Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Blaðsíða 7

Bæjarins besta - 19.12.1997, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 7 Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða. Bolungarvíkurkaupstaður Hafnargötu 90-96 Bolungarvík Sendum Bolvíkingum sem og öðrum Vestfirðingum okkar bestu jóla- og nýárskveðjur Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar sendir íbúum sveitarfélagsins og viðskiptavinum sínum bestu jóla- og nýárskveðjur með þökk fyrir hið liðna Bæjarstjórinn Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Landsbanki Íslands Útibúið á ÍsafirðiÍsafirði, Bíldudal, Patreksfirði Óskum viðskiptavinum okkar, starfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Sparisjóður Bolungarvíkur Bolungarvík og Suðureyri Sendum Bolvíkingum, Súgfirðingum og öðrum Vestfirðingum óskir um gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár með þökkum fyrir viðskiptin -LÍF Sextíu menn í lífs- hættu sjóinn bárust ekki niður í vélarrúm. Ólafur Pálsson yfirvélstjóri hafði verið niðri í stjórnrúmi að horfa út um kýrauga þegar hann sá fyrsta skaflinn koma. Bátsmaðurinn hafði þá ver- ið með honum. Þegar stóra brotið kom sá Ólafur sitt óvænna og tókst að skella blindhleranum yfir kýraugað og loka með því að tessa hlerann aftur. Ólafur hékk síðan á tessanum og handriði þar fyrir neðan á meðan skipið fór veltuna. Þegar skipið rétti sig af varð Ólafur þess áskynja að tals- verður sjór var kominn á göngupall milli aðalvélanna. Hann taldi fyrst að kælivatns- rör hefði sprungið. Svo var þó ekki heldur var þetta sjór sem hafði flætt inn um skorsteins- húsið og niður í vélarrúm þegar skipið var á hliðinni. Nú heyrði Einar skelfingar- óp í kallkerfi skipsins: „Nú var eins og stöðin opnaðist hjá Jakobi yfirstýri- manni aftur á. Ég heyrði skyndilega óp og öskur í hon- um – sársaukaóp. Það var hræðilegt að heyra þetta. Nú vissi ég að eitthvað alvarlegt hafði gerst. Á sama augnabliki og ég heyrði þetta skaut Guðmund- ur annar stýrimaður línu yfir í Vikartind. Ég tók samstundis ákvörðun um að hætta þessum aðgerðum. Keyra bara skipið út úr þessum ósköpum. Ég hugsaði ekkert um línuna, hvort hún náði yfir í Vikartind eða hvert hún fór. Ég lét menn- ina skera á línuna. Það var ekkert annað að gera en að bjarga okkar skipi og okkar fólki. Ég beygði skipinu í stjórn- borða til að forðast akkeris- keðjurnar frá Vikartindi. Nú hringdi annar síminn í brúnni. Ég tók tólið upp. Það var Ólafur yfirvélstjóri. Hann sagði mér að yfirstýrimaður- inn væri fótbrotinn og báts- maðurinn týndur – hann hefði þó verið í vélarrúminu einni mínútu áður. Þetta voru lamandi fréttir. Þær verstu sem ég hafði fengið á ævinni. Skelfilegast fannst mér að vita að við gát- um ekkert aðhafst til að hjálpa manninum ef hann hefði farið útbyrðis. Ólafur kvaðst ekki vita hvort bátsmaðurinn hefði hlaupið út eða fram í skip. Í sama mund hringdi hinn síminn í brúnni. Það var Jóhann Sigurjónsson háseti sem var aftur á. Hann sagði að allt væri farið fjandans til hjá þeim. Ég lét alla vita og bað áhöfnina að svipast um eftir bátsmanninum. Menn voru að leita út um allt skip en líkur bentu til að hann hefði farið fyrir borð. Ég lét Vikartind vita í talstöð- inni að við værum hættir aðgerðum, maður hefði fót- brotnað hjá okkur og að lík- indum hefði einn maður farið útbyrðis. Ég óskaði eftir að þeir litu vel í kringum sig stjórnborðsmegin.“ Bensínstöðin á Ísafirði Opnunartímar um jól og áramót Þorláksmessa, 23. desember kl. 07:30 - 23:00 Aðfangadagur, 24. desember kl. 07:30 - 15:00 Jóladagur, 25. desember LOKAÐ Annar í jólum, 26. desember kl. 12:00 - 16:00 Gamlársdagur, 31. desember kl. 07:30 - 15:00 Nýársdagur, 1. janúar LOKAÐ Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Bensínstöðin á Ísafirði Flugeldamarkaður Hjálparsveitar skáta Ísafirði Sama lága verðið og í fyrra Vinsælu fjölskyldupakkarnir Tertutilboð - Flugeldatilboð Trítill - Tralli - Troðni - Trausti Opið: Aðalsölustaður: Skátaheimilið, Mjallargötu Sunnudaginn 28. des. kl. 13-22 Mánudaginn 29. des. kl. 13-22 Þriðjudaginn 30. des. kl. 13-22 Gamlársdag 31. des. kl. 10-16 Sölustaður við Ljónið er opinn: Þriðjudaginn 30. des. kl. 16-19 Gamlársdag 31. des. kl. 10-12 Flugeldasýning verður við Pollgötu, sunnudaginn 28. desember kl. 20:00 Ykkar stuðningur - Ykkar hagur Hjálparsveit skáta, Ísafirði

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.