Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.06.1997, Page 7

Bæjarins besta - 11.06.1997, Page 7
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 7 um að „ganga í bæinn.“ Áður gerir Viðar þó grein fyrir reglum sem gilda um heim- sóknir en þær segja m.a. að á meðan heimsókn standi eigi gestir ávallt að vera í fylgd starfsmanns Ratsjárstofnunar. Gestir skuli eigi vera fleiri en 15 sem heimsækja stöðina í einu og reykingar eru bannaðar. Jafnframt banna reglunar neyslu áfengis og myndatökur og gestum er óheimilt að snerta tækjabúnað. Blaðamaður lofar hátíðlega að virða allar reglur en getur illa leynt vonbrigðum sínum vegna myndatökubanns- ins. Ummæli Viðars um að í lagi sé að mynda í „lífsrými“ starfsmanna draga þó úr von- brigðunum. Eftir að nældur hefur verið gestapassi á blaða- mann býður Viðar upp á kaffi í lífsrýminu sem nánar til tekið er sá hluti hússins þar sem starfsmenn matast, sofa og horfa á sjónvarp. Sjálfstæðir Íslendingar af öllum gerðum Starfsmenn sjá sjálfir um matseld og annað sem við- kemur „heimilishaldi“. Mat- urinn samanstendur að mestu af tilbúnum réttum sem stað- festist þegar Viðar opnar kæli- skáp þar sem sjálfstæðir Íslend- ingar 1944 af öllum gerðum blasa við. Viðar segir að af og til eldi starfsmenn þó eitthvað frumlegt og gott úr hráefni sem til staðar er í frystikistunni. „Þú sérð að hér er engin mamma til staðar og því verða menn að ganga vel um og hugsa um sig sjálfir,“ segir hann. Vistarverur starfsmanna sam- anstanda af eldhúsi, eldhús- krók, setustofu með sjónvarpi, baðherbergi, búri og fjórum herbergjum með kojum. Strák- arnir á fjallinu hafa sett upp gerfihnattadisk og geta því fylgst með ótal sjónvarpsrásum þegar tími gefst til. Myndgæði frá gerfihnöttunum og Ríkis- sjónvarpinu eru góð en Stöð 2 næst ekki á Bolafjalli. Viðar sýnir blaðamanni myndaalbúm þar sem geymdar eru myndir sem lýsa sögu stöðvarinnar og starfseminni þar. Þarna eru myndir frá snjó- mokstri að vori til, en það er sá tími sem starfsmönnum er kær því eftir opnunina er hægt að ferðast á milli á bílum í stað vélsleðanna og snjóbílsins. Viðar segir að snjóalög á veg- inum séu oft mikil og ákaflega mikilvægt sé því að hreinsa vatnsrásir vel eftir opnun til að varna því að vegurinn hreinlega skolist í burtu í leysingum. Tuttugu vindstig hafa mælst Nú er kaffidrykkjunni lokið og Viðar leggur af stað með myndavélarlausan blaðamann í skoðunarferð um ratsjár- stöðina. Fyrsti viðkomustaður er rými þar sem viðhaldi á bílum, vélsleðum, hjólaskóflu og öðru er sinnt og þar er einnig aðstaða til þvotta - þvottavél og þurrkari. Næst er komið inn á lager og verkstæði þar sem viðhaldi á vélum og búnaði hússins er sinnt. Þar er einnig geymdur búnaður sem gripið er til að vetri til svo sem snjóflóðaýlur, mannbroddar og snjóþrúgur sem Viðar segir að komi sér vel í púðursnjó. Hann segir að alltaf sé eitthvað um að dytta þurfi að einu og öðru úti svo sem mælingum ýmis- konar. Sjálfvirk veðurathug- unarstöð er staðsett við ratsjár- stöðina og er hægt sjá innan- húss á mælum hver vind- hraðinn og hitastig er úti þá stundina. Mælst hefur vindur sem Viðari reiknast til að gæti numið 20 vindstigum en þessi veðurathugunartæki eru ein- ungis fyrir starfsmennina sjálfa og þjóna í sjálfu sér ekki öðrum tilgangi. Göngustafur notaður sem öryggistæki Nú er komið inn í rými sem á að verja hinn viðkvæma búnað og tæki sem þar eru fyrir innan fyrir rafeindahöggbylgj- um. Tvær hurðir eru á rýminu sem varðar leiðina að aðalhluta stöðvarinnar þar sem sumt af tækjabúnaðinum er enn í þróun hjá framleiðendum. Spennu- stöð stöðvarinnar er í sal þar sem einnig eru staðsettar þrjár 250 kw díselrafstöðvar, vatns- geymir, slökkvikerfi, miðstöð og fleira. Ein díselrafstöðvanna fer sjálfvirkt í gang þegar straumur rofnar á aðalkerfinu og tryggir að mikilvægasti tækjabúnaðurinn hafi rafmagn. Hinar díselrafstöðvarnar eru svo til vara ef eitthvað bregður út af. Viðar segir að varaafls- búnaðurinn sé prófaður reglu- lega og reyndar er það svo með alla hluti stöðvarinnar