Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 15
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 15
ðmi fjölskyldunnar
frændur þína? Raunar virðist
mér að hér vestra hafi löngum
verið meira um vinstrisinnaða
presta en gengur og gerist í
þeirri stétt og kannski óþarfi
að telja þá upp...
„Mig minnir að Winston
Churchill hafi komist að orði
á þá leið, að eitthvað væri að
þeim mönnum sem ekki væru
vinstrisinnaðir fyrir þrítugt, en
jafnframt væri eitthvað bogið
við þá menn sem ekki yrðu
hægrisinnaðir eftir þrítugt.
Það er rétt að ég var mjög
vinstrisinnaður þegar ég var í
menntaskóla. Það voru árin
mín með Karli Marx. Þá ríkti
ákveðinn bóhem-lífsstíll og ég
var upptekinn af bókmennt-
um, jazztónlist og ýmsu fleiru.
Síðan dofnaði þessi áhugi
mjög í háskólanum. Upp frá
því hef ég ekkert skipt mér af
pólitík og get ekki talið mig
neitt sérstaklega til vinstri, og
reyndar ekkert að ráði til hægri
heldur. Það er einhver sann-
leikur í þessu öllu. En ég held
að það sé ekki mjög heppilegt
fyrir presta að vera áberandi í
pólitík. Stjórnmálin eru oft
óvægin og þar eru menn
dregnir í dilka. Það er æskilegt
að ekki sé hægt að draga
prestinn á einhvern tiltekinn
bás og eyrnamerkja hann
einhverjum ákveðnum hópi
sem er að takast á við aðra
hópa í samfélaginu.“
Umbi á yfirreið um landið
– Hvernig var svo mennta-
vegurinn hjá þér og starfsfer-
illinn eftir það?
„Ég var í Menntaskólanum
í Reykjavík og lauk þar
stúdentsprófi árið 1979. Síðan
lá leiðin í Háskóla Íslands.
Ég hafði töluverðan áhuga á
heimspeki, guðfræði og bók-
menntum en sá það alls ekki
fyrir mér á þeim árum að ég
yrði prestur. Prestarnir í
Reykjavík voru miklu eldri
en ég sjálfur og það var
einhvern veginn ekki svo
auðvelt að setja sig í þeirra
spor. Ég hóf nám í heimspeki
og stundaði það fyrsta vetur-
inn í háskólanum. Síðan vann
ég um sumarið með Pjetri
Maack, sem var útskrifaður
úr guðfræðideildinni, og þá
sá ég að vel væri hægt að
sækja eitthvað af tímum í
guðfræði án þess að í því
fælist yfirlýsing um að ég
ætlaði endilega að verða
prestur. Þannig byrjaði ég í
guðfræðideildinni. Síðan
breyttist viðhorfið eftir því
sem leið á námið. Og þá sá ég
líka að prestar eru bara menn
rétt eins og aðrir og hugsan-
lega gæti ég alveg staðið í
þeim sporum.
Eftir að námi lauk réðst ég
austur á land, starfaði sem
aðstoðaræskulýðsfulltrúi
kirkjunnar á Austurlandi og
bjó á Reyðarfirði. Síðan
fluttist ég aftur til Reykjavíkur
og hóf störf á Biskupsstofu
sem fræðslufulltrúi Þjóðkirkj-
unnar. Félagar mínir sögðu þá
að ég væri hinn eini sanni
Umbi, svo vísað sé í Kristni-
hald undir Jökli. Og rétt eins
og Umbi í sögu Laxness, þá
ferðaðist ég dálítið um og
kynnti mér kristnihaldið í
landinu, ásamt því sem ég
flutti erindi og hélt fræðslu-
fundi.“
Til Ísafjarðar
„Á Biskupsstofu starfaði ég
fimm ár. Það var ágætur tími.
Á þessum árum kynntist ég
konunni minni og við vorum
farin að velta því fyrir okkur
að flytjast út á land, jafnvel
þótt við værum bæði Reyk-
víkingar. Við hugleiddum
nokkra staði sem þá voru
lausir, staði eins og Odda á
Rangárvöllum, Patreksfjörð
og Ísafjörð. Okkur leist best á
Ísafjörð til þess að búa á, þrátt
fyrir ákveðna annmarka á
starfinu hér, vegna þess að þá
voru hér miklar deilur um
kirkjubygginguna. En ég
ég hefði sjálfur tekið í hæðina
hefði ég búið hér þá. En mér
þykir mjög vænt um gömul
hús. Þau hafa ákveðna sál, ég
tala nú ekki um hús eins og
kirkjur. Þær eiga ekki aðeins
sína eigin sögu, heldur tengist
hún sögu svo margra og þess
vegna eru kirkjur svo dýr-
mætar í hugum þeirra. Það
var að sjálfsögðu mjög erfitt
fyrir marga bæjarbúa að sjá
eftir gömlu kirkjunni sinni,
bæði þegar hún skemmdist í
eldsvoðanum og ekki síður
þegar ákveðið var að taka hana
ofan og byggja nýja í staðinn.
En ég man vel eftir mönnum
sem höfðu það á orði, eftir að
þeir voru búnir að koma í
fyrsta sinn í nýju kirkjuna og
vera hér við eina athöfn, að
nú væru þeir sáttir. Hugsan-
lega tóku þeir þá ákvörðun að
sætta sig við orðinn hlut.“
Ísafjarðarkirkja hin nýja
– Hvernig líkar þér við
ákvað samt að slá til og sjá til
hvernig þessi mál myndu
þróast og réð mig hingað í eitt
ár. Sem betur fer gekk þetta
allt vel og nú erum við búin
að vera hér í sex ár.“
Öldurnar hefur lægt
– Þú nefndir deilurnar um
kirkjumálin hér á Ísafirði um
það leyti sem þú réðst hingað.
Er það ósætti úr sögunni?
Einhvern veginn fannst manni
þá að seint myndi gróa að
fullu...
„Þær öldur hefur alveg lægt.
Ekki verð ég var við annað.
Fólk vildi leysa málin og mál
af þessu tagi verða ekki leyst
nema einhverjir gefi eftir. Ólík
sjónarmið voru uppi og tekist
var á um þau í nokkurn tíma,
eins og kunnugt er. Niður-
staðan varð að byggja nýja
kirkju á gamla staðnum.
Auðvitað var mikil eftirsjá að
gömlu kirkjunni. Ég fylgdist
svolítið með þessu úr fjarlægð
og veit raunar ekki hvaða pól