Bæjarins besta - 11.06.1997, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997
Einar K. Guðfinnsson á Atvinnuvegasýningunni
Sýningin tákn um framfaravilja,
fjölbreytileika og afl atvinnulífsins
Við söfnumst saman vegna
opnunar Atvinnuvegasýningar
Vestfjarða í skugga afar
sérkennilegra aðstæðna. Harð-
vítugasta og lengsta vinnudeila
hér um slóðir á seinni tímum
hefur lamað atvinnulífið hátt á
annan mánuð og haft gríðarleg
og slæm áhrif á alla starfsemi
og allt mannlíf hér vestra.
Hvernig sem á málin er litið og
hvar sem menn hafa staðið í
þessum átökum, er víst að frá
þessum hildarleik koma allir
móðir og sárir. Borðleggjandi
virðist að Vestfirðir muni tapa;
örugglega í bráð en vonandi þó
ekki í lengd. Það veltur þó mjög
á okkur sjálfum.
Oft er gests
augað glöggt
Það fer ekkert á milli mála
að undanfarin ár hafa verið
okkur ákaflega erfið. Efnahags-
stefna fyrri ára keyrði sjávar-
útveginn í botnlaust tap. Á
árunum sem mikil tekjumynd-
un varð í veiðum og vinnslu á
botnfiskafurðum fyrir um
áratug síðan, var efnahagslífið
skipulagt þannig að tekjurnar
urðu ekki eftir í greininni
heldur veitt með rangri gengis-
skráningu og erlendri skulda-
söfnun út í þjóðfélagið í heild.
Þetta er svipað og við byggjum
við það ástand að loðnuveiðar
og vinnsla væru nú reknar með
tapi, þrátt fyrir að veiðin hefði
aldrei verið betri. Okkur finnd-
ist slíkt eðlilega fráleitt, en
þannig gerðust hins vegar
kaupin á eyrinni á síðasta
áratug. Það var þessi stefna
sem kom vestfirskum fyrir-
tækjum á hnén. Þegar menn
voru síðan að vonast eftir betri
tíð, með batnandi skilningi á
hagsmunum útflutningsgrein-
anna hófst látlaus niðurskurður
aflaheimilda, einkum í þorski
sem linnti ekki fyrr en leyfi-
legur hámarksafli var orðinn
þriðjungur þess sem hann var
þegar best lét. Inn í þennan
samdrátt fóru því vestfirsk
fyrirtæki á hnjánum. Það var
þess vegna ekki von á góðu.
Erlendur fréttamaður sem
hingað kom til þess að gera
heimildarmynd fyrir kanadíska
sjónvarpið um íslenskan sjáv-
annan stað á sviði ferðamála
og loks við markaðsmál. Þetta
er tvímælalaust verulegur
stuðningur við atvinnuupp-
byggingu hér vestra, sem á að
geta skilað sér svo um munar á
næstunni. Annars staðar á
landinu þar sem vel hefur verið
að verki staðið á sviði atvinnu-
ráðgjafar hefur hún lagt grunn-
inn að fjölmörgum nýjum og
fjölbreyttum atvinnutækifær-
um sem heimamenn hafa al-
mennt haft frumkvæði að
sjálfir.
Tengja þarf betur
starfsemi framhalds-
skólans við atvinnulífið
Í þessu sambandi vil ég
leggja áherslu á að við reynum
að þróa þessi mál frekar.
Raunar er mér kunnugt um að
undirbúningsstarf í þessa veru
er þegar hafið. Það hníga
vitaskuld öll rök að því að
tengja með beinum hætti hina
nýju atvinnuráðgjöf, starfsemi
Fjórðungssambandsins, rann-
sóknar og þróunarstarfsemi
sjávarútvegsins á Ísafirði,
Byggðastofnun og ráðunauta-
starf landbúnaðarins hér á
Vestfjörðum. Jafnframt þurf-
um við að leita leiða til þess að
tengja betur starfsemi Fram-
haldskólans við atvinnulífið
hér, mögulega með samstarfi
við þá aðila sem hér hafa verið
taldir upp. Síðan er eðlilegt að
gera þá kröfu til háskólanna í
landinu að þeir komi að slíku
samstarfi með okkur og efli
það og styðji þannig með
beinum hætti við uppbygg-
ingarstarf vestfirsks atvinnu-
lífs.
Það er enginn vafi á því að
samhæfing kraftanna af þessu
tagi getur skilað okkur miklum
og góðum árangri.
