Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.06.1997, Page 1

Bæjarins besta - 11.06.1997, Page 1
Blaðsíða 9 Blaðsíða 12Blaðsíða 6 Bæjarins besta Miðvikudagur 11. júní 1997 • 23. tbl. • 14. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk Ratsjárstöðin á Bolafjalli heimsótt Fimm þúsund gestir á atvinnu- vegasýningu Afkoma Íshúsfél- agsins betri á fyrsta ársfjórðungi Básafell hf. hefur ákveðið að hætta rekstri bolfiskvinnslu félagsins á ísafirði um óákveð- inn tíma. Í tilkynningu frá félaginu segir að viðvarandi tap hafi verið á bolfiskvinnsl- unni og að ekki virðist útlit fyrir verulega breytingu á rekstrarforsendum á næstunni. Frystihúsið hefur undanfarin ár framleitt rúmlega 2000 tonn af frystum afurðum og hafa um 50 starfsmenn unnið að fram- leiðslunni. Að sögn forsvarsmanna Básafells er lokunin liður í endurskipulagningu á rekstri fyrirtækisins. Rekstur Kambs hf. á Flateyri var sameinaður Básafelli hf. 1. maí s.l. og mun bolfiskvinnsla fara fram á Flateyri á næstunni. Þar verður einkum lögð áhersla á saltfisk- vinnslu og frystingu á flatfiski. Fyrirhugað er að efla rækju- vinnslu félagsins enn frekar og munu verða til við það ný störf. Ekki mun vera ljóst á þessari stundu hversu mörgum starfs- mönnum Básafells hf. þarf að segja upp við þessa endurskipu- lagningu en stjórnendur fyrir- tækisins vonast til að það liggi fyrir innan skamms. Því hefur verið vísað á bug af hálfu Básafellsmanna að aðgerðir þessar séu afleiðing verkfallsins. Básafell hættir bolfiskvinnslu á Ísafirði Fyrirhugað að efla rækjuvinnslu félagsins Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Sjö vikna löngu verkfalli lokið Atkvæðagreiðsla um síðari miðlunartillögu ríkissátta- semjara í kjaradeilunni á Vestfjörðum, fór fram á föstudaginn og var samþykkt af báðum deiluaðilum. Þar með er lokið einna harðvítug- asta og lengsta verkfalli á síðari tímum á Íslandi og fóru hjól atvinnulífsins að snúast aftur strax á mánudag. 69,98% félagsmanna í sjö verkalýðsfélögum Alþýðusam- bands Vestfjarða samþykktu tillöguna en 28,8% sögðu nei. Tillagan var samþykkt af 80,6% aðila Vinnuveitenda- félags Vestfjarða og VSÍ, en 19,4% sögðu nei. Hjá Vinnu- málasambandinu samþykkti eitt fyrirtæki tillöguna en tvö skiluðu auðu. Í miðlunartillögunni er gert ráð fyrir styttri samningstíma en í hinni fyrri eða til 1. febrúar árið 2000 í stað til loka þess sama árs. Eing- reiðsla er hækkuð úr 12 í 15 þúsund krónur miðað við fyrri tillöguna og upphafs- hækkun verður 5,35% í stað 5,2%. Sjá nánar frétt á bls. 2. Starfsmenn Básafells hf. voru glaðir í bragði á mánudagsmorgun þegar vinna hófst að nýju eftir sjö vikna verkfall. Félagsvísindastofnun Vestfirskar fjölskyld- ur með hæstu launin Félagsvísindastofnun hefur birt niðurstöður úr kjarakönnun sem gerð var á síðasta ári. Í könnuninni kemur m.a. fram að fjölskyldutekjur voru hæstar á Vestfjörðum eða 269.000 krónur á mánuði, en meðal- fjölskyldutekjur voru 235.000 krónur. Lægstar voru fjöl- skyldutekjurnar á Norðurlandi vestra eða 210.000 krónur á mánuði. Fram kemur að fjöl- skyldutekjur eru mismunandi eftir menntun og hefur háskóla- menntað fólk hæstar tekjur en fólk með grunnskólapróf eða enn minni menntun hefur minnstu tekjurnar. Á Vesturlandi voru atvinnu- tekjur einstaklinga hæstar eða 176.000 krónur á mánuði en Vestfirðingar komu næstir með 167.000 krónur. Austfirðingar höfðu hins vegar lægstu ein- staklingstekjurnar eða 120.000 krónur á mánuði. Í niðurstöðunum kemur fram að meðalvinnuvika Íslendinga er 51,8 klst. og vinna karlar að meðaltali 55 stundir á viku á meðan konur vinna 46 stundir. Sjómenn vinna lengsta vinnu- tímann eða 70 stundir á viku og bændur koma þar fast á eftir með 63 stundir á viku. Þjóðhagsstofnun Fækkun starfs- fólks talin æskileg Í könnun Þjóðhagsstofnunar á atvinnuástandi í apríl, kemur fram að atvinnurekendur töldu æskilegt að fjölga starfsfólki um 310 manns á landinu öllu. Fjölgunin er öll á höfuðborgar- svæðinu en í apríl í fyrra var talin þörf á að fækka starfsfólki þar um 200 manns og fjölga á landsbyggðinni um sömu tölu. Núna var aftur á móti talin þörf á að fækka starfsfólki á landsbyggðinni um 20 manns. Samkvæmt könnuninni var eftirspurn eftir starfsfólki á landsbyggðinni mest í iðnaði og þá sérstaklega í málmiðnaði en starfsfólki í verslun og veitingastarfsemi fækkar Gamla Fagranesið sem þjón- aði Vestfirðingum um árabil með siglingum um Ísafjarðar- djúp hefur nú fengið nýtt hlutverk. Húsvíkingurinn Arn- ar Sigurðsson hefur keypt skipið og látið gera á því gagngerar endurbætur, en hann ætlar að nota Moby Dick, eins og skipið heitir nú, til hvala- skoðunar frá Húsavík. Djúp- báturinn hf. lét smíða skipið árið 1963 en seldi það til Akraness á síðasta ári. Gamli Fagginn heitir Moby Dick Húsavík

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.