eins og blaðamaður átti eftir að komast að. Í spennustöðvarsalnum er tafla þar sem geymdur er margvíslegur öryggisbúnaður og mátti reyndar sjá þessar töflur víðast hvar í ratsjár- stöðinni. Öryggisbúnaðurinn samanstendur af ýmsum tólum sem hægt er að grípa til í neyðartilvikum eins og til dæmis þegar slys eiga sér stað. Eitt áhaldið vakti sérstaka athygli en það var einskonar göngustafur. „Þetta er ætlað til að nota í þeim tilfellum þegar rafmagn leiðir í mann og hann festist. Það er regla að tveir vinni saman að öllum verk- efnum og þá getur samstarfs- maðurinn krækt í þann fasta með stafnum án þess að hætta sjálfum sér.“ Verklagsreglur gilda um allt Já, það er hugsað fyrir öllu á Bolafjalli og allt var á sömu bókina lært hvar sem komið var í stöðinni og sama hvaða verkþátt var um að ræða. Allt er fyrirfram skipulagt og háð ákveðnum verklagsreglum og það telst alvarlegt brot ef reglunum er ekki sinnt sem skyldi. Eftirtektarvert var hvað allt var hreint og pússað - það var nánast ekki hægt að sjá að þarna gengi neinn um. En það sama gildir um þrifin og annað - farið er eftir verklagsreglum. Viðar segir enda að starfsemin gangi fyrst og fremst út á eftirlitsþáttinn og fyrirbyggj- andi viðhaldsaðgerðir til að stöðin geti þjónað hlutverki sínu eins og til er ætlast. Nýfarin í loftið til Ísafjarðar Áfram er haldið skoðunar- ferðinni og Viðar sýnir hvern krók og kima. Í stjórngámnum, sem Viðar kallar svo, en hann líkist einna helst litlum frysti- gámi utan frá séð, er sambæri- legur búnaður og er í flugstjórn- armiðstöðvum Varnarliðsins og Flugmálastjórnar. Þarna koma fram þær upplýsingar sem öll starfsemi ratsjárstöðv- arinnar á Bolafjalli snýst um. Á skjá má sjá útlínur Íslands og hluta Grænlands og umferð flugvéla á svæðinu. „Hér er yfirflug í 30 þúsund fetum,“ segir Viðar og bendir á lítinn punkt á skjánum. Þar má einnig sjá punkt yfir suðvesturhorni landsins en Viðar segir að þarna sé á ferðinni flugvél í innan- landsflugi - líklega Fokker. „Já, hún er sennilega nýfarin í loftið áleiðis til Ísafjarðar,“ segir blaðamaður spekingslega. Við- ar fellir tillöguna og segir vélina líklega á leiðinni til Akureyrar og blaðamaður sér hugmyndina um væntanlega flugumferðarstjórastöðu sundr- ast í frumeindir sínar. Viðar segir yfirleitt ekki mikla flug- umferð sjánlega að morgni til en það breytist þegar líða tekur á daginn. Þá sé oft allt krökkt af litlum punktum sem tákni flugvélar. Laxnes lesinn í bak og fyrir Nú er kominn tími til að heilsa upp á tæknimennina þar sem þeir eru við vinnu sína við fyrirbyggjandi viðhald sem eins og áður sagði er einn veigamesti þáttur starfsem- innar. Helgi Jónsson er einn tæknimannanna en hann segist aðspurður líkja starfinu á Bolafjalli við sjómennsku. „Á veturna vinnum við hérna í sex daga í einu án þess að fara heim. Á sumrin erum við á vakt alla daga og á bakvakt allar nætur og ef eitthvað bilar þá þurfum við að sinna því hvenær sólarhrings sem er. Þetta kemst upp í vana eins og hvert annað en þetta er mjög krefjandi starf sem kallar á að við þurfum að vera í síþjálfun allt árið. Í síþjálfuninni felst að það er sett upp prógramm fyrir hvert ár sem við verðum að sinna jafnframt viðhaldinu.“ - En hvað með tómstundir. Hvað gerið þið í þeim? „Við horfum auðvitað á sjónvarpið, lesum blöðin og bækur þannig að við náum svona aðeins að sinna áhuga- málunum. Við erum með gerfi- hnattadisk og náum efni af ýmsu tagi með hans hjálp eins og kvikmyndarásum og íþrótta- efni. Það er lesið mjög mikið hérna og við notum t.d. bak- vaktirnar mikið til að lesa. Á veturna eru allar hillur í her- bergjunum okkar fullar af bókum. Menn lesa t.d. tölvu- blöð mikið og Laxnes er lesinn í bak og fyrir. Við höfum svo ofan af fyrir hverjir öðrum þannig að ég held að það sé engin ástæða til að kvarta. Svo reynum við auðvitað að hreyfa okkur aðeins og spilum borð- tennis svo dæmi sé tekið.