Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 2

Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 Fyrirætlanir nýs meirihluta bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um ráðningu nýs bæja Jónas og Kristinn Jón verða b vors og fá 170 þúsund krónur Meirihluti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar samþykkti um helgina að Kristinn Jón Jóns- son, forseti bæjarstjórnar, og Jónas Ólafsson, formaður bæjarráðs, myndu áfram geg- na í sameiningu starfi bæjar- stjóra Ísafjarðarbæjar fram til vors. Hinn nýi meirihluti bæjar- stjórnar hafði lýst því yfir að heimamaður yrði ráðinn bæj- arstjóri og að hann yrði ekki úr röðum bæjarfulltrúa. Þessar fyrirætlanir gengu ekki eftir og var Kristinn Jón Jónsson spurður hverju sætti. Hann vildi ekki upplýsa við hverja var rætt um að taka að sér bæjarstjórastarfið, en sagði að menn hefðu sett fyrir sig að þurfa að fórna núver- andi starfi sínu fyrir stuttan starfstíma í bæjarstjórastóln- um. „Það voru einnig aðilar sem spurðust fyrir um starfið, en þegar til átti að taka voru þeir ekki reiðubúnir fyrir svo stuttan tíma. Ég held að úr þessu taki því ekki að nefna þá sem um var að ræða, auk þess sem sumir þeirra óskuðu nafnleyndar.“ Að sögn Kristins hefur ver- ið ákveðið að hann sinni viðveru bæjarstjóra á bæjar- skrifstofunni fyrir hádegi en Jónas Ólafsson eftir hádegi. Þeir tveir muni síðan skipta með sér öðrum verkum eftir því sem henta þætti. Aðalglíman við gat á fjárhagsáætlun Launakjör bæjarstjóranna tveggja til samans verða nokk- uð lægri en laun fyrirrennar- ans, Kristjáns Þórs Júlíusson- ar. Greiðsla fyrir störf þeirra miðast við formennsku í bæjarráði og á að samsvara tólf fundum í mánuði til hvors þeirra. Í krónum talið þýðir þetta að hvor bæjarstjóri hefur um 170 þúsund krónur í laun á mánuði og er um heildar- greiðslu að ræða þar sem allt er innifalið, t.d. bæði orlof og lífeyrissjóður. Að sögn Kristins Jóns leggst bæjarstjórastarfið ágæt- lega í hann. „Ég er búinn að vera lengi í bæjarpólitíkinni og þekki í stórum dráttum vel til flestra málaflokka þannig að ég held að þetta verði ekk- ert vandamál. Jónas hefur einnig mikla reynslu þannig að þetta á allt saman að ganga.“ - Mega bæjarbúar eiga von á einhverjum áherslubreyting- um í rekstri sveitarfélagsins með tilkomu nýrra bæjar- stjóra? „Nei, ég á ekki von á því. Aðalglíman er við gat sem er á fjárhagsáætlun þessa árs. Um hundrað og fimmtíu millj- ónir skortir á að endar nái saman og ég sé ekki fram á annað en að vandanum verði mætt með lántöku. Verkfallið í vor með tilheyrandi sam- drætti í tekjum er ein ástæðan fyrir fjárlagagatinu. Einnig hafa sölur eigna ekki gengið eftir samkvæmt áætlun og skortir 30 milljónir króna þar upp á. Síðast en ekki síst eru launahækkanir til kennara nú í haust áhrifaþáttur ásamt at- vinnuleysi á Þingeyri og um- framútgjöldum til snjóflóða- varna upp á 20 milljónir króna.“ Hættir Rúnar við að hætta? - Nú var samþykkt á fundi bæjarstjórnar um daginn að viðræður færu fram við Rúnar Vífilsson, skóla- og menning- arfulltrúa og Þórunni Gests- dóttur, aðstoðarbæjarstjóra, um uppsagnir þeirra? „Þórunn hefur óskað eftir starfslokasamningi, en ég er að vona að Rúnar endurskoði sína afstöðu. Við óskuðum Lionsklúbbur Ísafjarðar Endurhæfingardeild FSÍ fært lasertæki að gjöf Á mánudag færði Lions- klúbbur Ísafjarðar endur- hæfingardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Ísafirði höfðinglega gjöf í tilefni 40 ára afmælis klúbbsins fyrr á árinu. Um er að ræða laser- tæki sem býður upp á marg- víslega notkunarmöguleika við endurhæfingu sjúklinga. Sigurveig Gunnarsdóttir, yfirsjúkraþjálfari endurhæf- ingardeildarinnar, veitti tæk- inu viðtöku og færði Lions- mönnum þakkir, en í máli hennar kom fram að þetta er ekki í fyrsta eða eina skiptið sem þeir koma færandi hendi á Fjórðungssjúkrahúsið. Sigurveig greindi frá not- kunarmöguleikum tækisins og sagði það aðallega notað á stoðkerfi líkamans til að minnka verki, bæði vegna bráðameiðsla og krónískra verkja, en einnig væri hægt að vinna á ýmsum húð- og taugavandamálum með tæk- inu. Hún