Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Qupperneq 6

Bæjarins besta - 19.12.1997, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 Útgefandi: H-prent ehf. Sólgötu 9, 400 Ísafjörður % 456 4560 o 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Stafræn útgáfa: http://www.snerpa.is/bb Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson Halldór Sveinbjörnsson Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson Blaðamaður: Magnús Hávarðarson Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið. Leiðari Óskum Súðvíkingum sem og öðrum Vest- firðingum gleðilegra jóla og farsælar á nýju ári Súðavíkurhreppur Óskum viðskiptavinum okkar, starfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Hraðfrystihúsið hf., Mjölvinnslan hf., Hnífsdal Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða ÚTKALL TF-L Í nýrri Útkallsbók Óttars Sveinssonar lýsa hátt í þrjátíu viðmælendur hans fjórum mögnuðum atburðum þar sem um sex tugir manna lenda í bráðri lífshættu. Greint er frá ótrúlegum staðreyndum sem ekki hafa komið fram opinber- lega fyrr. Sagt er frá sjávar- háska og björgunaraðgerðum tengdum Vikartindi, varðskip- inu Ægi, Dísarfelli og Þor- steini GK. Einnig segir ungur Íslendingur, Einar Ágústsson, frá baráttu sinni við dauðann í frumskógi í Gvatemala. Við grípum hér niður í fyrstu frásögn bókarinnar þegar risabrotsjór lagði varð- skipið Ægi á hliðina er áhöfn skipsins reyndi að bjarga flutningaskipinu Vikartindi frá strandi við suðurströnd Íslands: Ægir liggur undir áföllum! Nú hljómuðu skýr skilaboð í kallkerfinu hjá áhöfn þyrl- unnar úti á flugvelli: „ÚTKALL ALFA“ – neyð- arútkall – áhöfnin átti að fara í loftið eins og skot. Benóný flugstjóri fékk vitneskju um að varðskipið lægi undir áföllum: „Þetta voru hrikalegar frétt- ir. Við vissum ekkert um afdrif Ægis annað en að skipverjar væru í stórhættu. Vikartind hafði verið að reka upp en nú komu upplýsingar um allt aðra hluti. Þetta var ótrúlegt. Við hlupum út í vél og reyndum að hraða okkur eins og kostur var. Ég einbeitti mér að því að koma vélinni sem fyrst í loftið. Ég vonaði nú sem aldrei fyrr að allt gengi upp hjá okkur – engin bilun yrði við gangsetningu, afís- ingarbúnaðurinn yrði í lagi og allt annað. Mikill éljagangur var, með hvössum hryðjum. Þegar við komum út í vél höfðum við samband við stjórnstöðina og létum vita að við værum að fara í loftið. Við vorum þá látnir vita að varnar- liðið hefði líka verið kallað út. Þeir væru að leggja af stað. Þetta var staðfesting á því að eitthvað mikið væri um að vera.“ Einar skipherra hafði undr- ast mjög að vélar Ægis gengu enn, þrátt fyrir að skipið hefði lagst nánast alveg á hliðina: „Mér til mikillar furðu slógu engar vélar út. Aðalvél- arnar tvær eru þannig að ef rafmagn fer af skipinu fara báðar skrúfurnar á ferð aftur á bak. Ef það hefði gerst hefðum við misst skipið upp í fjöru. Komi mikill halli á skipið eins og nú gerðist missa vélarnar smurolíuþrýsting. Öryggis- kerfið á þá að slá ljósavélarnar út. En bæði aðalvélar og ljósavélar voru enn gangandi. Mér fannst það með ólíkind- um. Ég kallaði á Jakob yfirstýri- mann aftur á og spurði hvort allir væru heilir eftir þessi ósköp. Ég fékk ekkert svar. Oft er okkur ekki svarað strax aftur á – menn heyra ekki alltaf í stöðinni í hávaða og hama- gangi. Mér leist samt illa á að heyra ekkert frá þeim aftur á. Ég einbeitti mér áfram að því að ná skipinu upp í ölduna. Guðmundur stýrimaður og Óskar háseti, sem höfðu verið á brúarvængnum, höfðu sloppið með naumindum. Guðmundur náði að beygja sig undir þil þar sem hann síðan gat haldið sér með því að hanga lóðréttur. Óskar hafði hins vegar staðið uppi á þaki þyrluskýlisins. Honum tókst að komast í skjól með því að hlaupa á bak við skor- steinshúsið þar sem hann náði handfestu og hékk meðan ósköpin dundu yfir. Báðir mennirnir fóru á kaf.