Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Page 16

Bæjarins besta - 19.12.1997, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 kirkjuna nýju? „Ég held að við getum verið mjög ánægð með hana. Það er oft sagt að glöggt sé gests augað og ég heyri á aðkomu- fólki sem kemur hér inn, að það sé mjög hrifið. Því finnst húsið stílhreint og það finnur hér fyrir ákveðinni helgi og fegurð. Þegar ég heyri slíkt, þá finnst mér að þessi bygging hafi tekist vel.“ – Það er alþekkt frá fornu fari, hérlendis jafnt sem er- lendis, að grafir séu undir kirkjugólfi. Svo mun vera hér... „Já, það eru rétt innan við þrjátíu grafir þekktar hér undir gólfi hinnar nýju kirkju. Að auki nokkur óþekkt leiði. Það kom í ljós, sem okkur var ekki kunnugt þegar við vorum að taka upp grunn gömlu kirkj- unnar, að við hana hafði verið reist viðbygging til norðurs út í kirkjugarðinn, þar sem kórinn og orgelið voru. Þar undir voru gamlar grafir sem menn höfðu í þá tíð byggt yfir, þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt. Þetta var gert með samþykki aðstandenda og í samráði við þá. Og þess má geta, að hinn 25. nóvember síðastliðinn fór fram útför hér í kirkjunni og hin látna var jarðsett hér undir kirkjugólf- inu. Fyrirhugað er að setja upp hér í kirkjunni minningar- skjöld vegna þessara leiða.“ – Eru enn einhver legstæði laus hér í gamla kirkjugarðin- um á Eyrartúni? „Hér eru enn nokkur leg- stæði sem hafa verið frátekin fyrir löngu, en garðurinn er yfirfullur.“ – Eru til góðar skrár um grafir í garðinum? „Ekki frá fyrri tímum. Það er nokkuð góð skráning frá því á fyrri hluta aldarinnar og sérstaklega frá miðri öldinni og síðan, en svo virðist sem menn hafi ekki verið nógu duglegir að skrá legstæði í byrjun þessarar aldar, nema þær skrár hafi þá týnst. Það var augljóst þegar grafið var fyrir nýju kirkjunni, að garð- urinn er mjög gamall og má segja að legstæðin séu á þrem- ur hæðum.“ – Hvað er að það helsta sem enn er ógert hér í kirkj- unni? „Ég nefndi áðan minning- arskjöldinn. Einnig er eftir að setja upp altaristöflu. Ekki er enn farið að vinna neitt að því máli. Í undirbúningi er að kaupa altarisklæði í litum kirkjuársins. Á dagskránni er að halda áfram vinnu við safnaðarheimilið. Safnaðar- salurinn er ennþá alveg hrár og þar vantar að ganga frá bæði lofti og gólfi. Einnig þyrfti að kaupa millihurð milli kirkjusalar og safnaðarsalar. Að utanverðu er einnig nokk- uð óger t. Koma þarf upp regnskyggni yfir anddyri og leggja göngustíga meðfram kirkjunni. Og þakið á safnað- arheimilinu þarfnast endur- bóta og breyttrar hönnunar. Í snjóunum miklu fyrir tveimur árum kom í ljós að það þoldi ekki fargið.“ Annasamt prestakall – Nú er kominn aðstoðar- prestur hér á Ísafjörð. Þetta hefur væntanlega verið ákaf- lega annasamt brauð hjá þér á umliðnum árum... „Já. Það var baráttumál þriggja síðustu presta hér að fá aðstoðarmann eða að eitt- hvað annað yrði gert í þessum málum. Þar var alla tíð við ramman reip að draga, því að lög gera ráð fyrir að einn prestur geti þjónað fjögur þúsund manns. Í Reykjavík er til dæmis ekki farið að huga að aðstoðarpresti fyrr en fjöldi sóknarbarna er kominn langt yfir það, jafnvel upp í sjö eða átta þúsund. Munurinn hér er hins vegar sá, að prestakallið nær yfir þrjár þéttbýlissóknir, Hnífsdal, Ísafjörð og Súðavík. Það hefur í för með sér, að þrennt er af öllu og starf á þremur stöðum, þrjár jóla- messur, þrjár messur á sjó- mannadag og svo framvegis. Fyrst og fremst þetta hefur gert prestakallið svo viða- mikið. Séra Jakob fékk að- stoðarprest um skeið, en fjár- hagslegur grundvöllur þess embættis var ekki nógu vel tryggður á þeim tíma. Séra Karl Matthíasson barðist mikið fyrir þessu og varði miklu af tíma sínum og fjár- munum meðal annars til þess að fara suður og ræða við fjárveitingavaldið. Síðan gerðist það í desember árið 1990, að fjárveitinganefnd lagði kirkjunni til eitt nýtt embætti aðstoðarprests, en það embætti kom ekki hingað vestur, heldur fór það í Breið- holts- og Árbæjarhverfi í Reykjavík, enda var þörfin þar einnig mikil. Næstu árin á eftir einbeittum við okkur að því að vinna að málinu á Kirkju- þingi. Þar var samþykkt haust- ið 1991 og aftur haustið 1995 að það væri forgangsverkefni að á Ísafjörð kæmi aðstoðar- prestur. Ég hygg að fyrst og fremst vegna þessara sam- þykkta hafi það fengist fram að nú hefur verið ráðinn aðstoðarprestur hér í Ísafjarð- arprestakalli.