Bæjarins besta - 19.12.1997, Side 25
FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1997 25
Úrval jólagjafa fyrir
dömur og herra
Sloppar
Náttföt
Veski
Slæður
Ilmir
Undirföt
í öllum
stærðum
Gl
eð
ile
g j
ól!
TILBOÐ
Hettupeysa
kr. 3.990.-
TILBOÐ
Rennd
hettupeysa
kr. 4.990.-
Það er hægt að skipta um dekk á hjólunum, og það er auðvelt að skipta um aftanívagn,
þannig að vörubíl verður tankbíll á augabragði. Bílarnir eru liðstýrðir, sem þýðir að bíl-
húsið beygir allt, en ekki bara framhjólin.
við.“
- Útlitið er samt ágætt í
leikfangasmíðinni, er það
ekki?
Jú, og það er vegna þess að
ég stend alfarið í þessu sjálfur.
Ég næ að halda utan um fjár-
hagshliðina á því dæmi, en
það hefði ég ekki getað með
sorpverksmiðjuna eða snjó-
þjöppunarvélina, segir Örn-
ólfur Guðmundsson.
Ef til vill eiga menn eins og
Örnólfur sér viðreisnar von í
framtíðinni þótt hugmyndir
þeirra falli í grýttan jarðveg
eins og er. Eitt er víst að Vest-
firðir hafa ekki, eins og sakir
standa a.m.k., efni á að kasta
frá sér hugmyndum að óat-
huguðu máli, hugmyndum
sem átt gætu þátt í að styrkja
byggð sem á undir högg að
sækja. Hugmyndaauðgi er
kostur sem meta þarf mönnum
til tekna, því hvað er hægt að
kalla samfélag hugmynda-
snauðra og dofinna íbúa?
Orðið sem kemur fyrst upp í
hugann sem svar er, - stein-
gelt!
e.t.v. skapa svigrúm til fjölg-
unar starfsmanna. Örnólfur
hefur unnið einn við alla þró-
un og smíði leikfanganna til
þessa, en draumur hans er að
framleiðslan verði atvinnu-
skapandi í Bolungarvík og að
hann geti þá t.d. boðið mönn-
um sem farnir eru að reskjast,
vinnu við samsetningu leik-
fanganna, til að mynda hluta
úr degi.
Leikföngin hafa til þessa
eingöngu verið til sölu í
verslun Örnólfs og verður svo
áfram fyrst um sinn a.m.k.
„Þetta er í rauninni þróunar-
starf enn og ég vil ekki ausa
einhverju út fyrr en ég er orð-
inn fyllilega ánægður sjálfur.
Ég hef verið að prufa mig
áfram og er nú kominn niður
á ákveðna stefnu sem mun
marka framleiðsluna. Ég hef
leitast við að hafa bílana
þannig úr garði gerða að þeir
endist lengi og að það sé
auðvelt að skipta um stykki
sem eyðileggjast. Það er t.d.
hægt að skipta um dekk á hjól-
unum, og það er auðvelt að
skipta um aftanívagn, þannig
að t.d. má breyta vörubíl í
tankbíl á augabragði. Bílarnir
eru liðstýrðir, sem þýðir að
bílhúsið beygir allt, en ekki
bara framhjólin. Ég notaði
risavörubílana sem t.d. eru
notaðir við virkjanagerð, sem
fyrirmynd, en þeir eru kallaðir
búkollur.“
Örnólfur segist ætla að flýta
sér hægt í leikfangasmíðinni.
„Ég ætla ekki að fara út í neitt
ævintýri. Ég ætla að reyna að
koma á vöruna gæðastimpli
þannig að hún verði eftirsótt
og til þess að svo megi verða
verð ég að prófa hana vel.“
Sorpverksmiðja og
vél sem gleypir snjó
- En skyldi Örnólfur mæta
skilningi heimamanna við
framtakinu?
„Byggðastofnun veitti mér
200 þúsund króna styrk í haust
og það var auðvitað ákveðinn
hvati að áframhaldandi starfi.
