Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Qupperneq 18

Bæjarins besta - 19.12.1997, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 Sigurður R. Ólafsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokks í Ísafjarðarbæ skrifar hugleiði Hugleiðing vegna viðtals Kristján Þór Júlíusson nennir ekki að rífast um Norðurtangann eða Torfnes. Hann kveður málin snúast um Grunnskóla Ísafjarðar og það umhverfi, sem við ætlum að bjóða nemendum, starfsfólki og foreldrum barnanna upp á. Mikið var nú gott að fá fram þessar upplýsingar, allir Ís- firðingar vita hvaða óhrjálega umhverfi hann og fylgisnatar hans ætluðu sér að bjóða bæjarbúum upp á til skóla- halds, jafnframt sem þeir harðneituðu að kynna sér okkar tillögur um skólasetur í vistvænu umhverfi, en á fyllilega sambærilegum kostnaðargrunni. Sigurður R. Ólafsson. Ísafjörður er víst ekki sama og Dalvík, en tvískinningur Kristjáns í skólamálum er svo gjörsamlega út úr kortinu, að ógerningur er að botna í því hvert maðurinn er eiginlega að fara. Nú er gott að flytja heim á Dalvík, því þar hefur bæjar- stjórnin tekið þá ákvörðun að hefja byggingarframkvæmdir við nýja skólann, óháð nýt- ingu gömlu skólahúsanna og miða við að taka byggingarnar í notkun haustið 1999. Stefna Kristjáns í skólamál- um þann tíma sem hann var bæjarstjóri á Dalvík, var að tjasla upp á gamla draslið, þeirri stefnu hafa Dalvíkingar nú góðu heilli hafnað, enda var Kristján Þór Júlíusson ekki þar á bæ lengur dragbítur í skólauppbyggingu. Sem betur fer hefur stefna hans endanlega beðið skipsbrot, ekki bara á Dalvík, heldur einnig nú á Ísafirði. Kristján Þór Júlíusson býð- ur ekki börnum sínum upp á þá framtíðarsýn, sem hinn nýi meirihluti í bæjarstjórn Ísa- fjarðarbæjar boðar, því hann vill koma börnum sínum til manns og flytur því norður á Dalvík. Það er gott að geta hallað sér að nútímalegri skólaupp- byggingu og vonandi fagna norðanmenn honum með lúð- rablæstri, þá er hann kemur til átthaganna. Það er því fyllilega sannað að áhugi Kristjáns Þórs Júlíus- sonar á uppbyggingu skóla- mála í Ísafjarðarbæ byggist á einhverjum annarlegum hug- myndum, en samanburðar- hæfni við sinn fæðingarbæ. Það getur verið að fortíðin sé komin til valda, en sú fortíð hefur trú á framtíð Ísafjarðar og skipuleggur sjóndeildar- hring skólamála af festu og víðsýni. Hafi það verið framtíðin, sem anaði áfram í villu og svima, með að eitt að leiðar- ljósi að breyta gömlu og úreltu frystihúsi í skólahúsnæði, húsnæði í óvistlegu umhverfi og á kostnaðarhugmyndum sem byggðust á óútfylltum víxli, þá gef ég ekki mikið fyrir þá framtíð. Á þá framtíð hefur verið slegið á fingurna á með þeim afleiðingum, að sumir standa enn og væla, en aðrir flýja af hólmi. Ég er þess fullviss að dómur sögunnar um okkur sexmenn- inganna verði sá, að okkur hafi tekist að afstýra menning- arlegu stórslysi í skólamálum Ísafjarðarbæjar. Í reyndinni tel ég ekki að um draum hafi verið að ræða, heldur martröð og ég er fullviss um að tveir af nánustu aðstandendum aulaleiðar- innar, varabæjarfulltrúi D- listans, Óðinn Gestsson og bæjarfulltrúi E-listans, Krist- ókeypis smáauglýsingar kaup & sala Kristján Þór Júlíusson, fyrrv. bæjarstjóri skrifar Lastmáll og kjassmáll! Ég þakka BB það tækifæri sem mér gefst til að setja á blað nokkur orð í tilefni ,,hugleiðingar” fyrrverandi samstarfsmanns míns, Sig- urðar R. Ólafssonar. Vel þekkt er að til að forðast málefnalega umræðu er að koma á flot sögum um náung- ann – koma höggi á helvítið, að því virðist til þess eins að upphefja sjálfan sig á annarra kostnað og réttlæta gerðir sínar fyrir sjálfum sér. Last- máll og kjassmáll eru bestu félagar þess er stundar slíkt háttarlag. Þeir sitja á bekk saman, taka að sér söguburð- inn, og það sem frá þeim geng- ur flýgur vítt og breitt – rekur frið úr húsi. Máltækið segir: ,,Hugur minnir á en hönd og tunga