Bæjarins besta - 04.02.1998, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998 9
mín best fyrir
mikið af fólki
fjarðar.“
– Gaui hefur þá væntanlega
séð í þér eitthvað sem aðrir
sáu ekki á þeim tíma, að
minnsta kosti ekki KR-ingar...
„Nei, ég held nú að einhver
hafi bent honum á mig. Síðan
plataði ég líka Hrafn Krist-
jánsson, sem lék með KR til
fleiri ára, til þess að koma
hingað með mér.“
– Þegar þú komst hingað
árið 1995 voru Ísfirðingar ekki
mjög hátt skrifaðir í körfunni.
Áttirðu nokkra von á þessum
uppgangi og krafti sem hér
hefur verið síðan?
Ég vil bara vinna!
„Það held ég varla. Ég held
að ég hafi ekki gert mér neinar
væntingar í því efni. Þær einu
væntingar sem ég geri eru
einfaldlega að vinna hvern
leik fyrir sig. Ég er líklega
einhver tapsárasti maður í
heimi. Ég vil bara vinna! Það
er kannski núna fyrst, þegar
við erum komnir í úrslit í
bikarnum, sem einhverjar
væntingar um titla eru að
koma til sögunnar.“
– Hvernig ætli stemmningin
verði á úrslitaleiknum í „Borg-
ar-ísjakanum“ 14. febrúar?
„Það verður sko trompað!“
– Ertu kvíðinn fyrir leikn-
um?
„Nehei. Ég nýt mín best
fyrir framan mikið af fólki.“
– Ber yfirleitt nokkuð á
minnimáttarkennd innan
hópsins fyrir úrslitaleikinn?
„Við erum búnir að spila
svo þétt undanfarið, að ég held
að við séum varla búnir að
gera okkur grein fyrir því hvað
við erum að fara út í. Við
gerum það varla fyrr en þar að
kemur. Þetta er búin að vera
gífurleg keyrsla að undan-
förnu, sérstaklega hjá nokkr-
um okkar í liðinu sem höfum
verið að spila meira en bara
með KFÍ. Enda er líkaminn
aðeins farinn að láta vita af
sér!“
Fjórir leikir á átta dögum
– Þið mörðuð Þór fyrir
norðan á fimmtudaginn í
síðustu viku og það var þriðji
leikurinn á fimm dögum...
„Já, það var sætur sigur,
miðað við hvað við vorum í
rauninni lélegir.“
– Og fjórði leikurinn á átta
dögum var síðan á móti KR
hérna heima á sunnudags-
kvöldið. Þá var keyrslan upp
úr flensunni sýnilega farin að
taka sinn toll af liðinu. En þú
gerir fleira hér fyrir vestan en
spila körfubolta...
„Já, ég vinn í línudeildinni
hjá Pósti og síma.“
– Og átt væntanlega auð-
veldara en ýmsir aðrir með að
ná upp í línurnar...
„Ég er stundum sendur í
„háu“ verkefnin.“
– Hvað ertu hár?
„Ég er rétt rúmlega tveir
metrar. Segjum bara tveir
metrar.“
– Hverju ætli megi helst
þakka þennan árangur hjá KFÍ
á síðustu árum?
„Aðallega þessum köllum
sem eru að vinna í kringum
þetta, Jonna og Gauja og öðr-
um í stjórninni og stuðnings-
mönnum okkar yfirleitt. Það
væri gott ef hægt væri að
græða slíkan áhuga í okkur
leikmennina! Ég vildi að ég
hefði sjálfur eins mikinn
áhuga á körfubolta og margir
af þessum mönnum. Og svo
eigum við auðvitað mikið að
þakka fyrirtækjunum sem eru
bakhjarlar okkar, sérstaklega
Pizza 67, Hamraborg og
Íslandsbanka og mörgum
öðrum. Þetta er vissulega
mjög dýr deild að reka.“
Talaðu við ofninn
þarna um pólitík
– En fyrir utan körfuboltann
og línuvinnuna, hvað hefurðu
helst fyrir stafni?
„Það kemst ekkert að nema
körfuboltinn! Maður er að
skoða leiki og undirbúa sig.
Eða einfaldlega að slappa af.
Það er líka nauðsynlegt.“
– Ég hef grun um að þú
hafir ekki mikinn áhuga á
pólitík...
