Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997
Hótel Ísafjörður
sími 456 4111
Jóla- og áramótadansleikur verður á Hótel Ísafirði
laugardaginn 27. desember.
Glæsilegur fimm rétta matseðill og skemmtiatriði
Dansleikur eingöngu fyrir matargesti
Vinsamlegast pantið borð í síma 456 4111
Gleðilega hátíð!
Jólaveisla
Sr. Agnes M.
Sigurðardóttir,
sóknarprestur
í Bolungarvík
skrifar hugvekju
í tilefni jólahátíðar
Eitthvað koma þessi orð kunnuglega
fyrir sjónir, a.m.k. nú á jólaföstunni.
Þau tengjast þeirri hátíð sem í hönd
fer innan skamms. Þau standa í jóla-
guðspjalli Lúkasar og eru lesin á hverj-
um jólum í kirkjunni og oft heyrast þau
líka á aðventunni, á jólafundunum
svokölluðu eða á helgileikjum, sem oft
eru hafðir á þessum tíma árs.
En koma þessi orð okkur við, okkur
sem nú erum uppi í lok 20. aldarinnar?
Voru þau ekki sögð við hirða úti í haga
í fjarlægu landi fyrir 2000 árum? Jú,
þau voru boð frá himnum. Þar sem
hirðarnir sátu í myrkrinu yfir kindunum
sínum og ornuðu sér við eldinn, stóð
allt í einu engill Drottins hjá þeim og
dýrð Drottins ljómaði kringum þá og
þeim voru flutt þessi himnesku boð um
fæðingu frelsarans. Þeir fóru og fundu
Maríu og Jósef og ungbarnið, sem lá í
jötu. Þeir snéru aftur, væntanlega til
hjarðar sinnar, en varla hafa þeir verið
samir á eftir.
Lífsreynslan hefur áhrif á okkur og
mikilvægt er að vera eins og hirðarnir.
Að fara og sjá. Að leita lausna sinna
mála við jötuna, hjá því barni, ,,sem er
Kristur Drottinn”. Fæðing hans mark-
ar tímamót í lífi heimsins, enda er tíma-
tal okkar miðað við hana. En fæðingin
getur líka markað tímamót í lífi þess
sem meðtekur boðin. Þegar hjartað
fær að ráða en ekki eingöngu skyn-
semin. Þá gerist eitthvað innra með
okkur sem knýr okkur til að líta öðrum
augum á lífið. Líta á hlutina út frá því
að ,,Guð er með oss”. En það þýðir
ekki það að við drögum okkur út úr
skarkala heimsins og leggjumst með
tærnar upp í loft og bíðum átekta. Það
þýðir það að við verðum eins og hirð-
arnir. Förum aftur á okkar stað, mörkuð
af þeirri reynslu sem trúin veitir, þegar
við áttum okkur á því að hin himnesku
boð ,,yður er í dag frelsari fæddur”
eru líka töluð til okkar. Okkar, sem nú
erum uppi, um 2000 árum síðar.
Guð gefi þér gleðileg jól í Jesú nafni.
,,Yður er í dag frelsari fæddur”