Bæjarins besta


Bæjarins besta - 11.06.1997, Page 12

Bæjarins besta - 11.06.1997, Page 12
Íslistaverk á Ísafirði Bæjarins besta ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk N æ rf at na ðu r Su nd fa tn að ur Afkoma Íshúsfélagsins mun betri á fyrsta ársfjórðungi Aðalfundir Íshúsfélags Ísafjarðar og Gunnvarar Aðalfundir Íshússfélags Ís- firðinga og Gunnvarar á Ísafirði voru haldnir í síðustu viku. 111 milljóna króna tap varð á rekstri Íshúsfélagsins á síðasta ári sem er heldur meira en varð árið þar á undan, en þá var tapið 93 milljónir króna. Gunnvör er lokað fyrirtæki en að sögn Magnúsar Reynis Guðmundssonar, stjórnarfor- manns beggja fyrirtækjanna, er hagur Gunnvarar góður og gekk rekstur fyrirtækisins vel á síðasta ári eins og undanfarin ár. Magnús segir að rekstur Íshúsfélagsins hafi verið mjög Íshúsfélag Ísfirðinga hf. erfiður á síðasta ári sem og undanfarin ár og þess vegna hafi verið gripið til sölu eigna. Eignarhlutur Íshúsfélagsins í ýmsum fyrirtækjum hefur verið seldur ásamt því að Framnes ÍS var selt Gunnvöru, sem reyndar á um 96% hlut í Íshúsfélaginu. Að sögn Magn- úsar eru afkomutölur vegna fyrsta ársfjórðungs á þessu ári mun betri en verið hefur og rekur hann þann árangur til aðhaldsaðgerða og breyttra áherslna en fyrirtækið hefur m.a. einbeitt sér í auknum mæli að framleiðslu neytendapakkn- inga. Hann segir að miklar vonir hafi verið bundnar við vinnslu steinbíts en verkfallið hafi orðið þess valdandi að mun minna hafi borist að af steinbít en áætlanir gerðu ráð fyrir. Framtíð landvinnslunnar var til umræðu á aðalfundi Íshúsfél- agsins og segir Magnús að menn hafi orðið sammála um að halda áfram rekstri eins og framast væri kostur. Aðspurður um hvort hug- myndir væru uppi um samein- ingu Íshússfélagsins og Gunn- varar við hið nýja Hraðfrysti- hús hf., sem nú er annað stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Vest- fjörðum, sagði Magnús að eng- ar viðræður væru í gangi þar að lútandi. „Það hefur verið rætt um samvinnu þessara aðila. Við höfum áður rætt saman þ.e.a.s. fulltrúar Hraðfrystihússins í Hnífsdal og Íshúsfélagsins, um væntanlegt samstarf og ekki síst vegna þess að bæði fyrir- tækin hafa verið að vinna bol- fisk. Fyrirtækin eru með bol- fiskvinnslu á tveimur stöðum og það mætti hugsa sér að vinnsla yrði á einum stað á meðan hráefni er takmarkað.“ Magnús segir að stjórn Gunnvarar hafi ákveðið að vinna að opnun fyrirtækisins á þessu ári og að fjölga hlut- höfum með það að markmiði að hægt verði að bjóða hluta- bréf til sölu á frjálsum markaði. Einungis átta hluthafar eiga Gunnvöru en að sögn Magn- úsar þurfa hluthafar að vera 20-25 til að bréf fyrirtækisins verði gjaldgeng á Opna tilboðs- markaðinum og 200 hluthafa þarf til að komast á Verðbréfa- þing Íslands. Á Magnúsi mátti skilja að stefnan væri sett á Opna tilboðsmarkaðinn til að byrja með. Sjávarútvegsráðuneytið Ákvörðun ráðherra í takt við tillögur Hafró fiskveiðiári verði ekki mikið meiri en 30 þúsund tonn þrátt fyrir leyfðan afla upp á 50 þúsund tonn þannig að skerðing ufsakvóta mun lítil áhrif hafa á veiðarnar Í