„Ef þú ætlar að ræða við
mig um stjórnmál, þá geturðu
alveg eins snúið þér að ofnin-
um þarna og spjallað við
hann! Að vísu hef ég kannski
ekki lagt nógu mikið á mig til
að skilja stjórnmálin, en mér
finnast þau alveg ægilega
vitlaus. Þetta geta reyndar
verið flottar sápuóperur. Ég
get ekki sagt að ég hafi mikið
álit á stjórnmálamönnum
yfirleitt, þó að þetta sé sjálf-
sagt besta fólk.“
– Þegar þú ert að skoða
leiki, eru það þá leikir væntan-
legra andstæðinga eða ykkar
eigin leikir, eða leikir t.d. í
NBA-deildinni?
„Bara allt, bara eins mikill
bolti og kemst í æðina á
manni.“
Jordan batnar með
árunum eins og Guðni
– Hver er besti körfubolta-
maður í heiminum núna?
„Það er Michael Jordan.
Ekki spurning.“
– Er hann ekkert orðinn of
gamall?
„Nei, ætli hann sé ekki eins
og Guðni þjálfari, hann verður
bara betri með árunum. Evr-
ópumegin er Dominique
Wilkins bestur, Kani sem
spilar á Ítalíu. Það er venjan
þegar talað er um þá bestu í
körfunni að nefna annars
vegar körfuboltann Ameríku-
megin og hins vegar Evrópu-
megin. Þeir sem spila í Ev-
rópuboltanum eru farnir að
narta í hælana á þessum
gaurum í Ameríku. Ég er
farinn að kynnast þeim aðeins
af eigin raun og búinn að leika
á móti mörgum þeirra með
landsliðinu. Það eru líka
margir Evrópumenn komnir í
NBA. Eftir Bosman-úrskurð-
inn fyrir nokkrum árum opn-
uðust allar dyr fyrir íþrótta-
menn, íslenska jafnt sem aðra.
Núna rétt fyrir jólin fóru tveir
íslenskir leikmenn út til að
spila með erlendum liðum og
líklegt er að fleiri fylgi á eftir.“
No comment
– Er hætta á því að missa
þig til útlanda í atvinnumenn-
sku áður en langt um líður?
„Mig? No comment. Ég vil
halda öllu slíku fyrir sjálfan
mig.“
– Þú stóðst vissulega undir
væntingum bæði þínum og
annarra í landsleikjunum sex
í vetur...
„Nei, ekki mínum vænting-
um! Ég get sagt það af fullri
hreinskilni, að ég geri gríðar-
legar kröfur til sjálfs mín og
verð líklega aldrei ánægður
með sjálfan mig, alveg sama
hvort aðrir eru það eða ekki.
Ég vil hafa allt hundrað pró-
sent.“
– Heldurðu að KFÍ hafi
úthald til þess að vera á meðal
hinna bestu um árabil eða er
þetta bara bóla sem springur
áður en varir?
„Það er ekki óeðlilegt að
svona sé spurt. Ennþá er þörf
fyrir sterka aðkomumenn til
þess að styrkja liðið, en mig
grunar að þess gerist ekki
mikil þörf í mörg ár í viðbót.
Hins vegar er það alveg undir
áhuga og stuðningi fólks og
fyrirtækja komið, hvort þetta
reynist bara bóla eða eitthvað
meira. Vissulega hefur maður
séð í öðrum byggðarlögum
dæmi um áhugann og kraftinn
í kringum þetta allt á meðan
liðin eru að koma upp, en svo
hefur það dalað aftur. Ég hef
trú á því að körfuboltinn sé
kominn hingað á Ísafjörð til
að vera, þó að ég þori reyndar
ekki að spá neinu um hvað
kann að gerast. Hins vegar
sýnist mér langt í land að
fótboltinn hér nái að blómstra
á landsvísu, þó að Ernir séu
mitt félag. Þetta tekur langan
tíma að byggja allt svona
upp.“
Spilar golf en
getur ekki raskat
– Hefurðu verið í fleiri
íþróttagreinum en körfubolt-
anum?
„Ég spilaði bæði fótbolta
og handbolta, en er hættur því.
Nú lifi ég bara fyrir körfuna.Friðrik í leik með KFÍ.