Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.06.1997, Page 6

Bæjarins besta - 11.06.1997, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 Heimsókn í ratsjárstöðina á Bolafjalli – undir leiðsögn Viðars Axelssonar stöðvarstjóra, sem segir að stöðin hafi svipað gildi fyrir Bolungarvík og ef frystitogari væri gerður út þaðan Ratsjárstöðin á Bolafjalli við Bolungarvík er í hugum margra sveipuð dulúð líkt og flest mannvirki Bandaríkjahers á landinu. Stöðina ber þó vart að flokka sem hernaðarmannvirki því að auk þess að sinna eftir- litsþætti vegna flugumferðar fyrir Varnarliðið þá gegnir stöðin einnig veigamiklu hlutverki í þágu íslenskra flugmálayfirvalda. Starfsmenn stöðvarinnar eru allir Íslendingar á launum hjá Ratsjárstofnun sem sér um reksturinn samkvæmt samningi sem gerður var við bandarísk stjórnvöld árið 1987. BB ákvað að forvitnast um starfsemina á Bolafjalli og hafði samband við Viðar Axelsson stöðvarstjóra, sem tók vel í beiðni blaðsins um að fá að koma í heimsókn. Hann þurfti þó fyrst að fá grænt ljós hjá yfir- boðurum sínum og fulltrúum Varnarliðsins sem gáfu leyfi sitt eftir að Viðar hafði sent þeim upplýsingar um blaðamann og tilgang heim- sóknarinnar. Það var svo morgun einn fyrir skömmu sem farið var af stað í fylgd Viðars frá bækistöðvum Ratsjárstofnunar í Minnihlíð áleiðis á topp Bolafjalls þar sem lífið er með talsvert öðru sniði en gengur og gerist. Í upphafi ferðar Í Minnihlíð í Tungudal leigir Ratsjárstofnun aðstöðu undir ýmsan búnað sem þarf til reksturs stöðvarinnar á fjallinu. Þar eru t.d. geymdir vélsleðar þeir sem starfsmenn nota til að komast á milli yfir vetrar- tímann, ásamt varahlutum í tæki og tól. Viðar er sjálfur á öflugum jeppa og byrjar í upp- hafi ferðar á að hafa talstöðv- arsamband við félaga sína á fjallinu en hann segir það reglu sem hafi með öryggi að gera. Venjulega taki um fimmtán mínútur að komast á leiðarenda og hafi viðkomandi ekki skilað sér eftir þann tíma sé farið að grennslast fyrir um hann. Á leiðinni gluggar blaðamaður í söguna að baki stofnunar Ratsjárstofnunar og Ratsjár- stöðvanna á Bolafjalli, Gunn- ólfsvíkurfjalli, Stokksnesi og Miðnesheiði í bæklingi sem Viðar hefur látið honum í té. Forsagan Þar kemur fram að á árunum frá 1953 til 1957 hafi Varnar- liðið hafið rekstur ratsjárstöðva á Miðnesheiði, Heiðarfjalli, Stokksnesi og Straumnesfjalli til eftirlits með lofthelgi Ís- lands. Ratsjárstöðvunum á Straumnesfjalli og Heiðarfjalli var lokað á árunum 1960 til 1961 og var eftirlit með loft- svæðinu út frá norðanverðum Vestfjörðum til svæðisins norður af Norðausturlandi takmarkað eftir það. Á árunum 1976 til 1983 tæplega tvöfald- aðist fjöldi útkalla orustuflug- véla Varnarliðsins vegna um- ferðar óþekktra flugvéla í loft- helgi Íslands og var því ljóst að auðvelda þurfti Varnarliðinu að rækja eftirlitshlutverk sitt og tryggja jafnframt betur ör- yggi almenns farþegaflugs. Bygging ratsjárstöðva á Norðvestur- og Norðaustur- landi var talinn vænlegasti kosturinn til að leysa vandann. Þá höfðu íslensk stjórnvöld einnig í huga