Bæjarins besta


Bæjarins besta - 19.12.1997, Page 19

Bæjarins besta - 19.12.1997, Page 19
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 19 ingu vegna viðtals í síðasta tölublaði Bæjarins besta s við Kristján Þór inn Hermannsson, séu nú eitthvað að ranka við sér um að sennilega væru nú ein- hverjir annmarkar á breyting- arhugmyndinni, því nú leggja þeir ofurkapp á að húsin verði keypt og rifin og síðan byggt upp á lóðinni. Megi sá sem öllu ræður forða því að Ísafjarðarbær eignist fleiri slíka hugsuði, í bæjarstjórnir framtíðarinnar. Tillaga Óðins Gestssonar, fyrrverandi formanns fræðslu- nefndar á fundi 10. desember sl., um að kaupa upp Austur- veg 13 og 15, Tangagötu 29 og Sundstræti 36 og 45, rífa húsin og byggja þar skóla, krefst nánari skýringa. Það skyldi þó aldrei vera að það hafi runnið upp fyrir honum ljós, að hugmyndirnar um fullkomnun og kostnaðarhlið Norðurtangaleiðarinnar í skólamálum væru hjóm eitt. Eða má af þessu draga þá ályktun að hann hafi loks áttað sig á því að frá í júní í sumar hafi hann sem formaður fræðslunefndar þeytt flautuna í hlutverki ,,Rottuveiðarans frá Hameln” meðvitað eða ómeðvitað og eftir honum rölti öll fræðslunefnd, auk fleiri áhangenda. Tillögugerð hans ber aftur á móti með sér, að hann sé fullmeðvitaður gjörða sinna og því gengur hann erinda þeirra óþekktu afla, sem hafa allan tímann unnið markvisst að notkun bæjarsjóðs Ísafjarð- arbæjar, með eigin hagsmuni að leiðarljósi og þau mál krefjast hreinlega frekari rannsóknar. -Sigurður R. Ólafsson. ,,Kristján Þór Júlíusson býður ekki börnum sínum upp á þá framtíðarsýn, sem hinn nýi meirihluti í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar boðar, því hann vill koma börnum sínum til manns og flytur því norður á Dalvík" ,,Það er gott að geta hallað sér að nútímalegri skóla- uppbyggingu og vonandi fagna norðanmenn honum með lúðrablæstri, þá er hann kemur til átthaganna" FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI FSÍ óskar að ráða Ræstitækna (starfsfólk til ræstinga) í fastar stöður frá 1. febrúar 1998 Um er að ræða ræstingar: Á endurhæfingardeild í 50% stöðu í dagvinnu. Á heilsugæslustöð í 57% stöðu í dag- og álags- vinnu. Í kjarnabyggingu 2. og 3. hæðar i 100% stöðu frá kl. 11-19 virka daga. Við ýmsar ræstingar í húsinu (ræstingar, hreingerningar, afleysingar, aðstoð við aðra ræstitækna, o.fl.) í 60-100% stöðu í dag- vinnu. Einnig við ræstingar og býtibúrsvinnu: Á bráðadeild í 140-160% stöðum í dagvinnu (hlutastarf fyrir tvo starfsmenn). Á öldrunarlæknideild í 70-80% stöðu í dagvinnu. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1998. Gert er ráð fyrir fræðslu og sýnikennslu í meðferð ræstingaráhalda, skúringar- og bónvéla og reglna um ræstingar á sjúkra- stofnun fyrir þá sem ekki hafa fyrri reynslu. Umsóknum skal skila til hjúkrunarforstjóra FSÍ á eyðublöðum sem fást í afgreiðslu spítalans. Nánari upplýsingar veita hjúkrunarforstjóri eða ræstingarstjóri í síma 450 4500. Jóladansleikur Jóladansleikur verður haldinn á 2. í jólum kl. 15 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Miðaverð er kr. 2.000 fyrir manninn. Allir eru velkomnir. Kiwanisklúbburinn Básar. Frá ritstjóra Þar sem Kristján Þór Júlíusson, fyrrverandi bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar er á förum frá Ísafirði og þar sem þetta er síðasta tölu- blað ársins, ákvað ritstjóri í samráði við Sigurð R. Ólafsson, að gefa Kristjáni Þór tækifæri á svara skrif- um Sigurðar í sama tölu- blaði og grein Sigurðar birt- ist og fer það hér til hliðar. þetta böl á samfélaginu eins og mara. Blessunarlega fyrir- finnast þó þeir staðir enn hér á landi, sem þetta fyrirbæri hefur ekki enn drepið í dróma. Því fyrr sem ísfirskt samfélag kemst upp úr þeirri lágkúru og stóryrðaflaum, sem fylgir þessu háttalagi, því fyrr mun ísfirsk sól rísa á ný. Um innihald ,,hugleiðing- ar” SRÓ, að öðru leyti, vil ég sem minnst segja, en öðru vísi mér áður brá. Í ljósi samstarfs okkar SRÓ á liðnum árum komu kveðjur hans mér nokk- uð á óvart og við lesturinn komu í hugann eftirfarandi vísuorð eftir Bólu-Hjálmar: Nú eru fögru orðin geymd neðst á botni gleymsku, Gleðileg Jól Jólahátíðin gengur í garð að nokkrum dögum liðnum. Í hraða nútímans er hlutverk jólanna, hátíðar ljóss og friðar, eins og þau eru nefnd, mikið. Asinn sem ríkir hjá hjá flestum er slítandi. Þótt margir hafi þá trú, að mikill hraði skili betri ár- angri í lífinu, má ekki gleyma að manninnum er innri ró nauð- synleg. Sé innri friður og rósemd fjarri manni er hætt við því, að líf hans verði slitrótt og tætingslegt. Jólum fylgja áramót, gamalt ár kveður og nýtt tekur við. Þau minna okkur á hverfulleik lífsins. Það stendur ekki kyrrt heldur hreyfist stöðugt. Hreyfanleikinn gerir það að verkum að nauðsynlegt er að gleyma ekki sjálfum sér í miðri hringið- unni. Boðskapur jólanna beinist inn á við jafnt og út. Liðið ár Á þessum tímamótum rifja menn upp atburði liðins árs, þessa skamma skeiðs í tilverunni, sem liðið er hjá eins og ör- skot. Árið 1997 hefur verið nokkuð gjöfult Íslend- ingum, þótt enn beri deilur um um fiskveiðar og stjórnun þeirra nokkuð hátt í umræðunni. Til verkfalla hefur verið boðað á togaraflotanum. En með þjóðinni eða öllu fremur stjórnmála- mönnum hefur skapast samstaða um stóriðju og auknar framkvæmdir í því sam- bandi. Samstaða sýnist ríkja um virkjun vatnsfalla til raforku- framleiðslu og uppbyggingu stóriðjuvera. Helst er á fulltrúum landsbyggðarinnar að heyra, að þeim þyki hún afskipt hvað þessa starfsemi varðar. Ekki heyrast lengur þær mótmælaraddir, sem voru háværar fyrir rúmum þremur áratugum, við upphaf stóriðju í Straumsvík. Jafnframt er ljóst, að umsvifin á suðvestur- horninu ýta enn undir straum fólks þangað af landsbyggð- inni. Hún má búa við þá stað- reynd að að kvótakerfið hefur reynst henni þungt. Kvótinn hverfur frá henni, að minnsta kosti frá Vestfjörðum. Stór skip gera það einnig. Þó er margt annað að gerast sem augað fær ekki greint skýrt fyrr en síðar. Samstaða íbúa landsbyggðarinnar er nauðsynleg. Sundrung er vísasti vegurinn til að ýta undir fækkun. Því miður hefur hún verið meira áberandi á Vestfjörðum en skyldi. Sveitar- félögum hefur fækkað mikið í fjórðungnum fyrir tilstilli sam- einingar. Þau eru nú 12 en voru 32 fyrir rúmum áratug eða 20 fleiri. Af þessum 12 eru 6 hreppar í Strandasýslu. En stóru sameinuðu sveitarfélögin, Vesturbyggð og Ísafjarðarbær, bera því miður nokkur merki uppdráttarsýki og enn fremur sundrungar, sem er kannski merki um hið fyrrnefnda. Því miður eru