“ Maður fyrir borð Viðvaranir Einars um brot- Í hvaða akur er fræinu sáð Jólin eru á næsta leiti. Á aðventukransinum á aðeins eftir að kveikja á Englakertinu, sem minnir á hverjir það voru, sem fluttu okkur fregnina um komu HANS, sem við tökum á móti í hvert sinn og helgi jólanna gengur í garð. Hjá okkur Íslendingum er undirbúningur jólanna orðinn nokkuð fastmótaður. Jólaljósin kvikna þó fyrr með ári hverju og kaupmennskan bólgnar út. Nú er síður en svo ástæða til að amast við ljósadýrðinni í svartasta skammdeginu eða þeirri tilhneigingu, að gleðja vini og ættingja með gjöfum og gera vel við sitt heimafólk í mat og drykk á jólum, meðan þetta er innan marka, sem kalla mætti almenna skynsemi. Spurningunni, hvort við séum komin yfir þau mörk eða ekki, verður hver og einn að svara fyrir sig. Þótt fólk verði fegið komu jólanna til að geta hvílst eftir erfiðan undirbúning, geta sofið, etið, lesið og þegið heimboð, og þannig líði jólin hjá flestum okkar, þá vakna eigi að síður margar spurningar á jólum, spurningar sem alla jafnan komast ekki að fyrir amstri hversdagsins. Í hvaða akur höfum við sáð fræjum okkar. Hvaða uppskeru væntum við? Hvernig höfum við nýtt akurinn og hvernig höfum við hlúð að honum svo hann viðhaldi frjósemi sinni til að gagnast niðjum okkar? Þessum spurningum svari hver og einn, líkt og þeirri um jólahaldið. Svörin verða mörg. Þau verða jafn ólík og mannfólkið er. Það getum við verið viss um. Á akri allra heimsins barna, jörðinni, er svo komið að opinberir verkstjórar, þjóðarleiðtogarnir, eru farnir að efast um ágæti verka sinna. Lengi hafa þeir vitað betur en orð þeirra og gjörðir bentu til. Blekkingin eða fáviskan um að gufuhvolfið gleypti að skaðlausu öll þau eiturefni sem skefjalaust lífsgæðakapphlaup og gróðahyggja hefur leitt af sér, skýlir þeim ekki lengur. Um það má segja að betra er að iðrast seint en aldrei. Heldur eru það dapurleg örlög þjóðar, sem öðrum þjóðum fremur montar sig af ósnortinni náttúru, loks þegar þjóðir heims eru að vakna til vitundar um hættuna, sem yfir mannkyninu vofir verði ekki dregið úr mengun lofts, láðs og lagar, að þá skulum við Íslendingar knékrjúpa í bæn um meiri mengun, vegna þess að við höfum ekki verið nógu duglegir að subba út og spilla umhverfinu fram til þessa. Nú krefjumst við stærri hlutdeildar í subbuskapnum og menguninni. Skammsýni af þessu tagi þjónar eflaust pólitískum tilgangi, færir okkur jafnvel fjárhagslegan skammtíma ávinning. Hitt er aftur á móti víst, að sá akur sem þannig er í sáð, er ekki líklegur til að skila íslenskum börnum næstu aldar þeim óspilltu lendum, sem við hljótum að óska erfingjum okkar til handa. Þeir menn sem við lok tuttugustu aldar grátbiðja um meiri mengun en við höfum hingað til látið frá okkur fara, kunna að hafa þá einu afsökun sem leiðir til fyrirgefningar í þessu máli: Þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Bæjarins besta þakkar lesendum sínum nær og fjær tryggð við blaðið og sendir þeim hugheilar óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. s.h. Ísafjörður Orra breytt á Spáni Fimm tilboð bárust í breytingar á togaranum Orra ÍS, en eins og kunnugt er, stendur til að lengja skipið um 12 metra auk þess sem því verður breytt í fullkomið frystiskip. Þrjú tilboðanna bárust frá Póllandi og tvö frá Spáni þ.á.m. frá skipasmíðastöðinni í Vigo, en þar er ráðgert að skipinu verði breytt. Áætlaður kostnaður við breytingarnar er 225- 250 milljónir króna.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.