Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.06.1997, Síða 3

Bæjarins besta - 11.06.1997, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 3 Framsóknarflokkurinn fundar Varnarbarátta þingmanna hefur ekki skilað árangri – segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, þingmaður Vestfirðinga Í síðustu viku var vinnuhópur sem þingflokkur framsóknar- manna skipaði í vetur til að skoða stöðu byggðamála, á ferð um Vestfirði og hélt m.a. fundi á Ísafirði og á Patreksfirði. BB náði tali af Gunnlaugi M. Sigmundssyni, þingmanni Vestfjarða og spurði hann um tilgang ferðarinnar og fund- anna. „Við ætlum að fara um Vest- firði og heimsækja atvinnulífið og það má segja að ég sé að kynna svæðið hérna fyrir félögum mínum. Fundirnir eru hluti af byggðamálaprógrammi sem við erum að fara með um öll kjördæmin til undirbúnings barátta sem þingmenn og þing- heimur allur hefur verið að reyna að halda uppi gagnvart hinum dreifðu byggðum á undanförnum árum hefur ekki skilað árangri. Það er eitthvað rangt sem við gerum, þannig að nú erum við komnir til að hlusta á þá sem hérna búa og þiggja frá þeim góð ráð. Síðan munum við reyna að draga saman þau viðhorf sem við fáum í þessum sex kjördæmum og í framhaldinu móta þá stefnu í byggðamálum sem við mun- um leggja áhersla á, á Alþingi næsta vetur,“ sagði Gunn- laugur. ráðstefnu sem við ætlum að halda í haust. Þar ætlum við að kryfja til mergjar hvað hægt er að gera til að stemma stigu við stöðugum fólksflótta frá hinum dreifðu byggðum til höfuð- borgarsvæðisins.“ Gunnlaugur sagði að á þeim fundum sem þegar hafa verið haldnir, hafi léleg afkoma hjá landbúnaðinum í sveitahér- uðum staðið upp úr í hugum fólks ásamt fábreytni í atvinnu- lífi. Hvað Vestfirði varðar þá sagði Gunnlaugur tilgang ferð- arinnar m.a. að hlusta á Vest- firðinga og fá fram ráðlegg- ingar þeirra. „Það er alveg ljóst að varnar- Dagskrá hátíðarhalda 17. júní Dansleikir, trúðar, aflrauna- keppni og söngvarakeppni 17. júní er á þriðjudaginn og fer dagskrá dagsins á Ísafirði, Bolungarvík og Hrafnseyri hér á eftir: Á Ísafirði sér Körfuknatt- leiksfélag Ísafjarðar um skipu- lagningu dagskrár sem spannar yfir nokkra daga. Dagskráin hefst á laugardaginn kl. 14:00 á Silfurtorgi með torgsölu, körfuboltakeppni 2 á 2, pizzu- átkeppni, Skátaklifri og kassa- bílagóðakstri. Hlómsveitin Sixties mun koma fram og halda uppi stuðinu. Básar vegna torgsölunnar eru fríir og er fólki bent á að panta bása hjá Guðjóni Þorsteinssyni í síma 456 4853 kl. 15-23. Sunnudaginn 15. júní fer Kvennahlaup ÍSÍ fram og að kvöldi 16 júní verður 17. júní dansleikur í félagsheimilinu á Suðureyri en þar verður 16 ára aldurstakmark. Dagskrá 17. júní hefst kl. 10:00 með messu í Ísafjarðar- kirkju. Kl. 13:20 verður safnast saman á Silfurtorgi og haldið í skrúðgöngu að hátíðarsvæðinu á sjúkrahússtúninu þar sem hátíðin verður sett. Þar verður flutt hátíðarræða, Sunnukórinn syngur og Fjallkonan kemur fram. Þar verður jafnframt efnt til söngvarakeppni en þátttaka í hana tilkynnist í Gvendi á Eyrinni. Þá verður einnig aflraunakeppni, kökukast, kassabílasýning, koddaslagur, pokahlaup og nokkuð sem kallast „bankað í tunnuna.