Bæjarins besta - 04.02.1998, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 4. FEBRÚAR 1998
Helgar-
dagskráin
Helgar-
veðrið
Helgar-
sportið
Sjálfstæðisfélag
Ísafjarðar
Aðalfundur
Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Ísafjarðar
verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu (2.hæð)
fimmtudaginn 5. febrúar 1998 kl. 20:30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin.
FIMMTUDAGUR
09.00 Línurnar í lag
09.15 Sjónvarpsmarkaður
13.00 Valtað yfir pabba (e)
14.45 Sjónvarpsmarkaðurinn
15.10 Oprah Winfrey (e)
16.00 Eruð þið myrkfælin?
16.25 Steinþursar
16.50 Með afa
18.00 Fréttir
18.05 Nágrannar
19.00 19>20
19.30 Fréttir
20.00 Ljósbrot
20.40 Glæfraspil
22.30 Kvöldfréttir
22.50 Stræti stórborgar (19:22)
23.40 Valtað yfir pabba (e)
01.25 Brostin bönd (e)
FÖSTUDAGUR
09.00 Línurnar í lag
13.00 Stræti stórborgar (19:22) (e)
14.20 Celine Dion í hljóðveri
15.30 NBA tilþrif
16.00 Skot og mark
16.25 Töfravagninn
16.50 Steinþursar
17.15 Glæstar vonir
18.00 Fréttir
18.05 Tónlistarmyndbönd
19.00 19>20
19.30 Fréttir
20.00 Lois og Clark (19:22)
20.55 Algjör plága
22.35 Stúlka sex
00.25 Brestir (e)
02.10 Óþekktar aðstæður (e)
Aðhlynning
Starfsstúlka óskast að Sólborg, hjúkrunar-
heimili í 60% starf við aðhlynningu. Unnið er
á þrískiptum vöktum, frí aðra hverja helgi.
Ennfremur óskast starfsfólk til afleysinga í
vaktavinnu og í eldhús. Umsóknarfrestur er
til 23. febrúar nk.
Nánari upplýsingar veitir Ásdís Jónsdóttir,
forstöðumaður í vs. 456 7718 og í hs. 456
7604.
TILLÖGUR UM NAFN Á
LEIKSKÓLANN Á TORFNESI
Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óskar eftir
tillögum um nafn á nýja leikskólann á
Torfnesi.
Tíu þúsund króna verðlaun verða veitt
fyrir nafnið sem verður fyrir valinu.
Tillögurnar skulu berast bæjarráði
Ísafjarðarbæjar fyrir 11. febrúar nk.
Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ.
ÍSAFJARÐARBÆR
Atvinna
Óskað er eftir starfsmanni í 50% starf til að
annast almenn skrifstofustörf og tölvuskrán-
ingu hjá Svæðisvinnumiðlun Vestfjarða. Laun
samkvæmt launakerfi opinberra starfs-
manna.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í
síma 456 5660 og á Svæðisvinnumiðlun
Vestfjarða, Hafnarstræti 1, Ísafirði. Umsóknir
sendist til Svæðisvinnumiðlunar fyrir 21.
febrúar 1998.
Svæðisvinnumiðlun
Vestfjarða
Bolungarvík
Getraun skóla-
blaðs GB
Í desember á síðasta ári
stóð skólablað Grunnskóla
Bolungarvíkur fyrir getraun
í samvinnu við Íslandsflug
þar sem verðlaunin voru
flugfar fyrir tvo til Reykja-
víkur og til baka.
Þann 15. janúar sl., var
dregið úr réttum lausnum og
reyndist vinningshafinn vera
Guðmundur H. Björnsson.
Á meðfylgjandi mynd tekur
hann við verðlaununum á
skrifstofu Íslandsflugs. Á
myndinni eru einnig Úlfar
Ágústsson, umboðsmaður Ís-
landsflugs og Margrét Valdi-
marsdóttir, forstöðumaður
félagsmiðstöðvar innar
Tópas í Bolungarvík.
Munið
Rossignol skíðavörurnar
á 2. hæð Bókahlöðunnar
Skátabúðin
Hafís stefnir á siglingaleið út af Vestfjörðum
Ísinn er 14 mílur frá landi
Landhelgisgæslan kannaði
hafísbrúnina undan Vestfjörð-
um á sunnudag og reyndist
ísinn þá vera á hreyfingu í
austurátt. Næst landi var
ísjaðarinn 14 sjómílur norð-
vestur af Straumnesi og um
30 sjómílur norðvestur af
Barða.
,,Það er ástæða til að vara
við þessu, því jafnvel þótt ís-
inn sé dreifður, er hann vara-
samur í myrkri og stakir jakar
sjást illa í ratsjá. Um leið og
svona háttar til er því best að
vera við öllu búinn," sagði
Þór Jakobsson, veðurfræðing-
ur hjá Veðurstofu Íslands í
samtali við Morgunblaðið.
Fylgst verður með hafís-
num á næstunni en spár benda
til þess að upp úr miðri þessari
viku komi hagstæðari áttir og
ísjaðarinn taki þá að hopa.
Morgunblaðið á Netinu
Nýr fréttavefur
Mánudaginn 2. febrúar sl.,
opnaði nýr Fréttavefur Morg-
unblaðsins á slóðinni http://
www.mbl.is. Hér er um að
ræða nýjan fréttamiðil sem
flytur fréttir allan daginn, jafn-
vel á sama tíma og atburðir
gerast, sem notendur Netsins
geta fylgst með þegar þeim
hentar.
Fréttavefur Morgunblaðs-
ins er öllum opinn og hægt er
að velja flokka innan vefsins;
innlendar fréttir, erlendar
fréttir, viðskiptafréttir og
íþróttafréttir.
Eins og heiti vefsins gefur
til kynna þá er um að ræða
fréttir en ekki allt efni Morg-
unblaðsins. Verður því áfram
boðið upp á áskrift að Morg-
unblaðinu á Netinu. Þar er
mest allt efni blaðsins hvern
útgáfudag, þ.e. auk frétta,
aðsendar greinar, minningar-
greinar, menningarumfjöllun,
öll sérblöð blaðsins, leiðari,
Reykjavíkurbréf, Bréf til
blaðsins, Velvakandi, Víkverji
og fleira auk aðgangs að hinu
mikla Gagnasafni Morgun-
blaðsins.