sagði tækið vera orkugjafa sem yki blóðflæði til þeirra staða líkamans sem því væri beint að. Að sögn Heiðars Guð- mundssonar, formanns fjár- öflunarnefndar vegna kaupa á lasertækinu, var tækið tekið í notkun í vor á endurhæf- ingardeildinni, þótt það væri núna fyrst sem formlega afhending færi fram. Tækið var valið í samráði við starfs- fólk endurhæfingardeildar- innar og kemur í stað eldra tækis sem orðið var gamalt og úrelt. Sigurveig Gunnarsdóttir, yfirsjúkraþjálfari endurhæfingardeildar FSÍ, tók við lasertækinu frá Heiðari Guðmundssyni, formanni fjáröflunarnefndar Lionsklúbbs Ísafjarðar vegna tækjakaupanna. Heiðar vildi koma á fram- færi þökkum til allra sem stutt hafa Lionsklúbb Ísafjarðar vegna tækjakaupanna, en hann vildi jafnframt hvetja menn sem vilja komast í góð- an félagsskap og styðja góð málefni, til að ganga í klúbb- inn. Stjórnarskipti fóru fram í Lionsklúbbi Ísafjarðar á dög- unum, en í nýrri stjórn eru; Guðmundur Marínósson for- maður, Garðar Einarsson ritari og Grétar Sigurðsson gjaldkeri. Fyrri stjórn var skipuð þeim; Kristjáni Krist- jánssyni, Salmari Jóhanns- syni og Kristjáni Pálssyni. Sex heilbrigðisstofnanir í Ísafjarðarbæ sameinaðar undir einni yfirstjórn Tvö sveitarfélög íhuga sölu eignarhluta í FSÍ Ingibjörg Pálmadóttir, heil- brigðisráðherra, skipaði með bréfi, dagsettu 28. nóvember, nýja stjórn fyrir sameinaða „Heilbrigðisstofnun, Ísafjarð- arbæ“, en tilskipunin er gerð að undangenginni tilnefningu heimamanna og mun gilda fram yfir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Þar með er staðfest sameining sex stofn- ana; Fjórðungssjúkrahússins á Ísafirði, Heilsugæslustöðv- ar Ísafjarðar ásamt útibúum á Suðureyri og í Súðavík, Sjúkraskýlisins og Heilsu- gæslustöðvarinnar á Þingeyri, Öldrunarstofnunar Önundar- fjarðar og Heilsugæslustöðv- arinnar á Flateyri. Sameining- in tekur gildi 1. janúar. Nýja stjórnin leysir af hólmi þrjár stjórnir og fækkar stjórn- armönnum því úr 21 í 7 til 9. Formaður stjórnar er Magda- lena Sigurðardóttir, en aðrir í stjórn eru; Sverrir Hestnes, Steinþór Bjarni Kristjánsson og Birkir Friðbertsson. Að auki situr Ingibjörg Sveins- dóttir í stjórninni, tilnefnd af starfsmannaráði. Eins og greint var frá í blað- inu fyrr í haust, höfnuðu Bol- víkingar hugmyndum um sameiningu heilbrigðisstofn- ana á norðanverðum Vest- fjörðum. Þeir og Súðvíkingar munu vera mjög óhressir með að eiga ekki stjórnarmann í hinni nýju stjórn og benda á að þrátt fyrir allt eigi þessi sveitarfélög enn aðild að Fjórðungssjúkrahúsinu og taki þátt í stofnkostnaði þess. Á fundi bæjarráðs Bolungar- víkur 2. desember s.l. var eftir- farandi bókun samþykkt: „Bæjarráð Bolungarvíkur mótmælir harðlega afstöðu Heilbrigðisráðuneytisins þar sem tekin er af Bolungarvík, sem er eignaraðili að FSÍ, stjórnarseta í stjórn FSÍ.“ Í rökstuðningi Ólafs Krist- jánssonar bæjarstjóra í bréfi til ráðuneytisins, kemur fram að hann telur að verði ekki breyting á ákvörðun ráðuneyt- isins um skipan í stjórn FSÍ verði sveitarfélögin Bolungar- vík og Súðavík að leita réttar síns m.t.t. eignaraðildar. „Því verður ráðuneytið ann- að tveggja að hlutast til um að Ísafjarðarbær kaupi eignarhlut Bolungarvíkur (og Súðavík- ur), eða endurskoða stjórnar- skipun,“ segir Ólafur í bréfinu. Með sameiningunni væntir heilbrigðisráðuneytið þess að stjórnsýslueiningar verði sterkari og að sameiginlegur kostnaður, svo sem við fjár- reiður og innkaup, lækki. Að sögn Guðjóns Brjáns- sonar, framkvæmdastjóra hinnar nýju sameinuð heil- brigðisstofnunar, eru mark- mið stjórnenda að stuðla að áreiðanlegri og aðgengilegri heilbrigðisþjónustu á svæðinu og að unnið verði að tengingu heilsugæslunnar innbyrðis þannig að hún verði hæfari og hagkvæmari rekstrareining. Jafnframt á að tryggja fagfólk til starfa og stuðla að stöðug- leika í mannahaldi m.a. með sköpun starfsumhverfis sam- kvæmt nútímakröfum. Guð- jón segir að síðast en ekki síst verði unnið að því að fjárfram- lög til rekstrar heilbrigðis- þjónustunnar verði ekki skert umfram það sem orðið er.

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.