Bæjarins besta - 11.06.1997, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1997 9
Munið heimsend-
ingarþjónustuna
Síminn er
456 5267
Yngri kynslóðin kunni vel að meta þetta litla hús sem smíðað er af fyrirtækinu Ágústi og
Flosa ehf. á Ísafirði.
Sýningargestum var boðið upp á glæsilega tískusýningu, en Björn Garðarsson, verkefnisstjóri
Atvinnuþróunarfélagsins var einn þeirra sem sýndi fatnaðinn.
Atvinnuvegasýning Vestfjarða
Sextíu fyrirtæki sýndu
vörur og þjónustu
Um helgina var Atvinnu-
vegasýning Vestfjarða haldin í
fyrsta sinn í íþróttahúsinu á
Torfnesi á Ísafirði. Sýningin,
sem haldin var á vegum At-
vinnuþróunarfélags Vestfjarða
þótti takast vel og er talið að
um 5000 gestir hafi sótt hana
þá tvo daga sem hún stóð yfir.
Um 60 fyrirtæki kynntu þar
vörur sínar og þjónustu með
ýmsum hætti og kom fjöl-
breytni í vestfirsku atvinnulífi
mörgum sýningargesta á óvart.
Ljósmyndari blaðsins var
staddur í íþróttahúsinu á Torf-
nesi um helgina og tók þá
þessar myndir sem sýna brot
af því sem í boði var.
Um 5000 manns sóttu sýninguna þá tvo daga sem hún stóð
yfir.
Dagný Þrastardóttir eigandi Rammagerðar Ísafjarðar var
að sjálfsögðu með bás á sýningunni og sýndi þar það sem hún
hefur fram að færa í innrömmun, glerskurði, stimplagerð og
fleira.
Póls var eitt af athyglisverðari fyrirtækjum á sýningunni, en
það sérhæfir sig m.a. í smíði á vogum til notkunar í fiskiðnaði.
Ungfrú gæs var að halda upp á síðustu daga sína utan hjónabands og fékk af því tilefni
nokkra sýningargesti til að stíga létt dansspor með sér.
Vestfirski harðfiskurinn er eftirsóttur um land allt og hann rann ljúflega niður hjá þessum
sýningargestum.
Verslanirnar Leggur og Skel, Krisma og Jón og Gunna sameinuðust um sýningarbás og hér
má sjá eigendur og starfsfólk við hann.