Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 17

Bæjarins besta - 19.12.1997, Síða 17
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 17 Sendum öllum Vestfirðingum okkar bestu jóla- og nýársóskir og þökkum ánægjuleg viðskipti á nýliðnum tveimur árum. Vonumst til að eiga góð viðskipti við Vestfirðinga sem oftast í framtíðinni. Hlaðbær - Colas Markhella 1 - Hafnarfirði er gríðarlegur tilfinningahiti, eins og vel hefur komið fram í pólitíkinni að undanförnu. Menn viðhafa stór orð hver í annars garð, rétt eins og Ítalirnir gera. En ef eitthvað bjátaði á, þá vitum við að þessir sömu menn myndu taka um axlirnar hver á öðrum og gráta saman og hjálpa hverjir öðrum. Þetta er eitt af því sem er svo heillandi við Vestfirð- inga. Tilfinningarnar eru svo miklar og margbreytilegar.“ Skötulyktin í dyra- stafnum að Mjógötu 3 – Borðar þú kæsta skötu og hnoðmör? Mér finnst eins og útvarpið hafi hringt í frænda þinn hér vestra og spjallað við hann fyrir hver jól svo lengi sem ég man til þess að fræðast um þennan ramm- vestfirska Þorláksmessumat... „Já, ég geri það á Þorláks- messu. Þá fer ég alltaf í Mjó- götuna til Dóra og fæ skötu. Það er tvennt sem ég man sérstaklega vel eftir frá því að ég var lítill drengur hér á Ísa- firði og var að heimsækja ömmu mína. Annars vegar lyktin af skötunni og hins vegar sjávarlyktin sem hér var þá. Nú er búið að fylla svo mikið hér upp að fjörurnar hempuna og hökli sem er í mismunandi lit eftir árstíðum kirkjuársins. En þegar við göngum út í kirkjugarð og við ýmsar athafnir aðrar erum við á svörtu hempunni. Svo að ég taki alveg nýlegt dæmi frá vígslu íþróttahússins á Þing- eyri, þá var sóknarpresturinn þar, séra Guðrún Edda Gunn- arsdóttir, einmitt í svartri hempu við þá athöfn.“ Hefðbundið jólahald á heimili prestsins – Hvernig eru jólin á heimili sóknarprestsins á Ísafirði? „Jólahaldið á heimili okkar er mjög hefðbundið. Á að- ventunni reynum við að hafa það frekar rólegt, gefa okkur tíma til að lesa, hlusta á tónlist, drekka saman heitt kakó og borða þýskt jólabrauð, Stoll- en, sem konan mín bakar alltaf að hætti móður sinnar og ömmu. Við gerum dálítið af því að útbúa sjálf gjafir og skraut. Reyndar skreytum við heimilið ekki mjög mikið, en við reynum að útbúa það sjálf og hafa það notalegt. Þegar síðan kemur að sjálfri jóla- hátíðinni, þá gerum við eins og aðrir, við borðum góðan mat, tökum upp pakka, lesum jólakort, hringjum í ættingja og förum í kirkju. Að vísu eru kirkjuferðirnar líklega heldur fleiri hjá mér en almennt gerist, eins og við er að búast!“ Andi jólanna „En þetta er ákaflega mikil- vægt, að mínum dómi, að fólk gefi sér góðan tíma á aðvent- unni til að slaka á og njóta lífsins með fjölskyldunni. Það er dálítil hætta á því að þessi mánuður verði svo anna- samur, að loksins þegar jólin sjálf koma verði eins konar spennufall, að þá þurfi fólk bara að liggja og hvíla sig. En þannig á það ekki að vera. Þá er hætta á því að jólin verði ekki eins skemmtileg og þau ættu að vera. Á jólum á fólk að geta gefið sér tíma til að vera með vinum og ættingj- um, fara í heimsóknir og eiga góðar stundir með öðru fólki. Þannig var það forðum, þegar fjárhirðarnir komu til Maríu og Jósefs og englarnir sungu svo fyrir þau. Það er slíkur söngur sem þarf að hljóma í hjörtum okkar á jólunum.“ Hlynur Þór Magnússon Sr. Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Ísafjörður Aðalhindrun „strætó“ á Ísafirði úr sögunni Ljósmyndari BB tók þessa mynd þegar unnið var að niðurrifi hússins að Sundstræti 15, á Ísafirði í síðustu viku. Húsið, sem stóð út í götuna, hefur komist í fréttir vegna skemmda sem orðið hafa á því við ákeyrslur þar sem „strætó“ hefur komið við sögu, en bæjarsjóður Ísafjarðarbæjar keypti það af eigandanum fyrr á árinu til að rýmka fyrir umferð um Sundstrætið. Að sögn Kristins Jóns Jónssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, er nú sá árstími þegar menn viða að sér efni í áramótabrennur og var því talið tilvalið að drífa í að rífa húsið og slá með því tvær flugur í einu höggi. Fyrrum eigandi hússins að Sundstræti 15, Magnús Arnórsson, fylgdist með niðurrifinu í síðustu viku. Flotbryggja Djúpbátsins Fagraness sökk s.l. sunnudag, en talið er að þungi af völdum snjós hafi valdið því að sjór komst í gegnum loftventla þannig að flottankur bryggj- urnar fylltist. Aðfaranótt mánudags var reynt að ná bryggjunni upp með gáma- lyftara, en án árangurs. Á mánudagsmorgun var kafari fenginn til að koma togvír í bryggjuna og tókst áhöfn togarans Guðmundar Péturs að hífa hana upp með spili skipsins. Strax var hafist handa við dælingu úr flottank- inum, en eftir að henni lauk kom í ljós að bryggjan var óskemmd. Flotbryggja Fagranessins sökk Ísafjarðarhöfn Sendum öllum Vestfirðingum okkar bestu jóla- og nýársóskir með þökk fyrir viðskiptin á liðnum árum hafa minnkað og sjávarlyktin að sama skapi. Þó er hægt að fara hér út með Prestabugtinni og finna góða fjörulykt. En skötulyktin er enn föst í dyrastafnum að Mjógötu 3. Það er mjög notalegt.“ Siðir og form ,,Það er gaman að öllum svona siðum. Siðir eru dýr- mætir. Líka fyrir kirkjuna. Það er oft talað um formfestuna í kirkjunni, en hún er dýrmæt. Formfestan er aðferð til þess að lifa okkur inn í helgihaldið. Við sjáum það kannski best við útfarir. Þar ríkja ákveðnir siðir, sem fólk vill helst ekki breyta út af nema eitthvað alveg sérstakt liggi þar að baki.“ – Lengi býr að fyrstu gerð, og ég kann aldrei almennilega við presta öðruvísi en í svartri hempu og með hvítan pípu- kraga eins og hann séra Hálfdán á Mosfelli þegar ég var barn í þeim hreppi Mos- fellshreppi... „Þetta er einmitt dæmi um það, hversu ríkur vaninn er og hefðirnar í hugum fólks. Við erum nú flestir í hempu. Reyndar hefur orðið sú breyt- ing, að við messur klæðast prestar hvítu rykkilíni yfir

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.