Lindin - 01.04.1989, Page 3
c
Formáli
Á þessu ári eru Skógarmenn K.F.U.M. 60 ára. Fyrsta
Vatnaskógarförin var farin síðla sumars 1923. Það var síðan
haustið 1929 að fyrsti Skógarmannafundurinn var haldinn.
Óhœtt er að fullyrða að veturinn 1929-1930 hafi markað
tímamót í sögu Vatnaskógar. Þennan vetur var Skógarmanna-
flokkurinn formlega stofnaður. Þá var ákveðið að gefa út blað
til upplestrar á fundum. Blað þetta var aðeins gefið út í einu
eintaki og nefndist Lindin. Meðlimir flokksins sömdu efniþess
sjálfir. Því miður lögðust þessir Skógarmannafundir af síðar
meir og þar með einnig útgáfa á Lindinni.
Lindin kemur nú út að nýju með öðru sniði. Blaðinu er dreift
til eldri Skógarmanna. Margir hafa komið í Vatnaskóg, fengið
að heyra Guðs orð og eignast lifandi trú á Jesú Krist. Vonandi
vekurþetta blað upp gamlar og góðar minningar úr Skóginum.
Bjarni Gunnarsson
Jón Tómas Guðmundsson
Páll Skaftason
LINDIN
Lindin
Blað Skógarmanna K.F.U.M.
59. árg. 1. tbl. 1989
EFNISYFIRLIT
„FYLG ÞÚ MÉR!“
— Jón D. Hróbjartsson ... 4
SENDIBRÉF ÚR
VATNASKÓGI................ 7
SKÓGARMENN 60 ÁRA ............. 8
UPPB YGGINGIN í
VA TNASKÓGI
— Einar Kr. Hilmarsson ....... 10
KARLAFLOKKUR .................. 12
STARFIÐ IDAG
— Guðmundur Karl Brynjarsson . 14
Ábyrgðarmaður:
Ársæll Aðalbergsson
Ritstjóri:
Jón Tómas Guðmundsson
Ritnefnd:
Ársæll Aðalbergsson
Bjarni Gunnarsson
Páll Skaftason
Ljósmyndir:
Jón Tómas Guðmundsson
Stjórn Skógarmanna K.F.U.M.:
Ársæll Aðalbergsson, formaður
Bjarni Gunnarsson, ritari
Hans Gíslason
Hörður Kjartansson
Sigvaldi Björgvinsson, varaform.
Stefán Sandholt, gjaldkeri
Sveinn Alfreðsson
3