“ Aida og Verdi – Hvað gerir sóknarprest- urinn á Ísafirði helst í frístund- um? „Ég á litla seglskútu sem ég sigli á sumrin. Hún er núna í uppsátri hér í vetur. Þetta er afar lítill bátur og ber nafnið Aida.“ – Ekki Hermóður eins og báturinn hans afa þíns... „Nei, sá bátur er reyndar enn á floti og Birgir frændi minn rær á honum. Þeir frændur mínir létu gera upp gamla bátinn hans afa. Birgir lét setja á hann hús og rær héðan frá því snemma á vorin og fram á haust.“ – Ekki þó úr Ögurnesinu eins og forðum daga... „Nei, það er styttra að róa héðan og úr Bolungarvík. Annars skilst mér að aftur sé að koma fiskur inn í Djúp. Þetta fann ég í sumar þegar ég var á ferðum mínum á skút- unni. Hvar sem ég setti niður færi var þorskur á hverjum öngli. Fiskurinn er aftur að koma hér inn á firðina. Kann- ski er þetta afleiðing vernd- unaraðgerða eða ef til vill er þetta vegna einhverra breyt- inga í sjónum. En ég á fleiri áhugamál en siglingarnar. Ég geri mikið af því að lesa bækur og hlusta á tónlist...“ – Jazzinn ennþá eins og í gamla daga? „Nei, nú hlusta ég aðallega á sígilda tónlist...“ – Verdi, kannski? „Já, eins og nafnið á skút- unni gefur vissulega í skyn. Ég hef ánægju bæði af óperum og ballett. Svo má nefna, að ég er um þessar mundir mér til gamans að læra söng hjá Guðrúnu Jónsdóttur. Á vetur- na eru svo gönguskíðin. Þetta eru nú helstu áhugamálin.“ – Ferðu í langferðir á skút- unni? „Nei, ég fer nú bara rétt út á Djúpið.“ – Ertu með vél í henni líka? „Það er reyndar utanborðs- mótor, en reglan hjá mér er að nota hann sem minnst. Ég reyni bara að láta vindinn bera mig. Það er mjög skemmtilegt og róandi að sigla. Ég nota bátinn miklu frekar til siglinga en fiskiveiða, þó að ég renni færi stöku sinnum. Einn af kostunum við að búa hér fyrir vestan er nábýlið við náttúruna. Það á fólk að nýta sér með því að fara í göngutúra og á skíði. Margir eiga báta sem þeir nota á sumrin og skreppa á Horn- strandir og víðar hér um slóðir. Það er til lítils að búa hér ef menn nýta ekki kosti landsins og náttúrunnar.“ Samfélagið á Ísafirði – Finnst þér betra að búa hér á slóðum hins vestfirska uppruna þíns en í Reykjavík? „Já, það eru ákveðnir kostir við að búa hér. Það er kostur að vera í samfélagi sem er ekki mjög fjölmennt, þar sem fólk þekkir þig og þú þekkir aðra. Á stað eins og hér samgleðst fólkið, þegar tilefni er til þess. Gott dæmi er fæð- ing litla barnsins okkar um daginn. Hér gengur maður út af sjúkrahúsinu og mætir strax fólki á götunni sem óskar manni til hamingju. Í Reykja- vík ganga menn út af fæð- ingardeildinni og enginn veitir þeim athygli. Það er svo margt notalegt í samfélagi eins og hér. Þú þekkir mennina sem vinna á bifreiðaverkstæðinu eða í búðinni. Ef þú þarft á hjálp að halda, þá veistu hvert þú getur farið og beðið um hana. Svo njótum við þess, vegna þess að Ísafjörður er þó það stórt samfélag, að hér er töluvert menningarlíf, og má þar nefna tónlistina og leik- listina. Það hafði sín áhrif þegar við ákváðum að setjast hér að. Uppruni minn á þess- um slóðum hafði auðvitað sitt að segja líka. Hér þekkti ég margt fólk fyrir.