Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Page 13

Bæjarins besta - 19.12.1997, Page 13
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 13 við strákarnir út Jón notar í bátana efni sem kallast ramin. Það er svo sem ekkert sérstakur viður, segir hann, en er kvistalaus og mjúkur og því auðvelt að sveigja hann til eftir þörfum. Jón er húsvörður í Stjórn- sýsluhúsinu á Ísafirði og þar á viðtalið sér stað. Hann segist nota bátasmíðina til að drepa tímann þegar rólegt er, og er með einn bát á borðinu sem hann vinnur að þessa dagana. „Þessi gæti verið svolítið líkur bát úr Víkinni sem upphaflega hét Andri. Seinna hét hann Einar, en Gestur Sigurðsson setti á hann byssu og hóf hrefnuveiðar, en Gestur þessi var upphafsmaður þeirra veiða hér á Ísafirði. Enn síðar keypti Hjörtur Stapi bátinn og var á honum á rækju og á skaki á sumrin. Á þessum tíma var ég að læra járnsmíði í Vélsmiðjunni Þór, en þá sóttist maður eftir því að komast á skak í sumarleyfum. Ég fór einmitt fyrstu sjóferð- ina með Stapanum á þessum bát. Við sigldum sem leið lá út með Ritnum að Aðalvík, en þar drap Hjörtur á vélinni og lét reka eftir sjávarföllum. Það passaði alveg að fá svona tvö rek vesturúr, þá var bátur- inn orðinn smekkfullur. Bátur- inn var 5 tonn að stærð og með minnstu Bolvíkingun- um.“ Pungapróf dregið af Árnapungum - Hvernig byrjar þú svo á svona bátslíkani. Kannski svipað og gert er í skipasmíða- stöð? „Já, ég byrja á því að leggja kjölinn og kjölsíðuna, þá koma böndin og síðan raðast borðin utan á. Ég var í vand- ræðum með að fá teikningar af bátum sem ég hafði áhuga á að smíða, en komst svo yfir teikningar í bókinni Íslenskir sjávarhættir sem hafa nýtst mér vel. Þar eru myndir og teikningar af öllum skektum og allt upp í teinæringa. Þar er t.d. teikning af Vigurbreið, en hann er einmitt á sýning- unni í Slunkaríki, þótt óklár- aður sé.“ - Hvaða báta ertu með á sýningunni? „Ég var nú því miður ekki alveg tilbúinn með bátana þegar Elísabet Gunnarsdóttir kom að máli við mig og bað mig um að vera með á sýning- unni, en ég ákvað samt að slá til. Það vantar t.d. seglin, en til bráðabirgða gerði ég þau úr kartonpappa. Ég á fjóra báta á sýningunni, Vigurbreið, sex- æring, sem er skekta með færeysku lagi, skútuna Bolla og kútter Kalla. Bolli var af þeirri tegund báta sem kallaðir voru Árnapungar af því að þeir voru svo breiðir, en orðið pungapróf, er einmitt dregið af Árnapungunum. Ásgeirs- verslun keypti báta með þessu lagi bæði frá Danmörku, Sví- þjóð og Noregi, en þeir voru vélarlausir. Ég man vel eftir þremur þessara báta, Svanin- um, Heklunni og Bolla, en sá síðastnefndi var úr Súðavík. Svo var einn á Flateyri sem Garðar hét, en hann hafði verið lengdur og sennilega borðhækkaður. Þessi bátur var svo því miður brenndur seinna.“ Maður verður alveg eins og barn - Er einhver þessara báta til í dag? „Nei, því miður. Menn hafa verið of fljótir að farga þeim. Það er svo merkileg saga í kringum þetta allt saman. Það voru t.d. Samvinnubátarnir sem kallaðir voru Rússar af því að eigendur og skipstjórar þeirra voru taldir svo vinstri sinnaðir.“ - Hvað er erfiðast við báta- smíðina? „Það er mjög erfitt að útbúa súgbyrðinginn, en annars er það bara þolinmæðin sem gildir.“ Áhöldin sem Jón notar eru ekki flókin eða dýr. Hann notar litlar þvingur, þvotta- klemmur, bréfaklemmur, venjulegt trélím og glært lakk. En hann lætur ekki staðar numið þótt báturinn sé full- kláraður miðað við upphaf- legu fyrirmyndina. Hann vél- væðir nefnilega bátana og siglir þeim með fjarstýringu á Pollinum á blíðviðrisdögum á sumrin. „Ég prófaði þetta fyrst þegar ég setti saman danskt módel, sem var skólaskip. Þegar ég hafði lokið við skút- una að mestu leyti, þá datt mér í hug að það væri nokkuð sniðugt að setja í hana mótor. Þetta tókst og ég lét hana sigla um Pollinn. Maður verður al- veg eins og barn, enda er þetta hálfgerður barnaskapur í manni.“ - Já blundar ekki barnssálin í okkur öllum? „Það er svo sem alveg rétt og það er skemmst að minnast Leós ljósmyndara, þegar hann var hérna með flugmódelin sín. Ég man hvað strákarnir söfnuðust í kringum hann á tímabili. Ég tók stefnuna frek- ar á bátana, því það er hrika- legt þegar flugmódelin hrapa og eyðileggjast. Menn verða þá að byrja alveg upp á nýtt.