að íslenskar stofnanir gætu haft bein afnot af nýjum ratsjárstöðvum vegna almennrar flugumferðar, sigl- inga í grennd við stöðvarnar og til veðurathugana og ljóst var að hægt yrði að veita fullkomna flugumferðarþjón- ustu fyrir innanlands- og milli- landaflug. Þess má geta að þá var gert ráð fyrir sérstökum skiparatsjám á norðurstöðv- unum, sem enn eru til um- fjöllunar. Áhugi Atlantshafsbanda- lagsins á því að bæta úr fyrr- greindu ófremdarástandi varð þess valdandi að í nóvember 1983 var hafin ítarleg athugun á því með hvaða hætti og hve fljótt yrði unnt að reisa nýjar ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og Norðausturlandi, auk endur- nýjunar á fyrri stöðvum. Ís- lensk stjórnvöld lögðu áherslu á að kannað yrði hvernig Íslendingar gætu tekið að sér rekstur og viðhald nýrra ratsjár- stöðva og hvernig upplýsingar frá þeim gætu nýst flugum- ferðarstjórn og siglingum á sjó. Miðað var við að Mannvirkja- sjóður Atlantshafsbandalagsins myndi að mestu leyti greiða kostnað vegna framkvæmda, bandarísk stjórnvöld greiða allan rekstrarkostnað, en Íslendingar legðu til landsvæði og önnuðust rekstur ratsjár- stöðvanna. Varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins fól hópi sérfræðinga að gera fyrrnefnda athugun og í júní 1985 var Ratsjárnefnd formlega stofnuð og síðar Ratsjárstofnun sem falið var að annast rekstur stöðvanna. Starfsmenn hafa lokast uppi Við erum enn í bílnum með Viðari á leiðinni upp á Bolafjall eftir þessa lykkju á leiðinni sem ætluð var til að lesendur áttuðu sig betur á í hverju starfsemi stöðvanna felst og þeim þáttum sem urðu þess valdandi að ráðist var í bygg- ingu þeirra. Viðar segir að flest þau viðmið sem sett voru í upphafi séu í gildi og í dag reki Ratsjárstofnun fyrrgreindar fjórar ratsjárstöðvar og að upplýsingar frá þeim séu nýttar af flugstjórnarmiðstöðvum Varnarliðsins og Flugmála- stjórnar. Hjá stofnuninni starfa 62 starfsmenn sem hafa fengið þjálfun á sínu sérsviði bæði innanlands og utan og þar af starfa 12-15 manns við stöðina á Bolafjalli sem tekin var í notkun haustið 1990. Á leiðinni upp er Viðar spurður um ýmislegt er varðar flutninga starfsmanna til og frá vinnu. Hann segir að hluti starfsmanna fari upp að morgni og niður að kvöldi en tækni- menn vinni á vöktum. Yfir veturinn eru tæknimenn uppi í sex daga í einu og fá svo frí en yfir sumarið skipta þeir á milli sín 12 tíma vöktum og fara til síns heima á láglendinu eftir vaktirnar. Yfir vetrartímann ferðast starfsmenn mest á vélsleðum en farið er með snjóbíl þegar þess gerist þörf vegna ófærðar. Ratsjárstofnun er með samning um afnot á snjóbíl Slysavarnafélagsins í Bolungarvík og er ökumaður bílsins einnig á vegum félags- ins. Það segir sig sjálft að oft getur leiðin upp á fjallið verið torfær vegna óveðurs og ófærð- ar og segir Viðar að það hafi komið fyrir að allur mann- skapurinn hafi verið lokaður uppi í allt að fimm daga. Almenn umferð um veginn bönnuð Viðar stöðvar nú bílinn við afleggjarann upp á Bolafjall en þar lokar leiðinni keðja sem strengd er yfir veginn en umferð um