Góðir gestir. Nú er verkfallið
loksins að baki sem betur fer.
Framundan er þrotlaust starf
þar sem við verðum öll að
leggjast á eitt, allir íbúar
Vestfjarða. Hvar í flokki sem
menn standa, hvar sem menn
búa, vinnuveitendur jafnt og
launþegar, fólk úr öllum at-
vinnugreinum.
Nú gildir það að horfa fram
á veginn, hafa trú á framtíðinni,
möguleikum Vestfjarða og
þeim krafti sem Vestfirðingar
búa yfir.
Hér er nóg um björg og brauð
berirðu töfrasprotann.
Þetta land á ærinn auð
ef menn kunna að nota hann.
(Jón Ólafsson, skáld)
Með þessum orðum er mér
það mikill heiður að opna þessa
glæsilegu sýningu, sem tákn
þess framfaravilja, fjölbreyti-
leika og afls sem atvinnulífið
hér býr yfir og mun skila okkur
áfram inn í nýja og spennandi
framtíð.
Ræða flutt við opnun
Atvinnuvegasýningar
Vestfjarða 6. júní 1997.
Fyrirsagnir og millifyrir-
sagnir eru blaðsins.
arútveg kvaðst fullur aðdáunar
á þeim aðlögunarhæfileika sem
atvinnulífið hér fyrir vestan
hefði sýnt í ljósi þessara
erfiðleika. - Þið þurfið ekki að
biðjast afsökunar á því að þið
séuð í vanda, sagði hann við
mig. Miklu frekar er ástæða til
þess að dást að þrautseigjunni
og hörkunni.
Mér hefur oft komið í hug
þetta samtal við hinn erlenda
gest þegar ég hef mátt hlusta á
skot og ónot í garð okkar hér
fyrir vestan fyrir meintan skort
á aðlögunarhæfni og útsjónar-
semi við rekstur atvinnufyrir-
tækjanna. Fyrir mér hefur þetta
fært sanninn heim um að oft er
gests augað glöggt.
Náttúruhamfarir þær sem við
þekkjum alltof vel hafa líka
höggvið stór skörð í okkar raðir
og veikt byggðirnar okkar.
Ekkert okkar veit með vissu
hvaða áhrif þessar hamfarir
hafa haft, þó okkur sé ljóst að
þær hafa veikt okkur öll.
Í ljósi alls þessa finnst sumum
það nokkur bíræfni hjá At-
vinnuþróunarfélagi Vestfjarða
að efna til sýningar eins og
þeirrar sem hér getur að líta.
Kannski hugsar líka einhver
með sér. Hvað eru þessir
Vestfirðingar nú að vilja upp á
dekk, eins og allt er í pottinn
búið hjá þeim? Yfir hverju hafa
þeir að státa og hvað þykjast
þeir svo sem hafa að sýna
öðrum landsmönnum?
Vestfirðir álitlegur
kostur til búsetu
Ég fagna því að þessi sýning
er haldin nú og er þess fullviss
að hún muni sýna okkur sjálf-
um en einnig öðrum lands-
mönnum að vestfirskt atvinnu-
líf hefur upp á margt að bjóða
og því séu Vestfirðir álitlegur
kostur til búsetu.
Það fer ekkert á milli mála
að við höfum verið að sjá ýmis
teikn um það að vestfirskt
atvinnulíf hafi verið að ná
vopnum sínum að nýju. Endur-
skipulagning fyrirtækja, sam-
eining þeirra og sókn á ýmsum
vígstöðvum er talandi tákn um
það að hér um slóðir ætla menn
ekki að leggja árar í bát þó í
móti blási. Það er varlega áætl-
Atvinna
Óskum að ráða starfsfólk nú þegar í eftir-
farandi störf:
Matreiðslustörf þ.m.t. bakstur
Afgreiðslu- og þjónustustörf.
Ræstingu- og hreingerningarstörf.
Ekki yngra en 20 ára.
Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma
456 5367, eða á skrifstofu að Mánagötu 1
(2. hæð) daglega frá kl. 8:00 til kl. 17:00.