“ Rifjar upp sögu trébáta Jón hyggst rifja upp sögu trébátanna með bátasmíðinni, frá upphafi fram undir 1930- 1940, allt frá skektunum og þilskipunum, en hann segir að þau hafi gert mönnum kleift að komast í fyrsta sinn al- mennilega út á hafið. Jón er algjör sagnabrunnur þegar kemur að sögu útgerðar á Vestfjörðum og hann hefur öll bátslög á hreinu. „Það er mjög merkilegt lag á Vigurbreið, en mönnum ber nú ekki alveg saman um hvað- an það er upprunnið. Lúðvík Kristjánsson segir í bók sinni að lagið á Vigurbreið sé hið eiginlega djúplag, en eins og menn hafa heyrt og séð þá er Vigurbreiður alveg feiknalegt burðarskip. Bolvísku sexær- ingarnir voru hins vegar með bognu stefni og miklu mjórri. Bátarnir þurftu að vera léttir, því þeir voru teknir upp á Kamb eftir hverja sjóferð. Þeir voru því fyrir vikið frekar veikbyggðir. Falur Jakobsson var frægur bátasmiður í Bolungarvík og bátar smíðaðir eftir hann voru sagðir með Falslagi. Synir hans tveir unnu með honum og annar þeirra, Jakob Fals- son, hélt svo áfram hérna hjá Marsellíusi. Mér finnst synd hvað lítið er eftir í Bolungar- vík af minjum frá þessum tíma. Það er búið að eyðileggja Kambinn og Malirnar, beit- ingaskúrinn er horfinn - það er öllu rutt í burtu. Það hefur enginn áhuga á þessu. Ef Geir Guðmundsson hefði ekki far- ið út í að varðveita áhöld og aðrar gamlar minjar og stuðla að uppbyggingu Ósvarar, þá væri þetta allt horfið í dag.“ Seglskipið tók gufuskip í tog Einn þeirra báta sem Jón langar til að smíða er „Ásgeir litli“, en það var fyrsti gufubát- urinn í eigu Íslendinga. Ásgeir Ásgeirsson, sem Ásgeirs- verslun er kennd við, keypti bátinn og hafði hann í ferðum með varning fyrir Djúpmenn. „Árni Jónsson, faktor, sem Árnapungarnir voru kenndir við, sá um rekstur Ásgeirs- verslunar og hafði mann úr Bolungarvík, Ólaf Kárason að nafni, sem formann hjá sér á bát sem kallaður var „Kútter Kalli.“ Ólafur hafði farið til Kaupmannahafnar og náð sér í skipstjórnarréttindi, en í fyrsta úthaldinu hér á Vest- fjarðamiðum lenti hann í því að bjarga „Ágeiri litla“. Fakt- orinn hafði látið Ólaf vita að til væru fleiri hafnir en á Ísafirði, ef leita þyrfti vars, því hann vildi ekki að menn kæmu í land nema þegar búið væri að fylla. Það brældi snögglega á Ólaf og félaga í fyrstu veiðiferðinni og hann er á leið inn Djúp þegar hann kemur auga á skip á reki með neyðarflaggið uppi. Þetta var gufuskipið Ásgeir, en skrúfan hafði losnað af öxl- inum og skipið rak út Djúpið í vondu veðri. Það var farið að skyggja og Ólafur sá að hann hefði engin tók á að bjarga skipinu við þessar aðstæður, og undir seglum. Þegar birti aftur ákvað Ólafur að leita gufuskipsins og fann það um síðir. Veðrið hafði versnað til muna, en Ólafi tókst að koma enda yfir í Ásgeir og dró hann á seglum inn á Dýrafjörð, við mikinn barning. Ólafur þurfti að sigla beitivind með hitt skipið í togi og tók það tímann sinn. Hann náði loks inn á Haukadalsbót, en þar voru fyrir einar 15-20 franskar skútur. Menn ætluðu vart að trúa eigin augum þegar þeir sáu skútuna koma inn fjörðinn í vitlausu veðri, með gufuskip í togi. Ólafur hóf sem sagt sinn skipstjóraferil á þennan hátt. Faktorinn kallaði hann fyrir sig og greiddi honum þúsundkall fyrir björgunina og annan þúsundkall sem áhöfnin átti að skipta með sér. Og Ásgeir litli var lengi við líði eftir þetta,“ segir Jón, en hann kann margar sögurnar af svaðilförum vestfirskra sjómanna frá liðnum árum. Nýi tíminn ekki í uppáhaldi Stálskip eru ekki í uppá- haldi hjá Jóni og nýi tíminn í skipasmíðum höfðar ekki til hans. Hann er þó að vinna að smíði skuttogara og notar til- búið módel af síðutogara sem grunn að honum. Hann hefur enga sérstaka fyrirmynd í huga við smíðina og hefur bætt við búnaði sem honum finnst henta. Vél er í togaran- um og þurfti Jón að hanna og smíða skrúfuhring til að tog- krafturinn skilaði sér. Og af því að enginn kvóti er á togar- anum hefur Jón haft toggálg- ann þannig að hægt er lækka hann. Já ekki skortir á hugvit- ið, og hver veit nema það nýt- ist í fullvöxnu fiskiskipi. Tvö verka Jóns á Jólasýningu Slunkaríkis „Bátar“. T.v. skútan Bolli sem var svokallaður „Árnapungur“, eitt fyrsta þilskipið í eigu Ásgeirsverslunar. T. h. er „Kútter Kalli“, sem Jón getur um í viðtalinu.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.