þessi sýnilegu einkenni slæm auglýsing fyrir Vest- firði og Vestfirðinga. Þær miklu pólitísku deilur og hræringar, sem gengið hafa yfir Vesturbyggð á undanförnum árum og eru nú áberandi í Ísafjarðarbæ, hafa vond áhrif á íbúana. Ókunnum áhorfanda sýnast þessar deilur fremur vera um persónulegan metnað einstakra manna en pólitísk átök, sem snúast um grundvallar- atriði. Mjög er áberandi hve bæjarstjórar eiga stóran þátt að málum. Skyldi mönnum hafa gleymst að bæjarstjórar eru ekki pólitískir leiðtogar. Þeir eru aðeins framkvæmdastjórar kjörinna fulltrúa. Líf bæjarstjóranna snýst að því er best verður séð um að stjórna bæjarstjórnum og tryggja laun sín. Fróðlegt væri að skoða fjárhæð biðlauna til bæjarstjóra í sveitarfélögunum tveimur. Þeir fjármunir væru vafalaust betur komnir í skólamálum eða öðru þarflegu. Ljóst er að bæjarstjórnir byggðanna tveggja verða að breyta vinnubrögð- um sínum. Bæjarfulltrúar bera ríkar skyldur og ein þeirra er sú, að þeir sem pólitískt kjörnir fulltrúar í beinni lýðræðislegri kosningu geri sér grein fyrir því, að þeir eru yfirmenn bæjar- stjóra, ekki undirmenn. Hin pólitíska ábyrgð er þeirra. Að nokkrum árum liðnum spyr enginn um ábyrgð bæjarstjóra, sem látið hefur af starfi að eigin ósk. Bæjarfulltrúar verða kallaðir til ábyrgðar. Nokkur harka var í verkfallsátökum í sumarbyrjun og kannski eimdi eftir af henni í deilum um húsnæði grunnskóla. Gleðilegt ár Hver og einn á sínar góðu minningar frá liðnu ári, ef til vill einnig slæmar. Allir gera sér vonir um farsæld á komandi ári, árinu 1998. Svo sannarlega er þess óskað, að þú lesandi góður hafir átt gott ár og það sem vel gekk beri hærra en það sem miður fór. Öllum lesendum er óskað gleðilegra jóla og gleðilegs nýs árs. Á Vestfjörðum er gott að búa og íbúar almennt góðir talsmenn héraðsins. Það er eins og hvert annað slys að óein- ingu skuli bera hærra, en það sem vel gengur. Sú ósk er sett fram, að betri tíð sé framundan og íbúar Vestfjarða og pólitík- usar stilli saman strengi sína til framfara fyrir fjórðunginn. Komandi ár er kosningaár. Nú liggur mikið við að vel takist til um val þeirra sem taka við stjórntaumunum í sveitar- stjórnum. Tímabili þeirra vaxtarverkja sem gerðir voru að umtalsefni hér að framan verður að linna. Megi nýtt ár færa íbúum Vestfjarða gæfu og gengi á nýju ári, sem og Íslendingum öllum. Stakkur. Óskum öllum skólabörnum á Ísafirði og Hnífsdal, gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með hjartans hlýhug og þökk fyrir árið sem er að líða. Hittumst öll hress og kát á nýju ári. Einnig sendum við kennurum, skólastjóra og öllum viðskiptavinum okkar bestu kveðjur. Geiri og Rúna Kveðja frá strætó kenndur er ég við kláða og eymd, kulda, sult og heimsku. Ef SRÓ telur nú, að það eitt geti orðið málum ísfirsks samfélags til heilla að kenna undirrituðum um flest sem miður fer hér um slóðir, og þó víðar væri leitað, þá vænti ég að honum hafi nú orðið að ósk sinni við starfslok mín. Líkast til mun því allt héðan í frá ganga SRÓ og félögum hans í haginn og fylgja þeim frómar óskir. Með ósk um friðsöm og gleðileg jól. Megi nýju ári fylgja farsæld og málefnaleg umræða hér í bæ, bæjarbúum öllum til hagsbóta. Kristján Þór Júlíusson.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.