“ Menn hafa komið helvíti mikið til í eldamennskunni - Nú borðið þið mikið af tilbúnum réttum. Verðið þið aldrei leiðir á því? „Nei nei, við erum ekkert leiðir á þeim. Annars breytist þetta svolítið yfir sumartímann. Þá kaupum við meira þessa 1944 rétti en yfir vetrartímann þá er fæðið svolítið frábrugðið og fjölbreyttara. Þá eldum við meira og ég held að menn hafi bara komið helvíti mikið til í eldamennskunni.“ - En hverjir eru kostirnir og gallarnir við að vera hérna uppi? „Þetta er svo sem ágætt. Það eru auðvitað bæði kostir og gallar við þetta en ég held samt að kostirnir séu fleiri. Hérna er veðravíti á veturna en við verðum í sjálfu sér ekki svo mikið varir við það nema bara á leiðinni upp og svo aftur niður. Við förum út svona einu sinni á dag til að kanna stöðina og nánasta umhverfi og einnig eftir að veður hefur verið vont, þá förum við út til að hreinsa inntak loftræstikerfisins. Að öðru leyti vinnum við inni þar sem öll okkar tæki eru. Okkar hlutverk er að sjá til þess að tækin séu í lagi og þau vinni eins og til er ætlast. Allt þarf að vera í lagi 365 daga á ári. Það er mikil pressa á okkur ef til myndatöku. Á leiðinni að bjargbrúninni er Viðar beðinn um að lýsa starfi sínu innan ratsjárstöðvarinnar. „Mitt hlutverk er að hafa yfirumsjón með öllum rekstr- inum, starfsmannahaldi og slíku. Einnig sé ég t.d. um að semja um reksturinn fyrir hvert fjárhagsár við bandaríska sjó- herinn og það byggist raun- verulega allt á því hvernig þar tekst til. Þá þarf að leggja fram áætlun fyrir allt árið með tilheyrandi rökum fyrir hverri framkvæmd. Þetta hefur gengið alveg ágætlega og ef eitthvað er þá er starfsemin að aukast fremur en hitt og ýmis búnaður og tæki eru að bætast við.“ Viðar segir að byggingarlega séð þá sé ratsjárstöðin á Bola- fjalli NATO stöð en rekstrar- lega sé hún á vegum bandaríska flughersins sem síðan hafi samning við Ratsjárstofnun um reksturinn. Þar af leiðandi séu menn komnir inn á varnarsvæði um leið og þeir komi inn fyrir girðinguna sem umlykur stöð- ina. Hann segir að eftirlitsþátt- urinn sé síst minni nú en áður þrátt fyrir þíðuna í samskiptum stórveldanna en það sé að hluta til vegna eftirlits bandaríska flughersins með eigin flug- vélum. Stórbrotið útsýni blasti nú við frá bjargbrúninni og sást vel yfir Ísafjarðardjúp og yfir í Jökulfirði. Tækifærið var því notað til að smella af nokkrum myndum frá ýmsum sjónar- hornum áður en lagt var af stað niður af fjallinu aftur. Viðar segir að enginn vafi sé eitthvað bilar og það er gerð krafa til okkar um að gera við bilanir á sem skemmstum tíma,“ segir Helgi Jónsson. Hann segir aðspurður að starfs- andinn í stöðinni sé góður og líkir sambandi starfsmanna við hjónaband þar sem auðvitað geti skipst á skin og skúrir án þess að til skilnaðar þurfi að koma. NATO - Flugherinn - Ratsjárstofnun Nú er skoðunarferðinni um ratsjárhluta stöðvarinnar lokið og Viðar býður aftur upp á kaffi. Síðan er haldið út aftur til að taka myndir en þar er lognið algert þrátt fyrir að um morguninn hafi verið hálfgert rok niðri á jafnsléttunni. Skyggnið er þokkalegt þrátt fyrir sólarleysi og bendir Viðar blaðamanni á áhugaverði staði í sínum huga um að uppbygg- ing ratsjárstofnunar á Bolafjalli hafi haft gífurlega þýðingu fyrir Bolungarvíkurkaupstað. Til dæmis hafi verið ráðist í byggingu íbúðarhúsa fyrir starfsmenn stöðvarinnar í Bolungarvík auk þess sem bygging stöðvarinnar á sínum tíma hafi haft í för með sér aukin umsvif í bæjarfélaginu. Hann segir rekstur stöðvarinnar kalla á töluvert mikla þjónustu frá Bolungarvík og telur að tilvist hennar mætti líkja við að frystitogari væri gerður út frá bæjarfélaginu og það hljóti að skipta miklu. Flestir hljóta að geta tekið undir þetta með Viðari sem hér með er þakkað fyrir gest- risnina og fyrirmyndar leið- sögn um hið „dularfulla mann- virki“ á Bolafjalli, sem lesend- ur eru vonandi fróðari um nú en áður. Svæðið er girt af og aðgangur er bannaður. Starfsmenn fyrir utan ratsjárstöðina. Talið frá vinstri: Jón Jóhannesson, Kristján Ágústsson, Guðmundur Karlsson, Viðar Axelsson, Halldór Jón Hjaltason, Magnús Einarsson og Helgi Jónsson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.