Nýtt land-frjáls þjóð


Nýtt land-frjáls þjóð - 21.05.1971, Síða 5

Nýtt land-frjáls þjóð - 21.05.1971, Síða 5
s NfTT LAND Staöreyndir, áróður og skoöanir Mðrgwm verðnr það íhug- unarefni, hvernig á því standi að sú ríkisstjórn, sem nú sífcur við völd, skuli vera orðin eins gömul og raun ber vitni. Menn leita að þeim af- rekum, sem réttlæti þessa löngu setu, en finna hvergi. Orsakimar eru margar. Þeirra er að nokkru að leita hjá duglítilli stjórnarand- stöðu og þeirri venju-hugsun eða hugsunarleysi sem mótar viðhorf almennings til stjórn- málaflokkanna. Mikill fjöldi fólks lætur sig þjóðmál engu varða. Þetta fólk lætur sér nægja, ef það hefur neyzlu- fé í verðbólgunni. Fólkið er að visu óánægt með flokkana og stjórnmálin, sem um leið eru þeim framandi og fjarlæg. Almenningur telur oft á tím- um að stjórnmál séu karp, sem gott fólk eigi að forðast. Þeir sem slyngir séu í deil- um, eigi að snúa sér að þess- um málum, aðrir ekki. Or- saka þessa hugsunarháttar er að leita í þeirri staðreynd, að hlutlæg fræðsla um stjórn- mál er varla til hér á landi. Vald flokkanna yfir stjórn- málunum er slikt að hér á landi hefur enginn aðili kom- ið fram sem heldur uppi stöð ugri og víðtækri fræðslu um stjórnmál, eðli þeirra og til- gang. Þó má geta þess, að Samvinnan undir ritstjórn Sigurðar A. Magnússonar hefur fjallað um ýmsa þætti íslenzka þjóðfélagsins af djörfung og hreinsklini. Af- leiðing þessa hefur orðið sú, að almenningur á mjög erfitt með að mynda sér hlutlæga, persónulega skoðun um ein- stök mál stjórnmálanna. Erf- itt er að greina, hvað eru staðreyndir og hvað áróður og skoðanir. Allar pólitískar umræður á íslandi mótast af þessu. Deilt er oft á tíðum um upplýsingar og staðreyndir sem hlutlaus aðili gæti veitt. Skoðanir og umræður mót- ast því oft af því, að rangtúlka staðreyndir, fella brott úr þeim ákveðna þætti og gjör- breyta þeim þannig. Dag- blöðin sýna þetta hvað skýr- ast. Hvenær gerist það, að dagblöðin gagnrýni stjórn- málaflokka sína? Blöðin og flokkarnir hafa gengið í trygg ingabandalag pólitísks hug- leysis og markmiðið er að móta sljóa og venjubundna hugsun kjósenda. Þúsundir launþega kjósa Sjálfstæðis- flokkinn, því að þeir trúa þeim áróðri að hann sé flokk ur allra stétta, þótt hann sé andstæðingur launafólks í allri kjarabaráttu. Þúsundir kjósenda kjósa Alþýðuflokk- inn, því að „hann berst fyrir tryggingum", þótt þær haldi ekki í horfinu við verðbólg- una, sem flokkurinn magnar, og og þótt hann skerði kjara- samninga með lögum og gerð ardómum. Þúsundir kjósa Framsóknarflokkinn, þótt fyr irtæki þau, sem Framsóknar- menn stjórna, beiti sér jafn- an gegn kröfum launþega í kjaradeilum. Þúsundir laun- þega kjósa jafnvel Alþýðu- bandalagið, þótt fulltrúar þeirra hverfi síðan af lista flokksins og honum sé stjórn að af mönnum,sem beita að- ferðum austur-evrópskra starfsbræðra í stjórnmálum. Launþegar um allt land verða að taka sína pólitísku ákvörðun eftir því, hvernig þjóðfélag þeir vilja. Þeir verða að krefjast þess að fá hlutlægar, greiðar upplýsing ar um hag fyrirtækjanna, sem þeir starfa hjá. Þá kom- ast þeir að því, að goðsagan um greiðsluþol atvinnuveg- anna er hin argasta blekking og til þess eins hugsuð að halda launakröfum launa- fólks niðri. Launþegar mættu minnast þess, að á gróðaár- inu 1970, þegar flest fyrir- tæki sýndu tugmilljóna gróða fy/rir árið 1969, sýndi hið op- inbera greiðsluþol atvinnu- veganna innan við 10% kaup hækkun. Samtök frjálslyndra setja sér það markmið að sameina launþega í einum og sama flokki og brjóta þar með ríkj- andi flokkaskipan. í því mark miði hlýtur krafan um hlut- læga pólitíska fræðslu að vera ofarlega á baugi. Það er ein bezta aðferðin til að þroska pólitíska vitund al- mennings og brjóta á bak aft ur þá venjuhugsun, sem ríkj- andi er um stjórnmál hér á landi. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiinniiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiuniiiiiiiiii iiiimiimmmmmiimiiimiimimmiimmmmmmmmui Framboðslistar í Vestfjarðakjördæmi til alþingiskosninga 13. júní 1971 A Listi Alþýðu- flokksins: 1. Birgir Finnsson, alþingismaður, ísafirði. 2. Ágúst H. Pétursson, skrifstofnmaður, Patreksfirði. 3. Kristmundur Hannesson skólastjóri, Reykjanesi. 4. Emil Hjartarson, skólastjóri, Flateyri. 5. Lárus Þ. Guðmundsson, sóknarprestur, Holti. 6. Ingibjörg Jónasdóttir, frú, Suðureyri. 7. Kristján Þórðarson, bóndi, Breiðalæk. 8. Jóhann R. Símonarson, skipstjóri, ísafirði. 9. Páll Jóhannesson, húsasmíðameistari, Patreksfirði. 10. Bjarni G. Friðriksson, sjómaður, Suðureyri. B Listi Framsóknar- flokksins: 1. Steingrimur Hermanns- son, verkfræðingur, Garðahreppi. 2. Bjarni Guðbjörnsson, alþingismaður, ísafirði. 3. Halldór Kristjánsson, bóndi, Kirkjubóli. 4. Ólafur Þ. Þórðarson, skólastjóri, Suðureyri. 5. Ólafur H. Ólafsson, kaupf élagsst j óri, Króksf j arðarnesi. 6. Gunnlaugur Finnsson, bóndi, Hvilft. 7. Svavar Júlíusson, kaupfélagsstjóri, Móbergi. 8. Torfi Guðbrandsson, skólastjóri, Finnbogastöðum . 9. Svavar Jóhannsson, bankastjóri, Patreksfirði. 10. Jón A. Jóhannsson, skattstjóri, ísafirði. D Listi Sjálfstæðis- flokksins: 1. Matthías Bjarnason, alþingismaður, ísafirði. 2. Þorvaidur Garðar Krist- jánsson, framkv.stj. Reykjavík. 3. Ásberg Sigurðsson, alþingismaður, Reykjavík. 4. Arngrímur K. Jónsson, skólastjóri, Núpi. 5. Hildur Einarsdóttir, húsfrú, Bolungarvík. 6. Jón Kristjánsson, stud. jur., Hólmavík. 7. Engilbert Ingvarsson, bóndi, Mýri. 8. Ingi Garðar Sigurðsson, tilraunastjóri, Reykhólum. 9. Jóhanna Helgadóttir, húsfrú, Prestsbakka. 10. Marsellíus Bernharðs- son, skipasmíðameistari, ísafirði. F Listi samtaka frjálslyndra og vinstri manna: 1. Hannibal Valdimarsson, Selárdal. 2. Karvel Pálmason, Bolungarvik. 3. Hjördís Hjörleifsdóttir, ísafirði. 4. Hjörleifur Guðmundsson Patreksfirði. 5. Einar Hafberg, Flateyri. 6. Jónas Karl Helgason, Hnífsdal. 7. Ragnar Þorbergsson, Súðavík. 8. Steingrimur Steingríms- son, ísafirði. 9. Halldór Jónsson, Hóli, V-Barðastrandarsýslu. 10. Guðmundur Jónsson, Hólmavík. G Listi Alþýðu- bandalagsins: 1. Steingrímur Pálsson, alþingismaður, Brú. 2. Aage Steinsson, rafveitustjóri, ísafirði. 3. Guðmundur F. Magnús- son, verkamaður, Þingeyri. 4. Guðrún Unnur Ægis- dóttir, kennari, Reykjanesi. 5. Gestur Ingvi Kristinsson skipstjóri, Súgandafirði. 6. Einar Gunnar Einarsson hrl., ísafirði. 7. Unnar Þór Böðvarsson, kennaranemi, Tungumúla. 8. Gísli Hjartarson, skrifstofumaður, ísafirði 9. Davíð Davíðsson, oddviti, Tálknafirði. 10. Skúli Guðjónsson, LjótunnarstöSum. ísafirði, 13. maí 1971. YFIRKJÖRSTJÓRN VESTFJARÐAKJÖRDÆMIS SllllttlHtllllllllllllllllllllltMllllHIIIIIIIHIIIUIIIMIIIIIIIIIUIHIIIUIIIIIIUIIHIIUUUIUIIIIIIIUIIUUIIIUIIIIIUIIUIIIIIHUIIIIIIIIIIIIUUIIIIIIIIUUUIIIIUIillllllllUIIIIUUUIUUIUUIIIIUIIIUUUIUIIIIUIIIIIIUIIUUIIUUUUIUIIIHIUUIUIUUUIUIIIIllllHIIIIIIIIIUIIIIIHIHIIIUIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIUUUIIUIUIIIIimil HUHIHHIIIIHUHIIIIIHHIHHHHHHIIIIIIHHHHHHHHIHHHIHHUIHHHIIIHHHHHIIHIHUUHIHHIHIIIHIHHHHHHIIUHHHHHIIIHUIUHHUIHIIHHH IIIIIIIIHIIHIIIIIIIIIIIIIIIlHIIIIIUIIIIIIUIIIIMtllllllllllllllllllllllllllii

x

Nýtt land-frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt land-frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/1529

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.