Lindin - 01.04.1989, Blaðsíða 10
LINDIN
Einar Kr. Hilmarsson:
Uppbyggingin í Vatnaskógi
Sumarið 1923 hófst sumarstarf KFUM í Vatnaskógi. Þá hafði félagið fengið til umráða einn hektara lands í
skóginum og var einn vikulangur flokkur haldinn þar það sumar. Síðan eru liðin 66 ár og starfið í Vatnaskógi
hefur vaxið mikið. Árið 1929 var Skógarmannaflokkurinn stofnaður og 1949 fengu Skógarmenn umráðarétt yfir
öllum skóginum, sem er um 220 hektarar.
Myndirnar hér á opnunni sýna þær byggingar sem risið hafa í Vatnaskógi á þeim 50 árum sem liðin eru frá
þvví að hafist var handa við byggingu fyrsta skálans sumarið 1939.
GAMLISKÁLINN var byggður á árunum 1939-43 eða
16 árum eftir að fyrsti flokkurinn fór í Skóginn. Hann
hefur orðið tákn Vatnaskógar í hugum margra. Þar eru
nú svefnpláss fyrir 38 drengi og 6 starfsmenn og auk
KAPELLAN var byggð árið 1948. Hún leysti af hólmi
bænatjaldið sem fram að því var alltaf reist á sínum
stað. Kapellan er lítið en mjög fallegt Guðshús. Geyma
margir góðar minningar þaðan frá æskuárum, því
Drottinn var þar sérstaklega nálægur. Kapellan var
vígð 24. júlí 1949.
10
þess samkomusalur. Nauðsynlegt er á næstu árum að
endurbyggja hann að miklum hluta og er það verk
þegar hafið.
BÁTASKÝLIÐ var byggt 1962. Bátafloti Skógar-
manna óx ört og var orðið aðkallandi að koma upp
aðstöðu fyrir viðhald og geymslu bátanna yfir veturinn.
15-20 bátar og kanóar eru nú í eigu Skógarmanna.