“ Grænt flagg í Sauðlauksdal – Þér hefur ekki dottið í hug að sækja um Sauðlauks- dal? Hann hefur löngum verið laus... „Það held ég nú ekki. Já, Sauðlauksdalur var alltaf laus þegar ég var í guðfræðideild- inni. Við vorum þar með Ís- landskort á kaffistofunni og höfðum litla pinna þar sem prestar sátu en grænt flagg þar sem prestaköll voru laus. Öll árin mín í guðfræðinni var grænt flagg í Sauðlauks- dal. Menn voru ekki mjög spenntir fyrir því að fara þangað. Það er kannski dæmi- gert fyrir þá breytingu sem hefur orðið í íslensku þjóðlífi, að sveitirnar hafa verið að tæmast af fólki, því miður. Það vilja orðið allir búa í einhverju þéttbýli. Og vegna þess að landbúnaður hefur verið að dragast saman, þá geta prestar ekki stundað búskap jafnframt prestsstarf- inu eins og áður var. Þá leita menn enn frekar í þéttbýlið. Í dag þarf makinn líka að hafa vinnu.“ „Hvenær ferðu?“ ,,Um þessar mundir er mikið rætt um fólksflóttann héðan af Vestfjörðum. Ég minnist atviks frá því að ég var á Reyðarfirði. Þar var skemmtilegur karl sem vann á bensínstöðinni. Ég var nýfluttur á staðinn og kom á bensínstöðina og karlinn spurði: Hvenær ferðu? Ég svaraði því til, að ég hefði nú verið að koma. Þá segir hann: Ég er orðinn svo leiður á því að spyrja fólk hvernig því líki hér, að ég spyr bara: Hvenær ferðu? Það eru nú liðin um fimmtán ár frá því að þetta gerðist, þannig að fólks- flóttinn af landsbyggðinni er ekkert nýtt vandamál. Leiðin liggur suður. En vera má, að þetta breytist aftur á nýrri öld. Ég finn það svo vel, þegar við förum til Þýskalands og heim- sækjum fólkið okkar þar, að þar eru önnur viðhorf uppi. Þar er munaðurinn einmitt í því fólginn að búa utan við stórborgirnar.“ – Hefurðu nokkurn tíma séð eftir því að fara í guðfræðina? „Nei, ég hef aldrei séð eftir því. Þetta er mjög gefandi starf. Þú vinnur með og kynnist fólki í öllum störfum og stéttum. Þú tekur þátt í lífi þess, gleði og sorgum. Prestar fá þakklæti fyrir störf sín. Ég hef aldrei séð eftir því að velja mér prestsskapinn.“ – Ég spyr eins og karlinn á Reyðarfirði: Hvenær ferðu? Séra Magnús hlær. „Að minnsta kosti ekki í bráð! Ég hugsa nú aldrei mjög langt fram í tímann. Áætlanir okkar mannanna geta breyst. Það var nú einhver karl hér á Ísafirði sem sagði við mig, að þegar ég væri búinn að fá mér bát og vélsleða, þá fyrst væri hann viss um að ég ætlaði að vera hér áfram. Nú er ég að minnsta kosti búinn að kaupa bátinn!“ Ekki kaupa vélsleða handa sóknarprestinum... – Ætli sóknarbörnin skjóti þá ekki saman í vélsleða handa prestinum sínum í jólagjöf þegar þau lesa þetta...? „Ég mundi nú frekar hvetja það fólk til að verja þeim fjármunum til Hjálparstofn- unar kirkjunnar heldur en í slíkt leikfang handa mér. Nú er aðventan og jólagjafir til umræðu. Þá er gott að fólk minnist þess að Jesús fæddist fátækur í fjárhúsi og var lagður í jötu. Ekki síst á þessum tíma eigum við að minnast þeirra sem minna mega sín. Að- ventan ber einnig nafnið jólafasta. Núna á jólaföstunni er Hjálparstofnun kirkjunnar einmitt að safna fé fyrir bágstadda. Því megum við ekki gleyma í öllum gleð- skapnum og tilstandinu hjá okkur á aðventunni, þegar við erum stundum heldur uppt- ekin af jólahlaðborðum og ýmsu öðru.“ Ítalskur tilfinningahiti Vestfirðinga – Nú hefur það verið í fréttum úr Reykjavík síðustu daga, hversu óskaplega margir leita þar til hjálparstofnana eftir nauðþurftum og einhverj- um glaðningi fyrir jólin. Er mikið um að leitað sé til kirkjunnar hér vestra eftir hjálp af því tagi? „Nei. Vissulega getur fólk snúið sér til prestanna hér. Það kemur stundum fyrir og við getum sent umsóknir áfram til Hjálparstofnunar kirkjunn- ar, en flestir leita til félags- málayfirvalda í bænum ef nauðsyn krefur. Á hinn bóginn er samhjálpin hér miklu meiri en í þéttbýlinu syðra. Ná- grannar og kunningjar, félög og klúbbar hlaupa hér miklu frekar undir bagga, ef þörf er á. Það er einmitt einn kost- urinn enn við að búa í litlu samfélagi. Þar eru menn vinir. Samfélagið hér fyrir vestan er mjög sérstakt. Mér finnst stundum að það sé dálítið ítalskt, ef svo má segja. Hér Sr. Magnús og eiginkona hans, Kristín Torfadóttir með nýfædda dóttur sína.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.