framkvæmir”. Víst er það að hægur limur er tungan en hún getur vegið vopna best. Laus- mælgi og rógur hafa marg- sinnis drepið gott verk í dróma, ósjaldan er víðsýni vant, en þetta er síður en svo nýtt fyrirbæri hér á landi. Í predikun Jóns biskups Vída- líns (1666-1720) á þriðja sunnudegi eftir Þrettánda segir svo: ,,Munnurinn býr yfir högg- ormaeitri. Hendurnar útrétta menn til að ræna og stela, til að slá og deyða. Fæturnir eru skjótir til að hlaupa hinn breiða veg, sem til glötunar liggur. Eyrun daufheyrast við Drottins orði, en klæja eftir nýjum lærdómum, eftir róg og bakmælgi, eftir náungans óhróðri og nálega öllu því, er menn vilja þar illt í bera. Nasirnar hitna af fólsku, þegar vér sjáum þann, er vér þykj- umst eiga nokkrar heiftir að gjalda.” Því miður getum við heim- fært þessa aldagömlu lýsingu biskupsins að einhverju leyti upp á þann veruleika sem blasir við okkur í dag á Ísa- firði. Mér liggur við að segja að um þessar mundir liggi Kristján Þór Júlíusson. Vantar ísskáp fyrir lítinn pening. Axel í síma 456- 3715. Vantar lítið skrifborð. Upplýsingar í síma 456- 4739. Til sölu eldavél með kera- mik helluborði. Einnig til sölu þvottavél. Uppl. í síma 456-7533 e. kl. 19 Fatamarkaður Salem. Kjallari. Opið föstudag kl. 17-19 og laugardag kl. 10- 16. Ódýr föt fyrir jólin. Til leigu 3ja herbergja íbúð á Ísafirði, laus strax. Upplýsingar í síma 564- 5045. Burton snjóbretti til sölu! Upplýsingar í síma 899- 3709. Biggi. Til sölu Subaru station, árgerð 1989, 4x4. Upplýs- ingar í síma 456-4469. Til sölu eða leigu Hjalla- byggð 9 Suðureyri. Upp- lýsingar í símum 567- 6217 og 897-6183. Til sölu rauðbrún hillu- samstæða, þrjár einingar. Upplýsingar í síma 456- 8246 á kvöldin Rjúpur til sölu. Upplýs- ingar í síma 456-5484. Til sölu MMC Galant, 4x4, árgerð 1992. Skipti á ódýr- ari. Upplýsingar í síma 456-8172. Til sölu eru Rossingos gönguskíði, án riffla. Lengd 193 sm. Seljast ódýrt. Uppl. í síma 553-6759. BÆJARRITARI Ísafjarðarbær auglýsir laust til um- sóknar starf bæjarritara. Bæjarritari er staðgengill bæjarstjóra og annast stjórn bæjarskrifstofa. Umsækjendur skulu hafa reynslu af stjórnunarstörfum. Vakin er athygli á 5. grein jafnréttislaga um jafna stöðu kynjanna. Laun samkvæmt kjarasamningi F.O.S.Vest. Umsóknarfrestur er til 5. janúar nk. Upplýsingar veitir formaður bæjar- ráðs, Jónas Ólafsson. ÍSAFJARÐARBÆR Ísafjörður Ný hárgreiðslustofa tekur til starfa Guðbjörg Hannesdóttir hef- ur opnað nýja hárgreiðslu- stofu að Pollgötu 4 á Ísafirði, við hlið Efnalaugarinnar Al- berts. Samkeppni um nafn á stofuna stendur yfir og verður tilkynnt um úrslit hennar í fyrsta tölublaði BB á nýju ári. Að sögn Guðbjargar hafa móttökur við nýju hárgreið- slustofunni verið frábærar frá opnun hennar fyrir viku. Hún mun starfa ein við reksturinn, til að byrja með a.m.k., og segist vera sveigjanleg hvað opnunartíma varðar nú fyrir jólin, og kvöld og helgar séu ekki heilagur tími í hennar augum. Guðbjörg efast ekki um að grundvöllur sé fyrir þriðju hárgreiðslustofuna á Ísafirði. Hún er mjög bjartsýn á framtíðarhorfur og segir aukna samkeppni hið besta mál. - En hvaða tískustraumar í hárgreiðslu skyldu eiga upp á pallborðið hjá Vestfirðingum nú um stundir? „Létt permanent er mikið í tísku núna hjá kvenþjóðinni, þ.e.a.s. stórir liðir, en hjá herrunum eru óskirnir breyti- legar, annað hvort vilja þeir hafa hárið mjög stutt eða til- tölulega sítt.“ Guðbjörg býður viðskipta- vinum sínum upp á breiða línu af hársnyrtivörum frá Fashion Formula Ecoly. Einnig selur hún náttúrulega ilmlínu frá Back to Basics, herralínu frá Icon og herra- og dömulínu frá Montage. Guðbjörg bað um að sím- anúmeri hárgreiðslustofunnar yrði komið á framfæri, en það er 456 5191. Guðbjörg Hannesdóttir ásamt ungum viðskiptavini á nýju hárgreiðslustofunni að Pollgötu 4.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.