Annars hefur mér fundist að
hér fyrir vestan, í Bolungarvík
t.d., sé æði lítill stuðningur
við svona lagað. Mönnum
finnst þetta ekki spennandi
fyrr en vel fer að ganga og eru
lítið hvetjandi á meðan verið
er að þróa hugmyndir. For-
svarsmenn bæjarins hafa t.d.
vitað af þessari vinnu minni
og þess vegna hefði ég talið
eðlilegt að bæjarfélagið sýndi
stuðning sinn og áhuga á
framtakinu með því að kaupa
leiktæki fyrir leikskólann. Það
hefði verið mjög góð auglýs-
ing, en því miður virðast menn
ekki sjá þýðingu svona verk-
efna. Ég gaf hins vegar leik-
skólanum eina gröfu og vona
að börnin njóti vel.“
En hugðarefni Örnólfs eru
fleiri. Hann hefur farið á fund
Iðntæknistofnunnar með hug-
mynd að verksmiðju sem á,
hvorki meira eða minna, að
taka allt heimilissorp, flokka
það og steypa síðan úr nýtan-
legum hluta þess, massa sem
nota má á margvíslegan hátt,
t.d. til smíða.
„Ég vildi fá Iðntæknistofn-
un til að framkvæma fyrir mig
ýmsar mælingar á ferlinu sem
ég hafði náð fram. Þeim leist
mjög vel á það sem ég var að
gera, en sögðu að ég þyrfti að
borga þeim fyrir hverja rann-
sókn svo og svo miklar fjár-
hæðir. Ég kvaddi þá við svo
búið, en þeir hirtu hugmynd-
ina og útfærðu hana á Akur-
eyri. Ég var hins vegar hepp-
inn, því ég sagði þeim ekki
alveg alla söguna þannig að
þeir fengu ekki efnið sem ég
hafði náð fram. Ég er ekki sá
fyrsti sem fer illa út úr við-
skiptum við Iðtæknistofnun.
Örnólfur hefur einnig viðr-
að hugmyndir sínar við Iðn-
tæknistofnun um vél sem
gleypir snjó og þjappar honum
í klakastykki. Allir þekkja
vandamál sem skapast þegar
snjóþungt er og háir snjóruðn-
ingar myndast eftir moksturs-
tæki. Snjóruðningarnir taka
mikið pláss og eru til óþæg-
inda fyrir ökumenn og gang-
andi vegfarendur. Vélin hans
Örnólfs myndi leysa vanda-
málið, en hún myndi skilja
eftir sig snjóbagga, svipaða
heyböggum bænda, en þeir
yrðu síðan tíndir upp með vél
sem kæmi í kjölfar snjóbagga-
vélarinnar. Örnólfur fékk þau
svör frá Iðntæknistofnun að
vélin yrði of dýr í framleiðslu
fyrir þann litla markað sem er
hér á landi.
„Þar með var sagan búin.
Ég hef sem sagt farið til þeirra
svona annað slagið, en því
miður hefur niðurstaðan engin
orðið. Það var einhver at-
vinnuráðgjafi á Ísafirði, sem
var nú kona síðast þegar ég
vissi, sem kom á sínum tíma
á fund okkar Ólafs Kristjáns-
sonar, bæjarstjóra, út af sorp-
vélinni. Við fórum í gegnum
allt málið með henni, en hún
tók með sér sýnishorn og
ætlaði m.a. að láta rannsaka á
hvað hátt væri hægt að nýta
efnið sem úr vélinni kom. Ég
hef hvorki heyrt eða séð þessa
konu síðan. Þetta skeður held
ég allt of oft með hugmyndir
sem þarfnast frekari þróunar
Bílarnir eru dregnir með
léttri stöng, en ekki með
bandi. Það er auðvitað til að
hægt sé að bakka. Já, Örn-
ólfur hugsar fyrir minnstu
smáatriðum.