frétt frá sjávarútvegsráðu- neytinu segir að á undaförnum árum hafi Íslendingar dregið úr veiði á grálúðustofninum, sem sé sameiginlegur með Grænlendingum og Færey- ingum, í samræmi við tillögur fiskifræðinga enda dragi fáir í efa að ástand stofnsins sé alvarlegt. Þar segir einnig: „Á sama tíma hafa veiðar í lögsögu Færeyja og Grænlands verið óheftar og Grænlendingar hafa selt erlendum aðilum og þó einkum Evrópusambandinu grálúðuheimildir. Hefur grá- lúðuafli grannþjóða okkar farið vaxandi. Ísland hefur um all- langt skeið reynt að koma af stað samningum um grálúðuna en það hefur gengið illa. Næsti samningafundur er fyrirhugað- Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið leyfilegan heildarafla fyrir einstakar fisktegundir á næsta fiskveiðiári. Farið er eftir tillögum Hafrannsóknarstofn- unar í flestu en þó er leyfð 45 þúsund tonna ýsuveiði, sem er 5 þúsund tonnum meira en Hafró lagði til. Einnig er út- hafsrækjukvóti meiri en Hafró lagði til, eða 75 þúsund tonn í stað 70 þúsund tonna. Eins og greint var frá í síðasta blaði verður þorskkvótinn 218 þúsund tonn sem er 32 þúsund tonnum meiri kvóti en leyfður er á yfirstandandi fiskveiðiári. Úthafsrækjukvóti hækkar um 15 þúsund tonn, afli af ýsu, karfa, steinbít og humri stendur í stað, en leyfður síldarafli minnkar um 10 þúsund tonn og ufsaafli um 20 þúsund tonn. Talið er að ufsaafli á þessu ur í júlí n.k.“ Þjóðhagsstofnun hefur lagt mat á áhrif ákvörðunar sjávar- útvegsráðherra um heildarafla fyrir næsta fiskveiðiár. Ef einungis er litið til þeirra tegunda sem ákvörðunin nú tekur til og loðnunni sleppt, felst í henni aukning um 3,4% í þorskígildum talið miðað við yfirstandandi fiskveiðiár. Ef líklegur loðnukvóti er tekinn með í reikninginn minnka veiðiheimildir í þorskígildum um 0,8% milli fiskveiðiára. Þjóðhagsstofnun áætlar á grundvelli framangreindrar ákvörðunar og lauslegrar áætl- unar um afla af öðrum teg- undum, að útflutningsfram- leiðsla sjávarafurða verði um 1½-2% meiri á árinu 1998 en áætlað er að hún verði í ár. Ísafjarðarbær Unnið að uppbygg- ingu tjaldsvæða Menningarnefnd Ísafjarðar- bæjar hefur á þessu ári eina milljón til ráðstöfunar til upp- byggingar tjaldsvæða í sveitar- félaginu. Að sögn Þórunnar Gestsdóttur, aðstoðarmanns bæjarstjóra, er ætlunin að tjald- svæðið á Þingeyri hafi forgang í sumar hvað varðar fram- kvæmdir, ásamt tjaldsvæðinu í Tungudal á Ísafirði. Þórunn segir að á Þingeyri verði framkvæmdum við tjald- svæðið við nýju íþróttamið- stöðina lokið, en þar verður m.a. gengið frá snyrtiaðstöðu og lögnum ásamt stæðum fyrir húsbíla. Í Tungudal er einnig áætlað að koma upp aðstöðu fyrir húsbíla en Þórunn segir að auk þess þyrfti að bæta húsaðstöðu tjaldsvæðisgesta hvað varðar baðaðstöðu og fleira. Hugmyndir eru uppi um að byggja tjaldsvæði á flugbraut- inni á Suðureyri en Þórunn telur ekki líklegt að framkvæmdir við það hefjist á þessu ári. Tjaldsvæðið á Flateyri eyði- lagðist í snjóflóðinu árið 1995. Ákveðið hefur verið að bíða með uppbyggingu þess að svo komnu máli, að sögn Þórunnar.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.