tryggir sér völd í verkalýðs-
félögum með samstöðu við
íhaldiö, og er Iðja þar gott
dæmi. Því miður verður að
segjast eins og er, að flokk-
urinn hefur brugðizt verka-
lýðnum.
Pólitísk einangrun
Óttinn við pólitíska einangr
un hefur lengi hrjáð Alþýðu-
bandalagið, hvílir eins og
mara yfir því og skýrir ýmis
vinnubrögð þess. Þetta er m.a.
bert af framboðslista þess í
Reykjavík. Þar er enginn sjó-
maður, enginn verzlunarmað-
ur og aðeins einn þiggur laun
skv. Dagsbrúnartaxta. Þetta
er að stofni til listi langskóla-
manna, hálfgerður snobblisti,
enda tekinn raunverulega
saman af tveimur mönnum,
efsta manni listans og Guð-
mundi Hjartarsyni, enda al-
kunnugt að lýðræðið er hvergi
háþróaðra en í Alþýðubanda-
laginu. En hér er vikið að
einni helztu meinsemd flokks
ins. Hann treystir ekki til
framboðs mönnum úr eigin
röðum, sem hafa borið bar-
áttuna uppi og eru reiðubún-
ir til að falla fyrir málstað-
inn, heldur er sótzt eftir
kuniru fólki á listann, sem
hefur ekki tekið neinn þátt i
félagslegri baráttu. Má segja,
að þetta hafi nær undantek«-
ingarlaust reynzt illa, en á
þennan hátt hefur Þjóðvilja-
klíkan ráðið þeim hlutum,
sem henni sýnist.
I samvinnutryggingum
Alþýðubandalagið er full-
gildur aðili að tryggingar-
kerfi gömlu flokkanna bæði
í verkalýðshreyfingu, ríkis-
bákni og fjármálastofnunum.
Þjóðviljinn er líka gersamlega
hættur að deila á fjármagnið
og auðmagnið í landinu, og
læðlst sá grunur að manni,
að Alþýðubandalagið hafi
mikinn hug á að gerast flokk
ur allra stétta líkt og Sjálf-
stæðisflokkurinn, enda engin
baráttumál lengur til, sem
hindra stjórnarsamstarf við
hann.
Veslings Alþýðubandalagið.
Þrír þingmenn hafa yfirgefið
það á kjörtímabilinu. Verður
sterklega dregið í efa, að stíl-
snilld og illkvitni Austra geti
stöðvað upplausnina.
Frétt frá borgarlækni
Fyrir og um s.l. áramót voru
á vegum heilbrigðiseftirlitsins
Ný vinstri hreyfing
Framhald af bls. l
sem hafi bolmagn til að móta
þjóðfélagið eftir hugsjónum
sínum og taka þannig fyrir,
að Sjálfstæöisflokkurinn ráði
ferðinni.
En jafnframt kemur þá nýr
flokkur fram á sjónarsviðið,
sem fær aðstöðu til að berj-
ast með nýjum mönnum
gegn flokksræöi, ofurvaldi
stj órnmálanna á öllum svið-
um þjóðlífsins og misrétti.
Það er því til mikils að
vinna, að F-listinn fái mann
kjörinn í Reykjavik. Allir
þeir, sem vilja breyta til,
hljóta að styðja hann. Er nú
skorað á alla, sem vilja gengi
listans sem mest, að koma nú
til starfa í kosningabarátt-
unni. Sigur F-listans merkir
straumhvörf í íslenzkri póli-
tík.
í Reykjavík tekin til kvika-
silfursrannsóknar sýni af öll-
um þeim tegundum af tún-
fiski, sem þá voru á boðstólum
í verzlunum í borginni. Enn-
fremur voru þá í sama til-
gangi tekin sýni af algengustu
íslenzku neyzlufisktegundun-
um, þ.e.a.s. ýsu, þorski og
heilagfiski.
Rannsóknir þessar hafa ver
ið mjög tímafrekar og það er
ekki fyrr en nú, að endanleg-
ar niðurstöður liggja fyrir.
Ákvæði vantar hér á landi
um leyfilegt hámark kvika-
silfurs í neyzlufiski, en vitað
er um að í Svíþjóð og Japan
er óheimilt að selja fisk, ef
kvikasilfurmagn hans fer
fram úr 1,0 mg/kg. Samsvar-
andi mörk fyrir Bandaríkin
og Kanada eru hins vegar
0,5 mg/kg.
Eitt ofangreindra sýna
reyndist hafa 0,95 mg/kg. af
kvikasilfri, en í öllum hinum
sýnunum var kvikasilfurmagn
ið undir 0,5 mg/kg.
Sala á túnfisktegund þeirri
sem mest kvikasilfur var I,
hefur í samráði við innflytj-
anda vörunnar verið stöðvuð.