veginn er lokuð ökutækjum öðrum en starfs- manna. Sú ráðstöfun hefur verið umdeild í nokkur ár og vilja margir opna leiðina fyrir almennri umferð hafandi í huga ferðafólk sem sækist mjög í að komast upp á Bolafjall. Viðar segir að Bolungarvíkurkaup- stað og Vegagerð ríkisins hafi verið boðið að taka við veg- inum og bera ábyrgð á honum en því boði hafi ekki verið tekið fram að þessu. Hann segir ljóst að á meðan Ratsjárstofnun hefur yfirráð yfir veginum verði almenn umferð bönnuð vegna þess að stofnunin treysti sér ekki til að taka þá ábyrgð sem fylgja myndi frjálsri umferð. Hins vegar sé öllum heimilt að fara veginn gang- andi, en það sé ekki nema um hálftíma gangur frá afleggjar- anum upp á fjallið. Viðar segir að ef vegurinn yrði opnaður fyrir almenningi þá myndi fylgja því aukið viðhald og fleira. Hann rifjar upp að einu sinni hafi ferðafólk sem fór akandi upp fjallið, lokast uppi vegna grjóthruns. „Það kom auðvitað enginn til að opna veginn, hvorki Vegagerðin eða starfsmenn Bolungarvíkur- kaupstaðar þannig að á endan- um þurfti ég að fá moksturstæki til að losa fólkið úr prísund- inni,“ segir Viðar. Eftir að Viðar hefur strengt keðjuna aftur fyrir veginn og læst henni, er ferðinni upp fjallið haldið áfram. Hann segir aðspurður að veðurfar á fjallinu sé oft æði ólíkt veðrinu niður í byggð og þá sérstaklega á veturna. Það er þó ekki alltaf verra uppi. „Í gær var t.d. þoka alveg niður undir húsþök í Bolungarvík en þá var sól og blíða uppi. Við keyrum oft upp úr þokuslæðunni á leiðinni upp og það er gaman að verða vitni að umskiptunum yfir í heið- ríkjuna.“ Kúlan er 23 metrar að hæð Loks er leiðarenda náð og Viðar stöðvar bílinn við girð- inguna sem umlykur ratsjár- stöðina. Fyrir utan 23 metra háa og 21 metra breiða trefja- plastkúluna sem skýlir loftneti ratsjárinnar fyrir veðri og vindum, vekja margir háir staurar eða möstur eftirtekt. Viðar útskýrir og segir að þetta séu loftnet sem taki við fjar- skiptum flugvéla en tal- og gagnaflutningar eiga sér stað milli eftirlitsstöðvanna og flugvéla í gegnum fjarskipta- búnað ratsjárstöðvanna. Gögn þessi eru send um samskipta- kerfi til eftirlitsstöðvanna en kerfið samanstendur af ljós- leiðarakerfi annars vegar og örbylgjukerfi hins vegar. Aðal- sambandið er um ljósleiðara- kerfið en örbylgjukerfið er notað til vara. Viðar segir að í ratsjárstöð- inni séu tvær sambyggðar rat- sjár, þ.e. frumratsjá með þrí- víddarupplýsingum og svar- ratsjá. Langdrægni ratsjánna er allt að 250 sjómílur, nema þar sem hindranir takmarka út- sýnið. Frumratsjáin gefur kost á að fylgjast með allri flug- umferð á sviði ratsjárinnar, en svarratsjáin gefur aðeins upp- lýsingar um flugvélar sem búnar eru sérstökum ratsjár- vörum. Ratsjármerkin eru send í stafrænu formi um samskipta- kerfi Pósts og síma til eftirlits- stöðvarinnar á Keflavíkur- flugvelli og flugstjórnarmið- stöðvarinnar í Reykjavík. Reglur vegna gesta eru strangar Eftir að þessir tæknilegu þættir hafa verið útskýrðir fyrir blaðamanni býður Viðar hon-

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.