“ Trúðar munu mæta á svæðið og gefa börnum eitthvað gott. Sýning á verkum Péturs Guð- mundssonar verður í Djúpbátn- um. Kl. 21:00 að kvöldi 17. júní hefjast dansleikir í Neðsta- kaupstað. Harmonikkuball verður í Turnhúsinu, Djass- hljómsveit mun leika í Tjöru- húsinu og Sægreifarnir munu halda uppi brjáluðu stuði á útisvæðinu. Ýmislegt annað verður í boði og verður það auglýst nánar í götuauglýs- ingum. Í Bolungarvík hefst dagskrá 17. júní með víðavangshlaupi frá sparisjóðnum kl. 10:00. Kl. 13:30 verður safnast saman við skólann og hlýtt á lúðrasveit áður en gengið verður í skrúð- göngu upp á Skeiði þar sem hátíðin verður sett. Þar mun Fjallkonan koma fram, kirkju- kórinn syngur, sýndur verður dans og verðlaun verða afhent fyrir víðavangshlaupið. Þar verðu einnig farið í leiki, flutt verður ræða, kraftakarlar sýna listir sínar og harmonikku- leikarar munu þenja hljóðfæri sín. Kl. 16:30 verður efnt til ratleiks þar sem fjölskyldur munu keppa. Kl. 20:30 hefst svo útiball þar sem kenndur verður línu- dans meðal annars. Á Hrafnseyri hefst hátíðar- messa í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar kl. 14:00. Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur messar. Kl. 15:00 hefst hátíðardagskrá þar sem Jón Baldvin Hannibalsson flytur ræðu. Boðið verður upp á hljóðfæraleik og mun Krist- inn Níelsson leika á fiðlu og Illugi Gunnarsson á píanó. Flutt verða ljóð og veitingar verða í boði. Burstabær Jóns Sigurðs- sonar verður tekinn í notkun og opnaður almenningi til sýnis. Bærinn er hluti af safni Jóns Sigurðssonar og verða veitingar seldar þar í sumar, en safnið verður opið frá 17. júní til 1. september, eins og verið hefur. Vinnuhópurinn sem þingflokkur framsóknarmanna skipaði í vetur til að skoða stöðu byggðamála, var á ferð um Vestfirði í síðustu viku og þá var þessi mynd tekin. Á mánudaginn var gengið frá kaupum Rauðsíðu ehf. á eignum Fáfnis hf. á Þingeyri, sem Byggðastofnun, Fisk- veiðasjóður og Landsbanki Íslands leystu til sín fyrir skömmu. Eigendur Rauðsíðu ehf. eru Ingibjörg Vagnsdóttir, Eyþór Haraldsson og Guðmundur Franklín Jónsson og fram- kvæmdastjóri er Ketill Helga- son, sem jafnframt er fram- kvæmdastjóri Bolfisks hf. í Bolungarvík. Hlutafé fyrirtæk- isins er 22 milljónir og á Guð- mundur 10% og þau Inga og Eyþór 45% hvort. Að sögn Ketils var kaup- verðið 64,5 milljónir, sem greiddar verða á árinu, en fyrirtækið kaupir frystihús ásamt tækjum, beinamjöls- verksmiðju og skreiðarhús. Útborgun var 10 milljónir en fyrirtækið lagði jafnframt fram 20 milljónir króna í banka- ábyrgðum til tryggingar eftir- stöðva. Sparisjóður Bolungar- víkur er viðskiptabanki Rauð- síðu ehf., en fyrirtækið er nefnt eftir skipi Bárðar sem tók þátt í Flóabardaga ásamt Þórði Kakala. „Bárður á Ströndum mann- aði skip sitt Dýrfirðingum og Arnfirðingum, en það hét Rauðsíða og var mest allra skipa Þórðar Kakala í Flóa- bardaga,“ segir Ketill sem ætlar að nú verði Rauðsíða aftur mönnuð Dýrfirðingum. Hann áætlar að vinnsla á Þingeyri hefjist eftir hálfan mánuð og að um 40-50 manns fái vinnu hjá fyrirtækinu þegar starfsemi verður komin í fullan gang. Hann segir að hráefni sé tryggt en áætlanir gera ráð fyrir að unninn verði svokallaður rússa- fiskur. Aðspurður um hvernig rekst- urinn legðist í hann, sagði Ketill: „Það leggst mjög vel í mig að vinna með Þingeyring- um. Þarna er mikið af duglegu fólki sem þarf að virkja og ég vona að það standi með okkur að uppbyggingunni sem er framundan.“ Kaupverðið var 64,5 milljónir króna Rauðsíða ehf. kaupir eignir Fáfnis Frá Þingeyri.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.