Einar K. Guðfinnsson.
að að þessi endurskipulagning
muni leiða til þess að yfir einn
milljarður muni koma inn í
vestfirsk sjávarútvegsfyrirtæki
á þessu ári, í formi aukins
hlutafjár. Það er engum vafa
undirorpið að sú innspýting
mun gera vestfirskt atvinnulíf
hæfara til þess að takast á við
ný verkefni á næstunni. Þær
breytingar sem eru nú að verða
á vestfirskum sjávarútvegi
leiða örugglega til þess að
fyrirtækin hér verða umsvifa-
mikil á hlutafjármarkaðnum og
þær viðtökur sem þau hafa
þegar fengið benda sem betur
fer til þess að fjárfestar hafi trú
á þessum atvinnurekstri.
Og úr því að þessir aðilar,
sem eru þekktari að öðru en
því að kasta fjármunum sínum
á glæ, eru reiðubúnir til þess
að leggja þá til ávöxtunar í
vestfirskum atvinnurekstri
sýnist augljóst að við hljótum
sjálf að hafa trú á framtíðinni.
Sú ákvörðun sem nú hefur
verið tekin um úthlutun afla-
heimilda, er einnig skýr vís-
bending um vaxandi tekjur í
vestfirskum sjávarútvegi. Á
næsta fiskveiðiári munu afla-
heimildir í þorski og rækju
aukast enn. Hvergi munu
auknar aflaheimildir í þessum
tveimur mikilvægu nytjateg-
undum skila jafn miklum tekju-
auka og einmitt hér. Það gefur
auga leið að þessi ákvörðun
ein og sér mun bæta afkomuna
hér vestra jafnt hjá fólki og
fyrirtækjum vegna aukinna
umsvifa.
Á mjög mörgum öðrum
sviðum eru líka dæmi um
sóknarhug og fjárfestingar.
Þeirra sér stað í uppbyggingu á
sviði loðnuvinnslu, ýmiss
iðnaðar, ferðaþjónustu og
nýsköpunar í sjávarútvegi.
Stofnun Atvinnuþróunar-
félagsins í fyrra er ennfremur
til marks um það að menn ætla
sér að brjótast út úr viðjum
erfiðleikanna með því að leggja
áherslu á þá nauðsynlegu
nýsköpun sem verður að eiga
sér stað hér sem annars staðar.
Nú er verið að ganga frá
samningi á milli Atvinnu-
þróunarfélagsins og Byggða-
stofnunar þar sem gert er ráð
fyrir verulegu fjárframlagi til
þessarar atvinnuþróunarstarf-
semi bæði frá Byggðastofnun
og heimamönnum. Á þeim
grundvelli verður unnt að sinna
þrenns konar atvinnuráðgjöf
hér á Vestfjörðum. Í fyrsta lagi
almennri atvinnuráðgjöf, í
Almennur fundur um hvert
stefnir í skattamálum
Almennur fundur um hvert stefnir í skatta-
málum verður haldinn á Hótel Ísafirði 12.
júní kl. 20:30.
Frummælendur: Vilhjálmur Egilsson for-
maður efnahags- og við-
skiptanefndar Alþingis.
Sigríður Björk Guðmunds-
dóttir, skattstjóri í Vest-
fjarðaumdæmi.
Gestir fundarins: Alþingismennirnir, Einar K.
Guðfinnsson og Einar Odd-
ur Kristjánsson.
Fulltrúaráð Sjálfstæðis-
félaganna í Ísafjarðarbæ.
Ametyst
Hár- og förðunarstofa
Aðalstræti 22, 400 Ísafjörður
Sími 456 3310
Verður lokuð vegna
sumarleyfa dagana
30. júní - 15. júlí
Jónmundur skipaður
yfirlögregluþjónn
Lögreglan í Reykjavík
Jónmundur Kjartansson,
fyrrverandi aðstoðaryfir-
lögregluþjónn á Ísafirði,
hefur verið skipaður yfirlög-
regluþjónn við embætti lög-
reglustjórans í Reykjavík frá
og með 1. júlí næstkomandi.
Hann mun taka við stjórn
almennu deildar lögregl-
unnar.
Jónmundur er fæddur í
Bolungarvík 1955 og starfaði
þar sem afleysinga- og hér-
aðslögreglumaður 1980-
1987. Hann var skipaður
rannsóknarlögreglumaður
hjá Rannsóknarlögreglu rík-
isins í febrúar 1987 og í
október 1988 var hann skip-
aður aðstoðaryfirlögreglu-
þjónn á Ísafirði. Þar starfaði
hann til haustsins 1993 en þá
tók hann við stöðu yfirlög-
regluþjóns á Selfossi. Síðan
1. júlí 1996 hefur Jónmundur
starfað sem yfirlögreglu-
þjónn í dómsmálaráðuneyt-
inu.